Fræðsla um útinám og útikennslu / Út vil ek

Miðstöð útivistar og útináms býður starfsfólki skóla og frístundastöðva Reykjavíkurborgar upp á kynningar og fræðslu um útinám og útivist undir formerkjum Út vil ek. Fræðslan er í formi örnámskeiða, fyrirlestra, kynninga, heimsókna og smiðja og er ætluð þeim sem vilja auka við þekkingu sína um útivist og útinám.

Markmið fræðslunnar er að hvetja kennara og leiðbeinendur til að nýta sér útikennslu og útivist í starfi með börnum og ungmennum.

MÚÚ sér um skipulag og utanumhald fræðslunnar. Leiðbeinendur fræðslu eru ýmist úr hópi MÚÚ teymis, sérfræðingar á sínu sviði eða sérvaldir starfsmenn starfsstaða.

Út vil ek námskeið 2020-2021

Skipulögð fræðsla fyrir skólaárið 2020-2021 er í vinnslu og verður kynnt um miðjan september. HÉR má sjá yfirlit yfir fræðslu sem haldin var á síðasti ári.