Velkomin í Perluna

Í samstarfi við Reykjavíkurborg mun Perla norðursins og Náttúruminjasafn Íslands bjóða nemendum 6. og 9. bekkjar í grunnskólum borgarinnar í fræðslu, skemmtun og upplifun á náttúrusýningu Perlunnar.

Náttúrusýningin í Perlunni er gagnvirk sýning sem býður gestum að  fræðast og upplifa undur íslenskrar náttúru án þess að yfirgefa borgina.  Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt sem gerir gestum kleift að vera að fullu þátttakendur í skemmtilegu ferðalagi.

  • 6. bekk er boðið í heimsókn á sýningar Undur íslenskrar náttúru og Vatnið í náttúru Íslands
  • 9. bekk er boðið í heimsókn á sýningu Undur Íslenskrar náttúru auk sýningar á glænýrri eldgosastuttmynd.

Athugið að skráningafrestur var til 31. janúar 2023

Safnaheimsókn 6.og 9. bekkjar

  • Tekið verður á móti hópum 6. og 9. bekkjar alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga á tímabilinu 4.janúar til 1. júní  2023.
  • Hámarksfjöldi nemenda í hverri heimsókn eru 30 börn.
  • Lágmarksfjöldi ábyrgðamanna með hóp eru 2 kennarar auk viðeigandi stuðnings með nemendum með sérþarfir.

Tímasetningar, skiptingar og dagskrárliðir 

  • Hverjum 30 nemenda hóp þarf að skipta í 2 hópa áður en komið er í Perlu.
  • Athugið vel! Starfsmaður í Perlunni tekur á móti hóp við komu en fylgir honum ekki eftir eins og áður var. Kennarar leiða hópa sína sjálfir í gegnum allar sýningar og gæta þess að nemendur blandist vel við aðra sýningargesti.
  • Því miður er ekki hægt að leyfa nemendum að borða nesti í Perlunni á meðan heimsókn stendur.

Athugið! Ekki verður hægt að bjóða upp á rútuþjónustu með heimsókninni í ár svo skólar
verða sjálfir að koma hópum sínum til og frá Perlunni.

Hér er hægt að ná í pdf skjal með upplýsingum um fræðsluna