News

Miðstöð útivistar og útináms býður upp á skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaðri skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“.  Vordagskráin okkar er tileinkuð unglingastigi og ber heitið, Neysluveislan. Neysluveislan er umhverfismiðaður og skemmtilegur snjall-ratleikur sem tekur fyrir málefni ábyrgrar neyslu og framleiðslu.

Efni dagskrárinnar er tileinkað umhverfismálum með sérstakan fókus á tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Verkefnið tekur á vistfræðilegum fótsporum helstu neysluflokka einstaklinga og veltir upp hvað við getum gert til að gera lifnaðarhætti okkar sem sjálfbærasta.

Neysluveislan í hnotskurn

  • Tímabil: 13.04.-19.05.2021
  • Tímasetning: þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10H00-12H00
  • Aldursstig og fjöldi: Unglingastig (8-10 bekkur) – einn bekkur (mest 30 börn)
  • Dagskrá: Snjallratleikur unnin í spjaldtölvum (Actionbound)
  • Efnistök: Neysluveislan – Sjálfbærni-ábyrg neysla og framleiðsla
  • Tenging við Aðalnámskrá grunnskóla: Neysluveislan er beintengd inn í menntagildi og megintilgang náttúrugreina en kemur einnig inn á upplýsinga – og tæknimennt.
  • Sérstakar áherslur: náttúru- og umhverfisvitund, sjálfbærni, sjálfsefling.

 

ATHUGIÐ! Á þriðjudögum og föstudögum stendur skólum til boða að þiggja rútuþjónustu fyrir hópinn, frá og til skóla, sér að kostnaðarlausu. Rútuferðir bókast sér. Ekki er unnt að bjóða rútuferðir á miðvikudögum og verða þeir skólar að koma sér sjálfir á staðinn.

Bókanir á dagskrá og rútuþjónustu má finna HÉR

Norðurslóð vetrarprógram

Úti er ævintýri 2020-2021

Úti er ævintýri er heitið á útinámsdagskrá Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ),  þar sem starfsmenn teymisins taka á móti hópum í fyrirfram skipulagða útidagskrá á heimasvæði sínu í Gufunesbæ. Dagskráin er ókeypis og er tileinkuð skóla- og frístundastarfi í Reykjavík  og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Dagskráin er árstíðarmiðuð og miðuð út frá Aðalnámskrá hvers skólastigs fyrir sig. Hún er því með mismunandi sniði og áherslum eftir aldri hópa og árstíðum. Bókanir og frekari upplýsingar um dagskrárnar er að finna á heimasíðu miðstöðvarinnar.

Úti er ævintýri

Haustdagskrá – Stærðfræðiratleikur

Haustdagskráin var að þessu sinni tileinkuð útistærðfræði, almennum brotum, tugabrotum og mælingum og hönnuð fyrir miðstig grunnskóla. Dagskráin var í formi 12 stöðvar ratleiks sem settur var upp í ratleikjaforritinu Actionbound. Nemendur fundu staðsetningar hverrar stöðvar með GPS punkti og unnu áþreyfanleg verkefni á hverjum stað auk þess að svara spurningum. Markmið verkefnanna var að nálgast viðfagnsefnið út frá sem fjölbreyttustum leiðum til að auka skilning og samhengi mismunandi birtingamynda brotareiknings og mælinga.

Bogfimi

Jóladagskrá – Jólasveinaratleikur

Jóladagskráin okkar var að vanda helguð jólasveinunum okkar þrettán. Ratleikurinn var hannaður fyrir leikskóla- og yngsta stig en útfærður mismunandi fyrir hvern aldur. Unnið var markvist með jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum, bundið mál, bókstafi, gömul íslensk orð, hreyfingu og gleði. Þrettán stöðvum með myndum og ljóðum var komið fyrir víðsvegar um útisvæði Gufunesbæjar. Krakkarnir áttu að finna staðina með hjálp korts eða GPS punkts og finna út hvaða jólasveinn væri þar á ferð. Hjá hverjum jólasvein var stafarugl sem þurfti að leysa.Jólasveinratleikurinn var settur upp í ratleikjar forritinu Actionbound. Yngri krakkarnir fylgdu leiðbeinendum sínum og kennurum í leiknum en nemendur 2-4. bekkjar leystu þrautirnar með aðstoð liðsfélaga og spjaldtölvu.

