Lundurinn útikennslustofa

Lundurinn er notaleg útikennslustofa á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ. Aðstaðan felur í sér skemmtilega afmarkað rjóður þar sem er eldstæði, tjaldskýli, tjald (með hita), eldivið o.fl. Tjaldið eða það skjól sem er í boði tekur 25-30 nemendur en önnur aðstaða er undir berum himni.

Starfsmaður MÚÚ undirbýr aðstöðuna, tekur á móti hópnum og fer yfir helstu atriði er varða notkun og umgengni. Að öðru leyti sjá hóparnir um sig sjálfir varðandi dagskrá.

Til þess að heimsóknin í Lundinn gangi sem best er mælt með að umsjónarmenn hópanna kynni sér vel leiðbeiningar og reglur sem gilda í Lundinum.

Leik- og grunnskólar og frístundamiðstöðvar Reykjavíkur geta nýtt sér aðstöðuna sér að kostnaðarlausu. Panta þarf aðstöðuna með tveggja daga fyrirvara. Lundurinn er opinn sem hér segir:

(september – maí)

  • Mánudagar: 09:00-12:00 / 13:00-16:00
  • Fimmtudagar: 09:00-12:00 / 13:00-16:00

Hægt er að panta aðstöðuna í Lundinum með því að velja dagsetningu í dagatalinu hér fyrir neðan. 

(maí – september)

  • Mánudaga – fimmtudaga: 09:00-12:00 / 13:00-16:00
  • Föstudaga: 09:00-12:00

Til að panta Lundinn yfir sumartíman, vinsamlega sendið tölvupóst á uti@rvkfri.is