Út vil ek – örnámskeiðin eru fyrir alla kennara og leiðbeinendur sem vilja auka við þekkingu sína í útinámi og útivist. Markmið námskeiðanna er að hvetja kennara og leiðbeinendur til að nýta sér útikennslu í starfi með börnum og unglingum.
Námskeiðin eru einnig opin nemendum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands sem eru skráðir í tómstunda- og félagsmálafræði og íþrótta- og heilsufræði. Hver nemandi getur skráð sig á tvö námskeið sér að kostnaðarlausu með því að gefa upp aðgangsnúmer HÍ. Kennari gefur upp aðgangsnúmer.
Nauðsynlegt er að skrá sig með @hi.is netfangi. Staðfesting á skráningu ætti að berast innan 1 klst.
Öll námskeiðin eru haldin utandyra og því þurfa allir þátttakendur að klæða sig eftir veðri og vera tilbúnir í útiveru.
Við biðjumst velvirðingar á tæknilegum vandræðum í gær (12.sept), en nú ætti bókunarkerfið að virka og birtast öllum hér fyrir neðan. Það gæti tekið nokkrar sekundur að birtast. Ef bókunarkerfið birtist ekki, þá er hægt að smella hér til að fara á aðra bókunarsíðu.