Úti er ævintýri
Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) býður uppá skemmtilega og fræðandi dagskrá tileinkaða skóla- og frístundastarfi í Reykjavík undir nafninu „Úti er ævintýri“. Dagskráin er ókeypis og er liður í því að styðja skóla- og frístundaheimili Reykjavíkur í að tileinka sér kosti nærumhverfis til náms. Starfsmenn MÚÚ taka á móti hópum í fyrir fram ákveðna dagskrá sem er árstíðarmiðuð, unnin út frá aðalnámskrá og aðlöguð hverju skólastigi fyrir sig.
Skráning hér fyrir neðan

EIN JÖRÐ
Nemendur ,,ferðast” til mismunandi staða á jörðinni og fá að heyra sögu jafnaldra sinna frá ólíkum heimshornum. Barnasáttmáli SÞ og mannréttindi eru í hávegum höfð.
-
- Tímabil: 14. janúar til 14.mars 2025
- Aldur: Miðstig (5.-7. bekkur)
- Tími: Þrið. mið. og fimmtudaga kl. 10:00 til 12:00
- Hópastærð: Hámark 30 nemendur – 6 litlir hópar
- Staðsetning: Frístundagarðurinn við Gufunesbæ
- Tímabil: 14. janúar til 14.mars 2025

DÝR Í ÚTRÝMINGARHÆTTU
Ratleikur sem tekur á mikilvægi lífbreytileika fyrir allt líf á jörðinni. Börnin ferðast um allan heim og kynnast dýrum í útrýmingarhættu.
-
- Tímabil: 18. mars til 16. maí 2025
- Aldur: 2.-4. bekkur grunnskóla
- Tími: Þrið. mið. og fimmtudaga kl. 10:00 til 12:00
- Hópastærð: Hámark 30 nemendur – 6 litlir hópar
- Staðsetning: Frístundagarðurinn við Gufunesbæ
- Tímabil: 18. mars til 16. maí 2025