Rútuþjónusta SFS

Þjónustan var tilraunaverkefni  sem hrint var af stað á erfiðum tímum Covid farsóttar. Hún var okkar leið til að koma til móts við allar menntastofnanir SFS,  í skertri og flókinni starfssemi á erfiðum tímum. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS) og SBA Norðurleið. Verkefnið var keyrt 2020-2021 & 2021-2022

Miðstöð útivistar og útináms hefur óskað eftir því við SFS að haldið verði áfram að þróa rútuþjónstu fyrir föst fræðslutilboð. Ef eitthvað er að frétta af þeim málum munum við birta upplýsingar um það hér, ásamt því að senda upplýsingapóst á starfsstaði SFS.