Útinám og útikennsla
Útikennsla er heildstæð og skilvirk kennsluaðferð þar sem nám er fært út fyrir veggi skólans. Aðferðin gerir nemendum kleift að takast á við námsefni á fjölbreyttan,skemmtilegan og óhefðbundinn hátt. Útikennsluna má samþætta við allar námsgreinar skólans sem eykur fjölbreytni í kennslu, dýpkar skilning nemenda á námsefni sínu og brýtur upp hefðbundið kennsluform.
Nemendur æfast í að fara út fyrir hefðbundinn hugsunarramma og takast á við áþreyfanleg verkefni undir berum himni. Útikennsla gerir nemendum kleift að upplifa náttúru og umhverfi, beita öllum skilningarvitum, fá aukna hreyfingu og takast á við raunverulegar aðstæður. Þar að auki styrkir útikennsla félagsleg tengls og umhverfisvitund.
Skipulagning útikennslu
Við hjá MÚÚ vitum vel að útikennsla krefst fullvaxta hugmyndaflugs, góðs undirbúnings og tímafreks skipulags. Við bjóðum því uppá eftirfarandi þjónustu til að liðka til við framkvæmd útikennslu:
Úti er ævintýri
Úti er ævintýri er dagskrá þar sem tekið er á móti hópum frá grunnskólum í fyrirfram skipulagt verkefni í Gufunesbæ. Starfsmenn MÚÚ sjá um móttöku hóps, verkefni og framkvæmd. Nánari upplýsingar og skráning hér.