RÁÐSTAFANIR VEGNA COVID-19 HJÁ MIÐSTÖÐ ÚTIVISTAR OG ÚTINÁMS

Lokað hefur fyrir skráningu í vísindakistuna tímabundið, eða þegar meiri upplýsingar berast frá Almannavarnanefnd.

Elliðaárdalur

Vísindakistan í Elliðaárdal er opin alla virka daga frá kl. 9:00-16:00.

Vísindakistan er staðsett í lyftuhúsinu við Ártúnsbrekku. Upplýsingar um aðgengi eru sendar eftir að búið er að skrá sig.

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Vísindakistan í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er opin alla virka daga frá kl. 10:00-16:00.

Vísindakistan er í boði fyrir alla starfstaði á skóla- og frístundasviði þeim að kostnaðarlausu. Vísindakistan er staðsett inn í garðinum, í bláu húsi við selalaugina. Þegar komið er í garðinn þarf að tilkynna komu í afgreiðslu.

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.

Vísindakistan snýst um að auka aðgengi leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva að útivistarsvæðum í Reykjavík til að nota markvisst í starfi með börnum og unglingum. Það felst meðal annars í því að hafa aðgang að skjóli, salernisaðstöðu, hugmyndum að verkefnum og tækjum og tólum sem hægt er að nota í útinámi.

Til að nota aðstöðuna er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram og fá staðfestingu á móttöku skráningar. Upplýsingar um aðgengi að vísindakistu eru sendar í tölvupósti. Nánari upplýsingar um Vísindakisturnar má sjá hér til hliðar.

Skráðu þig hér fyrir neðan.