Úti er ævintýri

Miðstöð útivistar og útináms býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaðri skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Útinámsdagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Viðfangsefnin eru árstíðarmiðuð og unnin út frá Aðalnámskrá hvers skólastigs fyrir sig. Þau eru því með mismunandi sniði og áherslum eftir aldri hópa og árstíðum. Starfsmenn Miðstöðvar útivistar og útináms taka á móti hópum í fyrir fram ákveðna dagskrá. Í lok hverrar dagskrár er farið á útinámssvæðið Lundinn þar sem boðið er upp á léttar veigar í upphituðu tjaldi áður en haldið er heim.

*Rútuþjónusta vorönn 2022

Vorönn 2022 verður boðið upp á rútuþjónustu með útinámsdagskránni á þriðjudögum og fimmtudögum.  Rútuþjónustan bókast sér og kostar  12.000 kr. frá og til starfsstað.

Verið velkomin í Úti er ævintýri og munið að mæta vel klædd til útiveru!

Vordagskrá 2022

  • 22. mars til 13. maí 
  • Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 10:00 til 12:00 // 14:00-16:00
  • Ynsta stig grunnskóla (1.-4. bekkur) og frístund
  • DÝR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU – ratleikur sem tekur á mikilvægi lífbreytileika fyrir allt líf á jörðinni. Börnin ferðast um allan heim og hitta dýr í útrýmingarhættu.
  • Skólum og frístundaheimilum stendur til boða að bóka rútuþjónustu á þriðjudögum og fimmtdögum með dagskránni. Þjónustan bókast sér og kostar 12.000 kr. frá og til starfsstað.