Lundurinn útikennslustofa

Lundurinn er notaleg útikennslustofa á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ. Aðstaðan felur í sér skemmtilega afmarkað rjóður þar sem er eldstæði, tjaldskýli, tjald (með hita), eldivið o.fl. Tjaldið eða það skjól sem er í boði tekur 25-30 nemendur en önnur aðstaða er undir berum himni.

Leik- og grunnskólar og frístundamiðstöðvar Reykjavíkur geta nýtt sér aðstöðuna sér að kostnaðarlausu. Panta þarf aðstöðuna með tveggja daga fyrirvara. Lundurinn er opinn sem hér segir:

  • Mánudagar: 09:00-12:00 / 13:00-16:00
  • Fimmtudagar: 09:00-12:00 / 13:00-16:00

Starfsmaður MÚÚ undirbýr aðstöðuna, tekur á móti hópnum og fer yfir helstu atriði er varða notkun og umgengni. Að öðru leyti sjá hóparnir um sig sjálfir varðandi dagskrá.

Mögulegt er að nýta verkefni sem búin hafa verið til af MÚÚ (hér að neðan) en þá er mikilvægt að kennarar og leiðbeinendur kynni sér þau vel áður til þess að kennslan gangi sem best. Allt sem tengist verkefninu verður tilbúið í Lundinum þegar hópurinn kemur að því gefnu að verkefnið hafi verið pantað í pöntunarkerfinu.

Til þess að heimsóknin í Lundinn gangi sem best er mælt með að umsjónarmenn hópanna kynni sér vel leiðbeiningar og reglur sem gilda í Lundinum.

Hægt er að panta aðstöðuna í Lundinum með því að velja dagsetningu í dagatalinu hér fyrir neðan. 

Rútuþjónusta vorönn 2021

Rútuþjónusta verður í boði fyrir þá hópa sem bóka lundinn eftir hádegi.

  • Mánudagar: 13:00-16:00
  • Fimmtudagar: 13:00-16:00

Rútan er á vegum Miðstöð útivistar & útináms og  sér um að koma hópunum til og frá Gufunesbæ.

Þjónustan er ókeypis og þarf að bóka sérstaklega.