Hvað er efnisveitan?

Skóla- og frístundasvið (SFS) og Umhverfis- og skipulagssvið (USK) eru í samstarfi sem miðar að því að nýta náttúrulegt efni (trjágreinar, afklippur og fleira) sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefnið tengist Umhverfisstefnu USK og sjálfbærni vinnu SFS í tengslum við nýja Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast. Stefnt er að því að hafa fjölbreytt efni í boði.

Leik- og grunnskólar og frístundamiðstöðvar geta pantað efni sér að kostnaðarlausu og nálgast það hjá Miðstöð útivistar og útináms.

Afgreiðsla efnis

Afgreiðslutími efnis er mjög mismunandi og best er að hafa samband tímalega til að tryggja að efnið sé aðgengilegt.

09:00 - 12:00

411-5615

Sendu okkur póst

muu@rvkfri.is

Hvaða efni er í boði?

Óþurrkað efni

  • Spírur/Trönur: Langir stofnar. Lengd: 4 – 6 m (jafnvel lengra), greni og víðir. Ein breidd: 5 – 15 cm.
  • Tálguefni: Ferskar greinar og mjóir trjástofnar, birkivíðirfura. Breidd: 1 – 2 cm.
  • Tálguefni: Ferskar greinar og mjóir trjástofnar, birkivíðirfura. Breidd: 5 – 10 cm.

Þurrkað efni

  • Sérvalið efni fyrir handmennt, mjóir bolir og greinar í ýmsum lengdum. Tvær breiddir:  5 – 10 cm og 1 – 5 cm
  • Eldiviður (klofið efni). fura og birki. Lengd 30 – 40 cm Breidd: 5 – 15 cm.  Afhent í búntum