Velkomin í Perluna vorönn 2022

Í samstarfi við Reykjavíkurborg mun Perla norðursins og Náttúruminjasafn Íslands bjóða nemendum 6. og 9. bekkjar í grunnskólum borgarinnar í fræðslu, skemmtun og upplifun á náttúrusýningu Perlunnar. Skólum býðst, líkt og síðasta skólaár, að bóka rútuþjónustu fyrir hópa sína.

Póstur verður sendur út á alla skóla um leið og opnað hefur verið fyrir bókanir

Náttúrusýningin í Perlunni er gagnvirk sýning sem býður gestum að  fræðast og upplifa undur íslenskrar náttúru án þess að yfirgefa borgina.  Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt sem gerir gestum kleift að vera fullum þátttakendum í skemmtilegu ferðalagi.

Markmið heimsókna

Markmið heimsóknanna er að gefa nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn enn frekar á samspili manns og náttúru. Í Aðalnámskrá grunnskóla skiptast hæfniviðmið um viðfangsefni  nemenda niður í fimm eftirfarandi þætti, sem öll tengjast vel fræðslunni sem sýningar Perlunnar bjóða upp á:

  • Að búa á jörðinni.
  • Lífsskilyrði manna.
  • Náttúra Íslands.
  • Heilbrigði umhverfisins.
  • Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu.
Welcometo Perlan