News

Norðurslóð

Úti er ævintýri

Miðstöð útivistar og útináms býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaðri skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“.  Dagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Starfsmenn Miðstöðvar útivistar og útináms taka á móti hópum í fyrirfram ákveðna dagskrá. Í lok hverrar dagskrár er farið á  útieldunarsvæðið Lundinn þar sem boðið er upp á léttar veigar í upphituðu tjaldi áður en haldið er heim. Bóka þarf í dagskrá á heimasíðu MÚÚ:  https://muu.reykjavik.is/uti-er-aevintyri/

Norðurslóð vetrarprógram

Norðurslóð

Vetrardagskráin okkar ber heitið, Norðurslóð, og fjallar um lifnaðarhætti manna og dýra á norðlægum slóðum. Markið dagskrárinnar er að vekja nemendur til umhugsunar um hvað er sammerkt með þeim sem búa á norðurhveli jarðar og vekja athygli á þeim miklu breytingum sem nú eru að að eiga sér þar stað, sökum hnattrænnar hlýnunar.

Norðurslóð kveikja

Ratleikur á svæði Gufunesbæjar

Dagskráin er sett upp sem ratleikur á svæði Gufunesbæjar. Nemendum er skipt upp í litla hópa sem vinna saman og leita að stöðvum sem hafa verið settar upp á svæðinu. Á hverju svæði leysa hóparnir verkefni tengdu efninu. Uppsetning ratleiksins og verkefni eru aðlöguð að mismunandi aldursstigum.

Yngsta stig

Nemendur á yngsta stigi grunnskóla vinna með kort til að finna þessa 10 staði. Hver og einn staður geymir mikilvægar upplýsingar um menn eða dýr á norðurslóðum auk bókstafs sem þau eiga að finna og nýta sér til að komast að leyniorði í enda leiks.

Miðstig

Nemendur á miðstigi vinna með spjaldtölvur og GPS punkta  í ratleikjaforritið Actionbound til að finna staðina 10. Á hverri stöð þurfa nemendur að skanna inn QR kóða og fá þá verkefni til að leysa.

Norðurslóð Actionbound

Eldstæðið

Mikilvægur vettvangur fyrir góðar vangaveltur og spjall er eldstæðið. Tekið er á móti öllum hópum með logandi eldi sem nýttur er til að hita vatn. Að leik loknum er hópunum boðið upp á heitt kakó og léttar veigar áður en haldið er tilbaka í skólann.

 

Kakó og kósí