COVID ÓVISSUÁSTAND

Kæru kennarar. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna í kjölfar Covid ríkir óvissuástand um starfsemi í Perlunni. Unnið er í að finna lausn á málinu svo heimsóknirnar verði áfram í boði þrátt fyrir óvanalegar aðstæður í samfélaginu. Upplýsingapóstur verður sendur út um leið og málið klárast. Með fyrirframþökkum fyrir skilninginn.

Velkomin í Perluna

Í samstarfi við Reykjavíkurborg mun Perla norðursins og Náttúruminjasafn Íslands bjóða nemendum í grunnskólum borgarinnar í fræðslu, skemmtun og upplifun á náttúrusýningu Perlunnar.

Náttúrusýningin í Perlunni er gagnvirk sýning sem býður gestum að  fræðast og upplifa undur íslenskrar náttúru án þess að yfirgefa borgina.  Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt sem gerir gestum kleift að vera fullum þátttakendum í skemmtilegu ferðalagi.

Nemendur í 6. og 9. bekk er boðið í heimsókn á sýninguna Undur íslenskrar náttúru og Vatnið í náttúru Íslands en þessar tvær sýningar tengjast vel námsefni nemenda á þessum tveimur skólastigum.

Í Aðalnámskrá grunnskóla skiptast hæfniviðmið um viðfangsefni  nemenda niður í fimm eftirfarandi þætti, sem öll tengjast vel fræðslunni sem sýningar Perlunnar bjóða upp á:

  • Að búa á jörðinni.
  • Lífsskilyrði manna.
  • Náttúra Íslands.
  • Heilbrigði umhverfisins.
  • Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu.

Upplýsingar um heimsókn

  • Heimsóknum er skipt í tvær lotur eftir árgöngum. 6. bekkur haustönn 2020 og 9. bekkur vorönn 2021. Nánari dagsetningar verða tilkynntar eins fljótt og hægt er.
  • Heimsóknartími er  10:00 – 11:45
  • Hámarksfjöldi nemenda í hverri heimsókn eru 50 börn.
  • Ferðastyrkur að upphæð 20.000 kr. (fyrir hvern 50 barna hóp) er í boði til þeirra skóla sem vilja nýta sér rútu til að komast á staðinn.
Welcometo Perlan