Miðstöð útivistar og útináms býður öllum starfsstöðum SFS að nýta sér rausnalega niðurgreidda rútuþjónustu í formi hópferða innanbæjar, tímabilið apríl til júlí 2021. Við köllum þessa þjónustu Út og suður !
Út og suður er tilraunaverkefni og hluti af stærra úrræði sem hrint var af stað á erfiðum tímum Covid farsóttar. Hún er okkar leið til að koma til móts við allar menntastofnanir SFS, í skertri og flókinni starfssemi á erfiðum tímum. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) og SBA Norðurleið. Með þeirra dygga stuðningi höfum við, auk Út og suðurs, getað boðið upp á fríar rútuferðir fyrir hópa SFS í eftirfarandi námstækifæri vorönn 2021:
- Úti er ævintýri – útinámsdagskrá (öll adlursstig)
- Lundurinn – útikennslustofa í Gufunesbæ (öll aldursstig)
- Perlan – námsheimsókn fyrir 6. og 9. bekk
- Húsdýragarðurinn – námsheimsókn fyrir 3. bekk
Við eigum þá ósk eina að þetta tilraunaverkefni verði að framtíðarverkefni svo við getum haldið áfram að létta á með starfsfólki SFS og gera börnum borgarinnar kleift að sækja heim þá frábæru námsþjónustu sem þeim stendur til boða utan veggja skólans.