Út vil ek

Miðstöð útivistar og útináms býður starfsfólki skóla og frístundastöðva Reykjavíkurborgar upp á kynningar og fræðslu um útinám og útivist undir formerkjum Út vil ek. Fræðslan er í formi örnámskeiða, fyrirlestra, kynninga, heimsókna og smiðja og er ætluð þeim sem vilja auka við þekkingu sína um útivist og útinám.

Markmið fræðslunnar er að hvetja kennara og leiðbeinendur til að nýta sér útikennslu og útivist í starfi með börnum og ungmennum.

MÚÚ sér um skipulag og utanumhald fræðslunnar. Leiðbeinendur fræðslu eru ýmist úr hópi MÚÚ teymis, sérfræðingar á sínu sviði eða sérvaldir starfsmenn starfsstaða.

Hugmyndir af fræðslu vel þegnar

Starfsstaðir eru eindregið hvattir til þess að HAFA SAMBAND, óska eftir fræðslu fyrir starfsfólk sitt og/eða koma með hugmyndir að fræðslu sem gætu nýst vel í starfi.

Út vil ek námskeið 2020-2021

Skipulögð fræðsla fyrir skólaárið 2020-2021 er í biðstöðu vegna Covid. Námskeiðin sem skráð hafa verið fyrir haustönn 2020 eru eftirfarandi og munu tímasetningar tilkynntar um leið og forsenda er fyrir að safna saman hópi fólks á öruggan hátt.

  • Útinám-Fyrstu skrefin
  • Útieldun – Opnar hlóðir og útieldhús
  • Ævintýra „action“ námskeið
  • Hjólaviðhald og léttar viðgerðir
  • Grenndarsvæði – Útikennslustofa fyrir alla

HÉR má sjá yfirlit yfir þá fræðslu sem haldin var á síðasti ári.

Takk fyrir skilninginn

Útinám