411-5615 muu@reykjavik.is

SKÍÐAÐ Á SKÓLATÍMA MEÐ 2. BEKK  

… er tilraunaverkefni á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt.

MARKMIÐ VERKEFNISINS ER AÐ:

• gefa nemendum í 2.bekk tækifæri til að prófa skíði.
• fá reynslu í móttöku skólahópa á skíðasvæðin í borginni með áherslu á þjónustu við byrjendur.
• fá endurgjöf frá nemendum, kennurum og foreldrum.

DAGSETNING OG TÍMASETNING

Nákvæm dagsetning skíðadagsins fer eftir veðri og aðstæðum í brekkum, ásamt fjölda þeirra skóla sem vilja taka þátt. Ekki verður hægt að gefa út fyrir fram sérstaka dagsetningu, heldur er fundin dagsetning nokkra daga fram í tímann með tilliti til veðurs, í samstarfi við hvern skóla. Heimsóknin fer fram fyrir hádegi.

 

LEIÐBEINENDUR

MÚÚ verður með starfsmenn og skíðakennara á staðnum en þar sem við höfum stuttan tíma og fyrstu mínúturnar snúast um frekar einföld atriði er betra að margir taki þátt í að leiðbeina.  Við óskum því eftir að kennarar (og unglingar/foreldrar) taki þátt í að aðstoða börnin í brekkunum, (þurfa ekki að vera á skíðum, en ekki verra).

 

STÆRÐ HÓPS OG LENGD KENNSLUSTUNDAR

Gert að ráð fyrir að hver hópur sé ekki stærri en 20 börn því það er erfitt fyrir okkur að þjónusta stærri hóp en það. Hver hópur hefur tæplega 1 klst. á skíðum. Þar sem við höfum ekki góða aðstöðu, er erfitt fyrir hópa að bíða í langan tíma á staðnum eftir að röðin komi að þeim.

 

BÚNAÐUR

MÚÚ hefur skíðabúnað fyrir rúmlega 20 börn, (skíði, skíðaskó, hjálm). Þegar búið er að skrá þátttöku munum við senda ykkur skjalið skráning á búnaði. Mikilvægt er að fylla samviskusamlega út skjalið, til að auðvelda og flýta fyrir móttöku hópsins þannig að allir fá viðunandi búnað og rétt stilltan.

HVAR VERÐUR SKÍÐADAGURINN?

Skíðadagurinn fer fram í skíðabrekkunum í Ártúnsbrekku og Grafarvogsbrekku. Nákvæm staðsetning er í samstarfi við viðkomandi skóla og aðstæður í brekkum, (sjá umsókn).

AFHVERJU AÐ TAKA ÞÁTT?

Börn á grunnskólaaldri hafa ekki fengið markvissa kynningu á skíðaiðkun í grunnskólum í Reykjavík. Mjög fáir skólar fara á skíði með nemendur og þá er það yfirleitt gert í efri bekkjum, oft í tengslum við eða á vegum félagsmiðstöðva. Mörg börn hafa ekki aðgang að búnaði eða stuðningi að heiman til að prófa skíði. Þau börn sem hafa tækifæri á að prófa skíði eiga yfirleitt aðstandendur sem skíða sjálfir.

FÉLAGSFÆRNI, SJÁLFSEFLING OG HEILBRIGÐI

Skíðaiðkun styrkir félagsfærni, ýtir undir sjálfseflingu og eykur heilbrigði barna en þessir þættir eru þrír af grundvallarþáttum Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Skíðaiðkun gefur börnum sameiginlega reynslu án keppni, áskoranir og persónulega sigra ásamt tengingu við náttúruna.

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Nánari upplýsingar má fá í síma 411-5615 eða með því að senda tölvupóst á muu@rvkfri.is