Rútuþjónusta fyrir starfsstaði SFS

Miðstöð útivistar og útináms býður upp á mikið niðurgreidda rútuþjónustu á vorönn 2022 í nánu samstarfi við SBA. Hér ræðir um eina 55 sæta rútu ásamt bílstjóra sem mun þjónusta starfsstaði SFS eftir fremsta megni.

Innanbæjarskutl – (í boði til 20. maí 2022)

Hægt er að panta innanbæjarskutl með því að senda póst á muu@reykjavík.is eða hringja í  824-4471. Rútan er 55 sæta og kostar skutlið 12.000 kr. báðar leiðir.

Heilsdagsferð – (í boði frá 23. maí – 1. Júlí 2022)

Hægt er að panta heilsdagsferð hér fyrir neðan. Rútan er 55 sæta og kostar 65.000 kr. Verð miðast við 7 klst. og 200 km

Út og suður

Þjónustan er  tilraunaverkefni  sem hrint var af stað á erfiðum tímum Covid farsóttar. Hún er okkar leið til að koma til móts við allar menntastofnanir SFS,  í skertri og flókinni starfssemi á erfiðum tímum. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) og SBA Norðurleið.

Við eigum þá ósk eina að þetta tilraunaverkefni verði að framtíðarverkefni sem við getum boðið starfsstöðum upp á, allan ársins hring. Við viljum geta haldið áfram að létta á með starfsfólki SFS og gera börnum borgarinnar kleift að sækja heim þá frábæru námsþjónustu sem þeim stendur til boða utan veggja skólans.

Ábendingar og fyrirspurning um rútuþjónustuna má senda á muu@reykjavík.is