Velkomin í Perluna vorönn 2022
Í samstarfi við Reykjavíkurborg mun Perla norðursins og Náttúruminjasafn Íslands bjóða nemendum 6. og 9. bekkjar í grunnskólum borgarinnar í fræðslu, skemmtun og upplifun á náttúrusýningu Perlunnar. Skólum býðst að bóka rútuþjónustu fyrir hópa sína gegn vægu gjaldi.
Náttúrusýningin í Perlunni er gagnvirk sýning sem býður gestum að fræðast og upplifa undur íslenskrar náttúru án þess að yfirgefa borgina. Tæknin er nýtt til að skapa einstaka upplifun og deila fræðsluefni á nýjan og spennandi hátt sem gerir gestum kleift að vera að fullu þátttakendur í skemmtilegu ferðalagi.
Hægt er að bóka fræðsluheimsókn og rútuþjónustu hér fyrir neðan.