Hin árlega hjólaferð MÚÚ fyrir starfsfólk skóla- og frístundasviðs verður farin miðvikudaginn 9. júní 2021.

Hist verður við Nauthólsvík kl. 16:30 og haldið sem leið liggur austur græna trefilinn inn að Elliðavatni þar sem við ætlum að stoppa í smá nesti sem verður á staðnum. Eftir það er haldið af stað til baka í átt að Nauthólsvík.

Ferðalagið er ca. 25 km og við gerum ráð fyrir að ferðin taki um það bil 3,5 klst. Ekki er nauðsynlegt að vera á fjallahjólum þar sem hjólað verður að mestu á malbiki eða góðum malarstíg.

Klæðum okkur eftir veðri. ?

Hin árlega hjólaferð MÚÚ 2021

Ertu með spurningu? Sláðu á þráðinn => 695-5023

Skráning hér til hliðar!