Græn skref Reykjavíkurborgar

Verkefnið Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins.
Samkvæmt loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun um kolefnishlutleysi árið 2040, sem sett var fram árið 2009 og endurskoðuð 2016, verða allir vinnustaðir Reykjavíkurborgar að tileinka sér grænar áherslur í rekstri og vera aðilar að Grænum skrefum Reykjavíkurborgar.

Grænu skrefin eru fjögur skref með aðgerðum sem hjálpa til við að gera rekstur og starfsemi vistvænni. Í fyrsta skrefi eru einfaldar aðgerðir sem ætti að vera auðvelt fyrir hvern vinnustað að setja í farveg og flestir vinnustaðir hafa jafnvel nú þegar tileinkað sér þær aðgerðir. Síðan í hverju skrefi verða aðgerðirnar veigameiri, þar sem vinnustaðir halda grænt bókhald og setja sér umhverfisleg markmið.

Með þessu er hægt að draga verulega úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni og efla vistvænni innkaup og rekstur.
Sjá nánar hér: http://graenskref.reykjavik.is/