Út í bláinn snýst um að auka aðgengi leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva að útivistarsvæðum í Reykjavík til að nota markvisst í starfi með börnum og unglingum. Það felst meðal annars í því að hafa aðgang að skjóli, salernisaðstöðu og hugmyndum að verkefnum.

Í augnablikinu er bara um að ræða tvær staðsetningar, en vonast er til að fleiri svæði bætist við fljótlega.

  • Elliðaárdalur – Lyftuhúsið við Ártúnsbrekku
  • Frísundagarðurinn við Gufunesbæ – Lundurinn útikennslustofa

Nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram og nota netfang á vegum Reykjavíkurborgar við skráningu. Upplýsingar um aðgengi eru sendar í tölvupósti eftir að búið er að skrá sig.

Elliðaárdalur

Frístundagarðurinn í Gufunesi