Út vil ek – örnámskeiðin eru fyrir alla kennara og leiðbeinendur sem vilja auka við þekkingu sína í útinámi og útivist. Markmið námskeiðanna er að hvetja kennara og leiðbeinendur til að nýta sér útikennslu í starfi með börnum og unglingum.

Námskeiðin eru einnig opin nemendum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands sem eru skráðir í tómstunda- og félagsmálafræði og íþrótta- og heilsufræði. Hver nemandi getur skráð sig á tvö námskeið sér að kostnaðarlausu með því að gefa upp aðgangsnúmer HÍ. Kennari gefur upp aðgangsnúmer.

Nauðsynlegt er að skrá sig með @hi.is netfangi. Staðfesting á skráningu ætti að berast innan 1 klst.

Öll námskeiðin eru haldin utandyra og því þurfa allir þátttakendur að klæða sig eftir veðri og vera tilbúnir í útiveru.