Gluggagægir

Vetrardagskrá – Norðurslóð

Vetrardagskráin okkar var sérsniðin að Norðurslóðum og hönnuð út frá yngsta- og miðstigi grunnskóla. Dagskráin var sett upp sem ratleikur þar sem nemendur þurfti að finna 10 stöðvar á svæði Gufunesbæjar og leysa verkefni. Rauði þráður dagskrárinnar voru lifnaðarhættir manna og dýra á norðurhjara veraldar sem óhjákvæmilega kemur inn á loftlagsbreytingar. Krakkarnir leystu verkefnin í litlum hópum og mikið var lagtupp úr samvinnu. Nemendur yngsta stigs fundu stöðvarnar með hjálp korts af svæðinu, fræddust um þjóðflokk, dýr eða land á norðurslóðum og þurftu að finna leyniorð með hjálp þessara upplýsinga. Miðstig notaði spjaldtölvur og GPS punkt til að finna staðsetningarnar og leystu verkefni á hverjum stað.

Norðurslóð

Vordagskrá – Hvað getum við gert?

Vordagskráin okkar verður tileinkuð umhverfisumhyggju og valdaeflingu ungmenna í umhverfismálum.

Umhverfisumhyggja

Norðurslóð

Úti er ævintýri

Miðstöð útivistar og útináms býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaðri skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“.  Dagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Starfsmenn Miðstöðvar útivistar og útináms taka á móti hópum í fyrirfram ákveðna dagskrá. Í lok hverrar dagskrár er farið á  útieldunarsvæðið Lundinn þar sem boðið er upp á léttar veigar í upphituðu tjaldi áður en haldið er heim. Bóka þarf í dagskrá á heimasíðu MÚÚ:  https://muu.reykjavik.is/uti-er-aevintyri/

Norðurslóð vetrarprógram

Norðurslóð

Vetrardagskráin okkar ber heitið, Norðurslóð, og fjallar um lifnaðarhætti manna og dýra á norðlægum slóðum. Markið dagskrárinnar er að vekja nemendur til umhugsunar um hvað er sammerkt með þeim sem búa á norðurhveli jarðar og vekja athygli á þeim miklu breytingum sem nú eru að að eiga sér þar stað, sökum hnattrænnar hlýnunar.

Norðurslóð kveikja

Ratleikur á svæði Gufunesbæjar

Dagskráin er sett upp sem ratleikur á svæði Gufunesbæjar. Nemendum er skipt upp í litla hópa sem vinna saman og leita að stöðvum sem hafa verið settar upp á svæðinu. Á hverju svæði leysa hóparnir verkefni tengdu efninu. Uppsetning ratleiksins og verkefni eru aðlöguð að mismunandi aldursstigum.

Yngsta stig

Nemendur á yngsta stigi grunnskóla vinna með kort til að finna þessa 10 staði. Hver og einn staður geymir mikilvægar upplýsingar um menn eða dýr á norðurslóðum auk bókstafs sem þau eiga að finna og nýta sér til að komast að leyniorði í enda leiks.

Miðstig

Nemendur á miðstigi vinna með spjaldtölvur og GPS punkta  í ratleikjaforritið Actionbound til að finna staðina 10. Á hverri stöð þurfa nemendur að skanna inn QR kóða og fá þá verkefni til að leysa.

Norðurslóð Actionbound

Eldstæðið

Mikilvægur vettvangur fyrir góðar vangaveltur og spjall er eldstæðið. Tekið er á móti öllum hópum með logandi eldi sem nýttur er til að hita vatn. Að leik loknum er hópunum boðið upp á heitt kakó og léttar veigar áður en haldið er tilbaka í skólann.

 

Kakó og kósí