RÁÐSTAFANIR VEGNA COVID-19 HJÁ MIÐSTÖÐ ÚTIVISTAR OG ÚTINÁMS

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur hætt móttöku á hópum um óákveðin tíma.

Heimsókn 3.bekkjar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Húsdýragarðurinn býður nemendum 3.bekkjar í heimsókn í garðinn. Verkefnið sem verður boðið upp á er um húsdýrin á Íslandi en sú heimsókn tengist einstaklega vel því sem nemendur hafa verið að fjalla um á yngsta stiginu í grunnskólanum m.a. Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera og vefinn um íslensku húsdýrin. Í heimsókninni verður áhersla  lögð á lifnaðarhætti dýranna og nytjar af þeim.

Þar sem þessi heimsókn tengist að öllu leyti því námsefni sem verið er að kenna um íslensku húsdýrin þá mælum við með því að nemendur verði þegar byrjaðir að vinna með það þegar þeir koma í heimsókn í garðinn þannig að hún nýtist þeim hvað best.

Þessi tiltekna heimsókn er frábrugðin öðrum heimsóknum sem Húsdýragarðurinn hefur verið að bjóða upp á undanfarin ár en hún felst m.a. í lengri og ýtarlegri leiðsöng og að nemendum og kennurum verður boðið upp á möguleikann á að borða hádegismat í garðinum.

Upplýsingar um heimsóknina;

  • Tímabil heimsókna er frá 11. janúar til 26. mars 2021
  • Tekið er á móti hópum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
  • Fræðsla hefst stundvíslega kl. 09:30 og eru hópar hvattir til mæta á tilsettum tíma.
  • Frjáls tími nemenda með kennurum í garðinum er eftir kl.10:30.
  • Selum er gefið að éta kl. 11:00, (getur verið áhugavert að sjá það).
  • Hádegismatur kl. 11:10 – 11:30 ef hópurinn hefur valið að borða hádegismat.
  • Nestisastöðu geta allir nýtt að eigin geðþótta.
  • Fjöldi nemenda í hverri heimsókn getur verið að hámarki 48. Ef fjöldi nemenda er meiri en 25 þá verður þeim skipt niður í tvo minni hópa.
  • Ferðastyrkur að upphæð 20.000 kr. er í boði til þeirra skóla sem vilja nýta sér rútu til að komast á staðinn.

Hádegismatur

Hægt er að fá hádegismat fyrir nemendur og kennara í garðinum að kostnaðarlausu. Boðið er upp á heita smá pizzu (piccoloini) en auk þess verður boðið upp á jógurt/súrmjólk, musli, morgunkorn, kúamjólk, jurtamjólk, ferska og þurrkaða ávexti, brauð, hummus, sultur og soðin egg. Einnig verður hægt að bregðast við sérfæði í samstarfi við garðinn.

Til þess að þetta gangi upp þá þarf að afskrá nemendahópinn úr matarinnkaupum skólans þennan tiltekna heimsóknardag og velja hádegismat í skráningarforminu. Matarinnkaupin flytjast þá yfir á Húsdýragarðinn.

Ferðastyrkur

Ferðastyrkur að upphæð kr. 20.000,- er í boði til þeirra skóla sem vilja nýta sér rútu til að komast á staðinn. Ef nýta á ferðastyrk er mikilvægt að velja það í skráningunni. Ferðastyrkur er greiddur eftir að heimsóknartímabilinu er lokið, (eftir maí).

Skráðu þig með því að velja dagsetningu í dagatalinu hér fyrir neðan.