Miðstöð útivistar og útináms býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaðri skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Útinámsdagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms.
- Haustdagskrá – Miðstig – Stærðfræðiratleikur 6. september – 3. nóvember 2022
- Jóladagskrá – Leikskóla- og yngsta stig – Jólamýsluratleikur 14. nóvember – 16. desember 2022
- Vetrardagskrá – 2.-4. bekkur – Málfræðihringekja 16. janúar – 10. mars 2023
- Vordagskrá – Unglingastig – Neysluveislan – umhverfisratleikur 21. mars – 12. maí 2023