Úti er inni fréttabréf

Úti er inni er rafrænt fréttabréf um útinám í Reykjavík sem gefið er út annan hvern mánuð af Miðstöð útivistar og útináms.  Markmiðið með útgáfunni er að  ýta undir útinám í borginni og gera sýnilegt það áhugaverða starf sem þegar á sér stað. Úti er inni tekur fyrir áhugaverð og skemmtileg verkefni en fjallar einnig um nýjungar, samstarf, ráðstefnur og fl. er varðar útinám.

Póstlisti

Fréttabréfið er sent rafrænt á starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og aðra sem hafa áhuga á útivist og útinámi. Ef þú ert ekki á póstlistanum og vilt fá þetta fréttabréf sent til þín þá geturðu skráð þig á póstlistann hér að neðan.

Deila efni

Við óskum eftir stuttum greinum og myndum í fréttabréfið um áhugaverð verkefni og efni sem gaman væri að deila. Til að senda okkur efni í fréttabréfið, eða fá nánari upplýsingar má senda okkur tölvupóst á netfangið muu@reykjavik.is

Póstlisti Út vil ek