Lundurinn útikennslustofa
Lundurinn er notaleg útikennslustofa á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ og er sannkölluyð útinámsvin í hjarta Gufunesbæjar. Aðstaðan felur í sér skemmtilega afmarkað rjóður með yfirbyggðu skýli, náttúrulegum bekkjum, eldstæði, möguleika á uppsettu og upphituðu tjaldi og salernisaðstöðu. Tjaldið tekur 25-30 börn í sæti en önnur aðstaða er undir berum himni.
Hér er frábær aðstaða til þess að framkvæma útikennslu í öllum námgreinum, spreyta sig á útieldun, búa til huggulega samveru undir beru lofti eða einfaldlega hafa það notalegt í kringum opinn eld og leika sér í frístundagarði Gufunesbæjar. Leik- og grunnskólar og frístundamiðstöðvar Reykjavíkur geta nýtt sér aðstöðuna sér að kostnaðarlausu
Til að panta Lundinn yfir sumartíman (15.maí – 31.ágúst), vinsamlega sendið tölvupóst á uti@rvkfri.is
Opnunartímar á Lundinum frá 11. apríl – 15. maí 2023
- mánudagar 09:30-12:00 og 13:00-15:30
- þriðjudagar 09:30-12:00 og 13:00-15:30
- miðvikudagar 09:30-12:00 og 13:00-15:30
- fimmtudagar 09:30-12:00 og 13:00-15:30
Panta þarf aðstöðuna með því að velja dagsetningu í bókunarkerfinu hér að neðan.
Athugið að einnig er hægt að koma með fyrirspurnir á öðrum tímum með því að senda póst á muu@rvkfri.is
Lundurinn í hnotskurn
- Starfsmaður MÚÚ undirbýr aðstöðuna, samkvæmt pöntun, tekur á móti hópnum og fer yfir helstu atriði er varða notkun og umgengni.
- Hóparnir sjá alfarið um sig sjálfir varðandi dagskrá og bera ábyrgð á aðstöðu og útbúnaði á meðan dvöl þeirra stendur.
- Starfsmenn hópa bera ábyrgð á barnahópi sínum á svæðinu og ber að tryggja öryggi þeirra öllum stundum (eldstæði, hitablásari, grillspjót, klifur í trjám, kastali á útisvæði o.s.frv.)
- Starfsmenn MÚÚ eru aldrei langt undan ef hópar þurfa á aðstoð að halda.
- Listi yfir búnað sem hægt er að panta með Lundinum