Miðstöð útivistar og útináms býður upp á skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaðri skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Vordagskráin okkar er tileinkuð unglingastigi og ber heitið, Neysluveislan. Neysluveislan er umhverfismiðaður og skemmtilegur snjall-ratleikur sem tekur fyrir málefni ábyrgrar neyslu og framleiðslu.
Efni dagskrárinnar er tileinkað umhverfismálum með sérstakan fókus á tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Verkefnið tekur á vistfræðilegum fótsporum helstu neysluflokka einstaklinga og veltir upp hvað við getum gert til að gera lifnaðarhætti okkar sem sjálfbærasta.
Neysluveislan í hnotskurn
- Tímabil: 13.04.-19.05.2021
- Tímasetning: þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10H00-12H00
- Aldursstig og fjöldi: Unglingastig (8-10 bekkur) – einn bekkur (mest 30 börn)
- Dagskrá: Snjallratleikur unnin í spjaldtölvum (Actionbound)
- Efnistök: Neysluveislan – Sjálfbærni-ábyrg neysla og framleiðsla
- Tenging við Aðalnámskrá grunnskóla: Neysluveislan er beintengd inn í menntagildi og megintilgang náttúrugreina en kemur einnig inn á upplýsinga – og tæknimennt.
- Sérstakar áherslur: náttúru- og umhverfisvitund, sjálfbærni, sjálfsefling.
ATHUGIÐ! Á þriðjudögum og föstudögum stendur skólum til boða að þiggja rútuþjónustu fyrir hópinn, frá og til skóla, sér að kostnaðarlausu. Rútuferðir bókast sér. Ekki er unnt að bjóða rútuferðir á miðvikudögum og verða þeir skólar að koma sér sjálfir á staðinn.
Bókanir á dagskrá og rútuþjónustu má finna HÉR