411-5615 muu@reykjavik.is

Perlan og Náttúruminjasafn Íslands

Námsheimsóknir fyrir 6. bekk á sýningar Náttúruminjasafns Íslands og Perlunnar.

Skráning hér fyrir neðan

Perlan og NMSI

Miðstöð útivistar og útináms heldur utan um námsheimsóknir grunnskólanema í Perluna fyrir hönd Reykjavíkurborgar.

Heimsóknin stendur nemendum 6. bekkja í Reykjavík til boða áskólaárið 2024-2025 og er án endurgjalds.

Markmið heimsóknarinnar er að gefa nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á samspili manns og náttúru með góðri upplifun og fræðslu á gagnvirkum náttúrusýningum Perlunnar og Náttúruminjasafns Íslands.

Námsheimsóknir

Heimsóknartímabil: 23 sept. 2024 til 15. maí 2025.

Hámarksfjöldi nemenda í hóp: 30 nemendur. 

Lágmarksfjöldi kennara með hóp: 2 kennarar auk viðeigandi stuðnings með nemendum.

Safnkennari Náttúruminjasafns Íslands (NMSI) tekur á móti hópi við komu í Perluna og leiðir fræðslu og verkefni á sýningu NMSI um Vatnið í náttúru Íslands. Kennarar fá, að því loknu, verkefnablöð frá Perlunni og leiða hópa sína sjálfir í gegnum sýningar um náttúrusýningar Perlunnar.

Bókanir 6. bekkur

Boðið er upp á heimsóknir í Perluna n.k. skólaár (2024-2025) allan veturinn á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 09:30-11:00.

Bókanir fara fram hér:

 

Athugið að:

  • Kennarar bera alfarið ábyrgð á nemendahópi sínum í Perlunni.
  • Skólahópum, líkt og öllum hópum, ber að sýna kurteisi og tillitssemi í umgengni við aðra gesti Perlunnar svo upplifun allra sýningargesta verði góð.
  • Ekki er hægt að leyfa nemendum að snæða nesti í Perlunni á heimsóknartíma.