Reykjaborg – fimmtudaginn 30. september kl. 18:00-20:00

Frábæra starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Hin árlega ganga MÚÚ & SFS verður að þessu sinni verður farin á Reykjaborg sem er 286m hár klettahöfði, ofan við Reykjahverfið, suðaustan við Mosfellsbæ. Lagt verður af stað frá Hafravatnsrétt í Þormóðsdal við Hafravatn og gengið þar upp stikaða leið í gegnum skógræktina.  Gangan er einstaklega þægileg og býður upp á fallegt útsýni í góðu skyggni.

Ævar Aðalsteinsson leiðsögumaður og verkefnastjóri MÚÚ leiðir gönguna. Hann hefur haft veg og vanda af stikun gönguleiða í fjöllum og fellum Mosfellsbæjar og verið ötull baráttumaður fyrir aukinni útivist og náttúruupplifun bæjarbúa í Mosfellsbæ.

Vinsamlegast mætið vel búin til útiveru og fjallgöngu.  Við mælum með góðum skjólfatnaði, gönguskóm, bakpoka og vatnflösku.

Boðið verður upp á léttar veitingar í upphafi og lok ferðar.

Hlökkum til að sjá sem allra flesta!

Hin árlega ganga MÚÚ 2021

Gangan í hnotskurn

Fjallganga Reykjaborg 286 m

Dagsetning Fimmtudagur 30. september 2021

Tímasetning 18:00-20:00

Staðsetning Bílastæði við skógrækt Mosfellsbæjar við Hafravatnsrétt

Lengd göngu 5 km, áætlaðir 2 tímar með stoppum

Útbúnaður Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Við mælum með skjólfatnaði, góðum gönguskóm, bakpoka og vatnsflösku.

Veitingar Boðið verður upp á létta hressingu í upphafi og lok ferðar.

Fararstjóri Ævar Aðalsteinsson adalsteinsson@rvkfri.is , sími 696-5531

Skráning Fólk er vinsamlegast beðið að skrá sig hér að neðan