Úti er ævintýri

Miðstöð útivistar og útináms býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaðri skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Dagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Starfsmenn miðstöðvar útivistar og útináms taka á móti hópum í fyrir fram ákveðna dagskrá. Í lok hverrar dagskrár er farið á útieldunarsvæðið Lundinn þar sem boðið er upp á léttar veigar í upphituðu tjaldi áður en haldið er heim.

Dagskráin er árstíðarmiðuð og miðuð út frá Aðalnámskrá hvers skólastigs fyrir sig. Hún er því með mismunandi sniði og áherslum eftir aldri hópa og árstíðum.

Ábendingar og fyrirspurning um námskeiðin má senda á muu@reykjavík.is

Verið velkomin í Úti er ævintýri og munið að mæta vel klædd til útiveru!

Haustdagskrá 2021

 • 5. október til 11. nóvember
 • Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 10:00 til 12:00
 • Unglingastig grunnskóla (8.-10. bekkur)
 • NEYSLUVEISLAN – Snjallratleikur um ábyrga neyslu og framleiðslu
 • Upplýsingar um Neysluveisluna

Jóladagskrá 2021

 • 23. nóvember – 16. desember
 • Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 10:00 til 12:00 // 14:00-16:00
 • Leikskóli og yngsta stig grunnskóla (1.-4. bekkur), frístund
 • JÓLASVEINAFERÐALAG – ferðast með íslensku jólasveinunum um helstu náttúruperlur landsins (ratleikur)

Vetrardagskrá 2022

 • 18. janúar til 10. mars
 • Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 10:00 til 12:00
 • Miðstig grunnskóla (5.-7. bekkur)
 • EIN JÖRÐ – rafrænn ratleikur byggður barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Nemendur ferðast til mismunandi staða á jörðinni, kynnast jafnöldrum frá mismunandi heimshornum og heyra sögu þeirra.

Vordagskrá 2022

 • 22. mars til 19. maí 
 • Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 10:00 til 12:00 // 14:00-16:00
 • Ynsta stig grunnskóla (1.-4. bekkur), frístund
 • DÝR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU – ratleikur sem tekur á mikilvægi lífbreytileika fyrir allt líf á jörðinni. Börnin ferðast um allan heim og hitta dýr í útrýmingarhættu.