Upplýsingar um bókanir fyrir starfsárið 2022-2023 munu birtast hér 27. september 2022

Heimsókn 3. bekkjar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Húsdýragarðurinn býður nemendum 3.bekkjar í heimsókn í garðinn. Verkefnið sem verður boðið upp á er um húsdýrin á Íslandi en sú heimsókn tengist einstaklega vel því sem nemendur hafa verið að fjalla um á yngsta stiginu í grunnskólanum m.a. Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera og vefinn um íslensku húsdýrin.

Í heimsókninni verður áhersla  lögð á lifnaðarhætti dýranna og nytjar af þeim.Þar sem þessi heimsókn tengist að öllu leyti því námsefni sem verið er að kenna um íslensku húsdýrin þá mælum við með því að nemendur verði þegar byrjaðir að vinna með það þegar þeir koma í heimsókn í garðinn þannig að hún nýtist þeim hvað best.

Húsdýragarðurinn