Ráðstafanir vegna COVID-19 hjá Miðstöð útivistar og Útináms.

Úti er ævintýri – móttaka hópa
• Hópastærðir miðast við 20 nemendur.
• Mikilvægt er að nemendur og kennarar muni eftir tveggja metra fjarlægð eins og kostur er.
• Nemendur og kennarar eru beðnir um að draga sem mest úr snertingu við áhöld og hluti. Ef að verkefnin snúast um að snerta hluti þá mun einn úr hverjum hóp gera það og síðan sótthreinsa hendur í lok verkefnis.
• Ef að veður verður vont þá munum við nýta tjaldið en þá er nálægð nemenda ekki minni heldur en inn í venjulegu kennslurými.
• Ekki verður boðið upp á hressingu á meðan samkomubannið gildir. Mögulegt er fyrir hópa að koma sjálf með nesti sé þess óskað.
• Þrif verða aukin á öllum snertiflötum þ.e. á þeim gögnum og áhöldum sem hópar kunna að nýta á meðan heimsókn stendur.

Úti er ævintýri er dagskrá fyrir grunnskóla þar sem starfsmaður MÚÚ tekur á móti hóp í fyrirfram ákveðið verkefni. Dagskrá og kennslu er stýrt af starfsmanni MÚÚ, en kennari aðstoðar eftir þörfum. Markmið Úti er ævintýri er hjálpa kennurum að taka fyrstu skrefin út úr skólastofunni. Vanir útikennslu kennarar eru að sjálfssögðu líka velkomnir. Dagskráin fer fram í Lundinum og á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ.

Tekið er á móti hópum:

  • Mánudaga frá kl. 10:00 – 12:00
  • Miðvikudaga frá kl. 10:00 – 12:00
  • Föstudaga frá kl. 10:00 – 12:00

Vetur konungur – hvernig lifa menn og dýr? (vor 2020)

Skemmtilegt og fræðandi verkefni þar sem nemendur fá tækifæri til að kynnast vetrinum á nýjan hátt og skyggnast inn í líf bæði manna og dýra sem lifa á norðlægum slóðum og hvernig brugðist er við á mismunandi hátt við þessum kaldast tíma ársins.

Verkefnið er ætlað nemendum á elsta bekk leikskóla yngstastigi og miðstigi grunnskóla. Öll gögn eru á staðnum.

Mikilvægt er að bæði nemendur og kennari séu vel klædd til útiveru 🙂

Skráning er hér fyrir neðan: