411-5615 muu@reykjavik.is

ÚT VIL EK – NÁMSKEIÐ

 

FRÆÐSLA UM ÚTINÁM OG ÚTIKENNSLU

Miðstöð útivistar og útináms býður starfsfólki skóla og frístundastöðva Reykjavíkurborgar upp á kynningar og fræðslu um útinám og útivist undir formerkjum Út vil ek. Fræðslan er í formi örnámskeiða, fyrirlestra, kynninga, heimsókna og smiðja og er ætluð þeim sem vilja auka við þekkingu sína um útivist og útinám.

Markmið fræðslunnar er að hvetja kennara og leiðbeinendur til að nýta sér útikennslu og útivist í starfi með börnum og ungmennum.

MÚÚ sér um skipulag og utanumhald fræðslunnar. Leiðbeinendur fræðslu eru ýmist úr hópi MÚÚ teymis, sérfræðingar á sínu sviði eða sérvaldir starfsmenn starfsstaða.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ HÉR FYRIR NEÐAN

Starfsfólk Reykjavíkurborgar getur skráð sig á námskeið þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðgjald er 4.000 kr. fyrir þá sem starfa ekki hjá Reykjavíkurborg.

Eftirfarandi námskeið eru í boði:

HUGMYNDIR AF FRÆÐSLU UM ÚTINÁM FYRIR STARFSSTAÐI

Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) býður starfsstöðum SFS upp á örnámskeið fyrir starfshópa sína. Námskeiðin eru öll tengd útinámi og eru haldin af starfsfólki MÚÚ í frístundagarðinum við Gufunesbæ. Þjónustan eru fullkomin viðbót við starfsdaga starfsstaða eða sem kynning og/eða endurmenntun á útinámi.  Dag- og tímasetningar námskeiða ráðast af samtali starfsstaða og MÚÚ.

Upplýsingar um námskeiðin eru að finna HÉR

Fyrir frekari upplýsingar og bókanir hafið samband við muu@rvkfri.is