Norðurslóð vetrarprógram

Úti er ævintýri 2020-2021

Úti er ævintýri er heitið á útinámsdagskrá Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ),  þar sem starfsmenn teymisins taka á móti hópum í fyrirfram skipulagða útidagskrá á heimasvæði sínu í Gufunesbæ. Dagskráin er ókeypis og er tileinkuð skóla- og frístundastarfi í Reykjavík  og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Dagskráin er árstíðarmiðuð og miðuð út frá Aðalnámskrá hvers skólastigs fyrir sig. Hún er því með mismunandi sniði og áherslum eftir aldri hópa og árstíðum. Bókanir og frekari upplýsingar um dagskrárnar er að finna á heimasíðu miðstöðvarinnar.

Úti er ævintýri

Haustdagskrá – Stærðfræðiratleikur

Haustdagskráin var að þessu sinni tileinkuð útistærðfræði, almennum brotum, tugabrotum og mælingum og hönnuð fyrir miðstig grunnskóla. Dagskráin var í formi 12 stöðvar ratleiks sem settur var upp í ratleikjaforritinu Actionbound. Nemendur fundu staðsetningar hverrar stöðvar með GPS punkti og unnu áþreyfanleg verkefni á hverjum stað auk þess að svara spurningum. Markmið verkefnanna var að nálgast viðfagnsefnið út frá sem fjölbreyttustum leiðum til að auka skilning og samhengi mismunandi birtingamynda brotareiknings og mælinga.

Bogfimi

Jóladagskrá – Jólasveinaratleikur

Jóladagskráin okkar var að vanda helguð jólasveinunum okkar þrettán. Ratleikurinn var hannaður fyrir leikskóla- og yngsta stig en útfærður mismunandi fyrir hvern aldur. Unnið var markvist með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum, bundið mál, bókstafi, gömul íslensk orð, hreyfingu og gleði. Þrettán stöðvum með myndum og ljóðum var komið fyrir víðsvegar um útisvæði Gufunesbæjar. Krakkarnir áttu að finna staðina með hjálp korts eða GPS punkts og finna út hvaða jólasveinn væri þar á ferð. Hjá hverjum jólasvein var stafarugl sem þurfti að leysa.Jólasveinratleikurinn var settur upp í ratleikjar forritinu Actionbound. Yngri krakkarnir fylgdu leiðbeinendum sínum og kennurum í leiknum en nemendur 2-4. bekkjar leystu þrautirnar með aðstoð liðsfélaga og spjaldtölvu.

Gluggagægir

Vetrardagskrá – Norðurslóð

Vetrardagskráin okkar var sérsniðin að Norðurslóðum og hönnuð út frá yngsta- og miðstigi grunnskóla. Dagskráin var sett upp sem ratleikur þar sem nemendur þurfti að finna 10 stöðvar á svæði Gufunesbæjar og leysa verkefni. Rauði þráður dagskrárinnar voru lifnaðarhættir manna og dýra á norðurhjara veraldar sem óhjákvæmilega kemur inn á loftlagsbreytingar. Krakkarnir leystu verkefnin í litlum hópum og mikið var lagtupp úr samvinnu. Nemendur yngsta stigs fundu stöðvarnar með hjálp korts af svæðinu, fræddust um þjóðflokk, dýr eða land á norðurslóðum og þurftu að finna leyniorð með hjálp þessara upplýsinga. Miðstig notaði spjaldtölvur og GPS punkt til að finna staðsetningarnar og leystu verkefni á hverjum stað.

Norðurslóð

Vordagskrá – Hvað getum við gert?

Vordagskráin okkar verður tileinkuð umhverfisumhyggju og valdaeflingu ungmenna í umhverfismálum.

Umhverfisumhyggja

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.