Skíðað skólatíma var tilraunaverkefni 2018-2019 á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið var samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og tveggja grunnskóla í Reykjavík.
Markmið verkefnisins sem var framkvæmt var að:
- Athuga möguleikana á því hvernig hægt væri að gefa nemendum í 2.bekk tækifæri til að prófa skíði.
- Meta kosti og galla framkvæmdarinnar áður en svipað tilboð myndi standa öllum skólum í Reykjavík til boða.
- Fá reynslu í móttöku skólahópa á skíðasvæðin í borginni með áherslu á þjónustu við byrjendur.
- Fá endurgjöf frá nemendum, kennurum og foreldrum.
Félagsfærni, sjálfsefling og heilbrigði
Skíðaiðkun styrkir félagsfærni, ýtir undir sjálfseflingu og eykur heilbrigði barna en þessir þættir eru þrír af grundvallarþáttum Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Skíðaiðkun gefur börnum sameiginlega reynslu án keppni, áskoranir og persónlega sigra ásamt tengingu við náttúruna.