411-5615 muu@reykjavik.is

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Miðstöð útivistar og útináms heldur utan um námsheimsóknir grunnskólanema í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Heimsóknin stendur nemendum 3. bekkja í Reykjavík til boða.

Skráning hér fyrir neðan

Húsdýragarðurinn 3. bekkur

Húsdýragarðurinn býður nemendum 3.bekkja í námsheimsókn í garðinn þar sem þau fá fræðslu um húsdýrin sem þar búa.  

Boðið er upp á verkefni sem unnið er út frá námsefni yngsta stigs grunnskóla og tengist eftirfarandi námsefni;

  • Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera
  • Vefur um íslensku húsdýrin

Upplýsingar

  • Tímabil heimsókna er frá 13. janúar til 11. apríl 2025
  • Tekið er á móti hópum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
  • Fræðsla hefst stundvíslega kl. 09:45.
  • Frjáls tími nemenda með kennurum er eftir kl. 10:45.
  • Selum er gefið að éta kl. 11:00.
  • Fjöldi nemenda í hverri heimsókn getur verið að hámarki 50. Ef fjöldi nemenda er meiri en 25 þá verður þeim skipt niður í tvo minni hópa í garðinum

Bókanir

Námsheimsóknir fyrir 3. bekk eru í boði á vorönn. Fyrstur kemur fyrstur fær.