411-5615 muu@reykjavik.is

HVAÐ ER EFNISVEITAN?

Skóla- og frístundasvið (SFS) og Umhverfis- og skipulagssvið (USK) eru í samstarfi sem miðar að því að nýta náttúrulegt efni (trjágreinar, afklippur og fleira) sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefnið tengist Umhverfisstefnu USK og sjálfbærni vinnu SFS í tengslum við nýja Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast. Stefnt er að því að hafa fjölbreytt efni í boði.

Leik- og grunnskólar og frístundamiðstöðvar geta pantað efni sér að kostnaðarlausu og nálgast það hjá Miðstöð útivistar og útináms.

HVAÐA EFNI ER Í BOÐI?

Óþurrkað efni

  • Spírur/Trönur: Langir stofnar. Lengd: 4 – 6 m (jafnvel lengra), greni og víðir. Ein breidd: 5 – 15 cm.
  • Tálguefni: Ferskar greinar og mjóir trjástofnar, birkivíðirfura. Breidd: 1 – 2 cm.
  • Tálguefni: Ferskar greinar og mjóir trjástofnar, birkivíðirfura. Breidd: 5 – 10 cm.

Þurrkað efni

  • Sérvalið efni fyrir handmennt, mjóir bolir og greinar í ýmsum lengdum. Tvær breiddir:  5 – 10 cm og 1 – 5 cm
  • Eldiviður (klofið efni). fura og birki. Lengd 30 – 40 cm Breidd: 5 – 15 cm.  Afhent í búntum

AFGREIÐSLA EFNIS

Afgreiðslutími efnis er mjög mismunandi og best er að hafa samband tímalega til að tryggja að efnið sé aðgengilegt.

 

  • Opið: 09:00 – 12:00
  • Sími: 411-5615
  • Netfang: muu@reykjavik.is