ÚT VIL EK - FRÆÐSLA

Út vil ekMiðstöð útivistar og útináms býður starfsfólki skóla og frístundastöðva Reykjavíkurborgar upp á kynningar og fræðslu um útinám og útivist undir formerkjum Út vil ek. Fræðslan er í formi örnámskeiða, fyrirlestra, kynninga, heimsókna og smiðja og er ætluð þeim sem vilja auka við þekkingu sína um útivist og útinám.

ÚTI ER INNI FRÉTTABRÉF

Úti er inni, er fréttabréf sem hóf göngu sína 2015 og er tileinkað öllu er varðar útinám og útikennslu.

Fréttabréfið er eina sinna tegundar á Íslandi og er gefið út sex sinnum á ári. Markmið fréttaveitunnar er að veita útinámi og útikennslu verðskuldaða athygli með því að miðla áhugaverðum upplýsingum og deila vel heppnuðum útiverkefnum starfsstaða SFS.

Fréttablaðið fjallar einnig um skemmtilegar nýjungar, fræðslu, ráðstefnur og virk samstörf er varðar málaflokkinn.

SÁÚ

SÁU eru frjáls félagasamtök áhugafólks um útinám sem hafa það að markmiði að  efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á að kynna gildi útináms og auka faglega færni, þekkingu, gæði og umræðu á því sviði.

Samtök áhugfólks um útinám

TENGLAR UM ÚTINÁM

Hér að neðan er að finna áhugaverða tengla er varða málefni útikennslu og útináms sem verð er að skoða. Þess ber að geta að listinn er langt frá því að vera tæmandi.

SJÁLFBÆRNI

Sjálfbærni er víðfemt hugtak. Með sjálfbærni er almennt átt við getu vistkerfis jarðar til að viðhalda sér þrátt fyrir ágang mannkynsins. Núverandi kynslóðir standa nú frammi fyrir því samfélagslega verkefni að finna hinn gullna meðalveg á að geta notið hinna ýmsu vellystinga nútíma samfélags án þess að ganga á náttúruna.

MÚÚ hefur safnað saman hinum ýmsu gagnlegu tenglum er varða sjálfbærni sem gætu komið að góðum notum.