Verkefnakista Múú

Í verkefnakistu Múú er mýgrútur af verkefnum sem tengjast útinámi og sjálfbærni. Verkefnin eru frá Náttúruskóla Reykjavíkur, Miðstöð útivistar og útináms, Prisma – Erasmus+ verkefni og ýmsum einstaklingum.

Verkefnakista Skóla á grænni grein.

Skólar á grænni grein (Eco-Schools) eru alþjóðlegt verkefni sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Verkefnið er í umsjá Landverndar

Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær  markmiðum sínum fær hann að flagga grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Jörð í hættu

Jörð í hættu!? er nemendastýrt þemaverkefni sem samþættir náttúru- og samfélagsgreinar í unglingadeild. Verkefnið tekur mið af hæfniviðmiðum og lykilhæfni Aðalnámskrár frá 2011 sem byggja á grunnhugmyndum um menntun á 21. öldinni.

Jörð í hættu!? byggist á 5 þemum sem eru Loft, nauðsynjar, Rusl, Vatn og geta til aðgerða.

Öll eru þemun eins uppbyggð; stutt kveikja, umræður, nemendur skipuleggja sig og hanna rannsóknarspurningu og njóta þar leiðsagnar kennara. Nemendur ákveða hvaða viðfangsefni innan þemans þeir taka og einnig á hvaða hátt þeir vinna það og koma því frá sér. Áhersla er lögð á gagnrýna hugsun, sköpun, frumkvæði og frumleika.

Hreint haf

Landvernd hefur gefið út nýtt námsefni um hafið. Rafbókin Hreint haf fjallar um haflæsi (ocean literacy) og áhrif mengunar á hafið. Hafið er notað sem rauður þráður í kennslu um loftslagsbreytingar, neyslu og sjálfbærni.

Haflæs manneskja gerir sér grein fyrir mikilvægi hafsins í lífi okkar og annarra lífvera á jörðinni og vinnur að því að gæta að heilbrigði hafsins. Haflæs manneskja miðlar upplýsingum um hafið á áhrifaríkan hátt og tekur upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í daglegu lífi sem styðja við heilbrigði hafsins.

Saman gegn matarsóun

Matarsóun er umhverfisvandamál. Útblástur gróðurhúsalofttegunda af þeim framleiddu matvælum sem er hent, er metinn á 3,3 gígatonn koltvísýingsígilda á ári. Þá tekur matarsóun upp um 30% af landbúnaðarlandi í heiminum. Að framleiða matvöru, flytja hana langa leið hingað til þess eins að henda henni er mjög ósjálfbær hegðun. Landvernd hefur tekið saman 10 fjölbreytt verkefni um matarsóun í eina rafbók.

Skóli Sameinuðu þjóðanna – Heimsmarkmiðin

Skóli Sameinuðu þjóðanna á Íslandi heldur úti vef með ýmsum myndböndum og hefðbundnum verkefnum um heimsmarkmiðin 17 og undirmarkmið þeirra. Myndböndin eru sniðug leið til að brjóta upp kennslustundina og víkka út sjónarhornið. Hér er einnig ýmiss konar annað kennsluefni og verkefni sem nýtist kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnin eru ólík í sniðum en öll tengjast þau sjálfbærri þróun og Heimsmarkmiðunum.