Rútuþjónusta fyrir starfsstaði SFS

Miðstöð útivistar og útináms býður öllum starfsstöðum SFS að nýta sér rausnalega niðurgreidda rútuþjónustu í formi hópferða innanbæjar,  tímabilið apríl til júlí 2021. Við köllum þessa þjónustu Út og suður ! 🙂

Sjá hér auglýsingu (pdf) til að prenta út!

Út og suður

  • Tímabil: apríl-júlí 2021
  • Tími: Allir virkir dagar milli 09:00-15:00
  • Hópastærð: Hámarksfjöldi er 55 farþegar (börn og ábyrgðarmenn)
  • Fyrir hvern: Hópa frá starfsstöðum SFS
  • Kostnaður ferðar: 8000 kr. (óháð fjölda)
  • Greiðsla: Reikningur sendur til starfsstaðar (Gefa þarf upp númer kostnaðarstaðs við bókun)

ATHUGIÐ!

  • Rútuskutl báðar leiðir (fram og til baka) krefst tveggja bókana. Kostnaður er því samtals 16.000 kr.
  • Starfsstaðir bera ábyrgð á mögulegum skemmdum sem kunna að hljótast á hópbifreið vegna hópa á þeirra vegum.
  • Eingöngu er hægt að bóka þjónustu með því að nota netfang frá Reykjavíkurborg.
  • Aðeins er um eina rútu að ræða og því takmarkað framboð.

Hægt er að panta rútu hér fyrir neðan.

Við kolefnisjöfnum ferðina í samstarfi við

Um rútuþjónustuna

Út og suður er tilraunaverkefni og hluti af stærra úrræði sem hrint var af stað á erfiðum tímum Covid farsóttar. Hún er okkar leið til að koma til móts við allar menntastofnanir SFS,  í skertri og flókinni starfssemi á erfiðum tímum. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) og SBA Norðurleið. Með þeirra dygga stuðningi höfum við, auk Út og suðurs, getað boðið upp á fríar rútuferðir fyrir hópa SFS í eftirfarandi námstækifæri vorönn 2021:

Við eigum þá ósk eina að þetta tilraunaverkefni verði að framtíðarverkefni svo við getum haldið áfram að létta á með starfsfólki SFS og gera börnum borgarinnar kleift að sækja heim þá frábæru námsþjónustu sem þeim stendur til boða utan veggja skólans.

Ábendingar og fyrirspurning um rútuþjónustuna má senda á muu@reykjavík.is