Úti er inni er rafrænt fréttabréf um útinám í Reykjavík sem gefið er út af Miðstöð útivistar og útináms. Markmiðið með útgáfunni er að ýta undir útinám í borginni og gera sýnilegt það áhugaverða starf sem þegar á sér stað. Við óskum eftir stuttum greinum og myndum í fréttabréfið.

Til að senda okkur efni í fréttabréfið, eða fá nánari upplýsingar má senda fyrirspurnir á netfangið muu@reykjavik.is

Úti er inni

Hér er hægt að lesa nýjasta Úti er inni fréttabréfið (pdf).

Fréttabréfið er sent rafrænt á starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og aðra sem hafa áhuga á útivist og útinámi. Ef þú ert ekki á póstlistanum og vilt fá þetta fréttabréf sent til þín þá geturðu skráð þig á póstlistann hér fyrir neðan:

SJÁLFBÆRT SKÓLASAMFÉLAG

Hvernig fléttum við sjálfbærni inn í skólabraginn og hvað hafa aðrir skólar verið að gera í sjálfbærnikennslu? Múú býður upp á ráðgjöf og aðstoð við að taka fleiri skref í átt til sjálfbærni í skólastarfinu.

NÁMSEFNI

Hér höfum við safnað saman ýmiss konar námsefni sem getur hjálpað til við að efla sjálfbærni í kennslu. Einnig geturðu komist í verkefnabanka Múú og Skóla á grænni grein. Sjá nánar hér:

GRÆN SKREF REYKJAVÍKURBORGAR

Grænu skrefin eru fjögur skref með aðgerðum til að gera rekstur og starfsemi vinnustaða Reykjavíkur vistvænni. Vinnustaðir halda grænt bókhald og setja sér umhverfisleg markmið.

KOLEFNISREIKNIVÉLIN

Nú getur þú reiknað kolefnissporið þitt fyrir síðastliðna 12 mánuði og fengið upplýsingar um hvað þú getur gert til að minnka það. Miðaðu forsendurnar við þig sem einstakling en ekki út frá rekstri alls heimilisins.