Ráðstafanir vegna COVID-19 hjá Miðstöð útivistar og Útináms.

Lundurinn
• Hópastærðir miðast við 20 nemendur.
• Mikilvægt er að nemendur og kennarar muni eftir tveggja metra fjarlægð eins og kostur er.
• Nemendur og kennarar eru beðnir um að draga sem mest úr snertingu við áhöld og hluti. Ef að verkefnin snúast um að snerta hluti þá mun einn úr hverjum hóp gera það og síðan sótthreinsa hendur í lok verkefnis.
• Ef að veður verður vont þá munum við nýta tjaldið en þá er nálægð nemenda ekki minni heldur en inn í venjulegu kennslurými.
• Þrif verða aukin á öllum snertiflötum þ.e. á þeim gögnum og áhöldum sem hópar kunna að nýta á meðan heimsókn stendur.

 Lundurinn er notaleg útikennslustofa á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ. Aðstaðan felur í sér skemmtilega afmarkað rjóður þar sem er eldstæði, tjaldskýli, tjald (með hita), eldivið o.fl. Tjaldið eða það skjól sem er í boði tekur 15-20 nemendur en önnur aðstaða er undir berum himni.

Leik- og grunnskólar og frístundamiðstöðvar Reykjavíkur geta nýtt sér aðstöðuna sér að kostnaðarlausu. Panta þarf aðstöðuna með þriggja daga fyrirvara. Lundurinn er opinn sem hér segir:

  • Mánudagar: 13:00-16:00
  • Þriðjudagar 09:00-12:00 / 13:00-16:00
  • Miðvikudagar: 13:00-16:00
  • Fimmtudagar 09:00-12:00 / 13:00-16:00

Starfsmaður MÚÚ undirbýr aðstöðuna, tekur á móti hópnum og fer yfir helstu atriði er varða notkun og umgengni. Að öðru leyti sjá hóparnir um sig sjálfir varðandi dagskrá.

Mögulegt er að nýta verkefni sem búin hafa verið til af MÚÚ (hér að neðan) en þá er mikilvægt að kennarar kynni sér þau vel áður til þess að kennslan gangi sem best. Allt sem tengist verkefninu verður tilbúið í Lundinum þegar hópurinn kemur að því gefnu að verkefnið hafi verið pantað í pöntunarkerfinu.

Til þess að heimsóknin í Lundinn gangi sem best er mælt með að kennarar kynni sér vel leiðbeiningar og reglur sem gilda í Lundinum.

Hægt er að panta aðstöðuna í Lundinum með því að velja dagsetningu í dagatalinu hér fyrir neðan.