411-5615 muu@reykjavik.is

Skíðað á skólatíma

Skíðað á skólatíma er tilraunaverkefni með 2. bekk á skóla- og frístundasviði í umsjón Miðstöðvar útivistar og útináms, Gufunesbæ. Verkefnið er samstarfsverkefni MÚÚ, Skíðasvæðanna í borginni og þeirra grunnskóla í Reykjavík sem vilja taka þátt.

Skráning hér fyrir neðan

MARKMIÐ

Gefa nemendum í 2.bekk tækifæri til að stíga sín fyrstu skref á skíðum í öruggum aðstæðum og fá réttu handbrögðin við notkun diskalyfta.

Gefa börnum jöfn tækifæri til að kynnast skemmtilegri og heilsusamlegri iðju óháð því hvort foreldrar og forráðamenn búa yfir færni eða hafa áhuga til að kenna börnum sínum á skíði. 

Skíðaiðkun styrkir félagsfærni, ýtir undir sjálfseflingu og eykur heilbrigði barna en þessir þættir eru þrír af grundvallarþáttum Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Skíðaiðkun gefur börnum sameiginlega reynslu án keppni, áskoranir og persónulega sigra ásamt tengingu við náttúruna.

BÚNAÐUR

Allir þátttakendur, skíðað á skólatíma, fá viðeigandi búnað; skíði, skíðaskó og hjálm.

Þegar búið er að skrá þátttöku fær kennari sent eyðublað þar sem veita þarf stærðarupplýsingar fyrir hvert barn – skráning á búnaði. 

Mikilvægt er að fylla samviskusamlega út skjalið, til að auðvelda og flýta fyrir móttöku hópsins þannig að allir fái búnað við hæfi. 

DAGSETNING OG TÍMASETNING

  • Heimsóknin er 90 mínútur og fer fram fyrir hádegi.
  • Nákvæm dagsetning skíðadagsins fer eftir veðri og aðstæðum í brekkum og því ákveðin, í samstarfi við hvern skóla, með stuttum fyrirvara.

STÆRÐ HÓPS OG LENGD KENNSLUSTUNDAR

  • Hámark hópastærðar eru 20 börn
  • Óskað er eftir aðstoð annarra kennara og/eða foreldra.

STAÐSETNING

  • Skíðadagurinn fer fram í skíðabrekkunum í Ártúnsbrekku og Grafarvogsbrekku.
  • Nákvæm staðsetning er í samstarfi við viðkomandi skóla og aðstæður í brekkum, (sjá umsókn).

SKRÁNING

Nánari upplýsingar má fá í síma 411-5615 eða með því að senda tölvupóst á muu@rvkfri.is