Skráning: Garden of Choices – Gagarín

Ein af almennum aðgerðum vegna innleiðingar menntastefnu til næstu þriggja ára lýtur að loftlags- og umhverfismálum sem og aukinni áherslu á sjálfbærni. Hún felur meðal annars í sér mikilvægi þess að efla stuðning og fræðslu fyrir börn og starfsfólk í skóla og frístundastarfi.

Eitt af þeim atriðum sem Skóla- og frístundasvið er að skoða er samstarf við Gagarín sem hefur verið að þróa sýndarveruleika leikinn Garden of Choices, en hann er sérstaklega hannaður til að fræða um loftslagsmál. Leikurinn er ennþá í hönnun.

Dagskrá:

Móttaka, kynning og undirbúningur
Spilun leiksins
Stutt könnun fyrir endurgjöf

Hver leikur gerir ráð fyrir 5 þátttakendum, (kennurum og/eða nemendum).

Markmiðið er að fá endurgjöf frá þátttakendum um hvort áhugi sé á að gera þennan leik aðgengilegan fyrir skólastarf í Reykjavík. Leikurinn felur í sér notkun á VR gleraugu (sýndarveruleika gleraugu).

Staðsetning: Mixtúra
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Kletti í Stakkahlíð, 105 Reykjavík
(K-bygging hægra megin við Hámu)