Rútuþjónusta - Sjóferð um sundin

RútuþjónustaMiðstöð útivistar og útináms býður  þeim grunnskólum Reykjavíkur, sem bókað hafa hópinn sinn í Siglt um sundin blá, að nýta sér niðurgreidda rútuþjónustu til og frá Faxaflóahöfn.

Rútan tekur að hámarki 55 farþega (nemendur og starfsfólk), kostar 12.000 kr. báðar leiðir og bókast hér að neðan.

Athugið að einungis er um að ræða eina rútu sem sinnir einnig öðrum verkefnum – svo fyrstir koma, fyrstir fá!

Sjóferð um sundin

Sjóferð um sundin er skemmtileg og lærdómsrík sjóferð í boði Faxaflóahafna sf., á Faxaflóahafnasvæðinu. Við skipulagningu á þessari sívinsælu sjóferð hefur fyrirtækið fengið sér til liðs tvo aðila, Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og Sérferðir (Special Tours).

Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn sér um kynningu verkefnis og þátttökuskráningu ásamt því að útvega leiðbeinendur í sjóferðirnar og annast gerð námsgagna.

Sérferðir (Special tours) leggur  fram skipakosti fyrir ferðina.