Hér finnur þú fjölda verkefna sem tengjast útinámi. Verkefnin eru frá Náttúruskóla Reykjavíkur, Miðstöð útivistar og útináms, Prisma – Erasmus+ verkefni og ýmsum einstaklingum. Þér er velkomið að nýta verkefnin að vild. Hægt er að filtera verkefnin hér til hliðar með því að velja viðeigandi skilyrði fyrir verkefni eða slá inn í leitina hér fyrir neðan til að leita í titli á verkefni.
.png)
Bak í bak
1/2 kennslustund
Nemandi raðar saman mynd úr hlutum í náttúrunni eftir fyrirmælum annars nemanda.
Að vinna með tungumál stærðfræðinnar.
Nemendur vinna í pörum. Hvert par finnur 4-8 hluti í umhverfinu, tvo hluti af hverri sort. Nemendur setjast niður þannig að þeir snúa baki hvor í annan. Annar nemendanna raðar hlutunum fyrir framan sig í einhverja mynd og lýsir svo niðurröðuninni fyrir hinum nemandanum. Sá raðar sínum hlutum niður fyrir framan sig í samræmi við lýsinguna. Þegar báðir telja sig vera búna eru myndirnar bornar saman.
Þegar fyrirmyndinni er lýst er óhjákvæmilegt að nota ýmis hugtök sem þekkt eru í stærðfræðinni,
s.s. fremst, aftast, efst, í miðju, neðst, hægri og vinstri.
Yngstu nemendunum hentar í upphafi að raða eingöngu í lóðrétta línu, 3-5 hlutum, og þjálfa hugtökin nær, næst, fjær, fjærst, í miðju.
Góð hugmynd er að biðja nemendur um að raða hlutunum í eitthvert form, s.s. þríhyrning, ferning, trapisu eða annað og þjálfa þannig skilning þeirra á formunum.
Ýmsir hlutir og fyrirbæri sem finna má í umhverfinu, s.s. steinar, barr, greinar, grös, lauf, jafnvel rusl.
.png)
Barrblokk
2 kennslustundir.
Nemendahópar velja sér tré til að skoða. Tegund trésins er greind með hjálp greiningarlykils. Dúkur er lagður í kring um tréð og það hrist varlega. Smádýr og það sem fellur til er skoðað og rannsakað. Tréð er skoðað sem búsvæði
Trjágreining, tré skoðað sem búsvæði.
Kveikja:
Kennari sýnir nemendum tré sem hann hefur greint. Kennari biður nemendur um að giska á hve margir búi í trénu. Við spurningunni er ekki til neitt eitt svar en það er víst að svörin verða ólík. Einnig má spyrja nemendur um hve marga þeir telja búa í trénu. Hægt er að líkja trénu við íbúðarblokk þar sem blokkin er eitt stórt hús þó að hún rúmi mörg heimili.
Á vettvangi:
Nemendum er skipt í hópa. Hver hópur fær í hendurnar greiningarlykil og hvítan dúk. Nemendur hvers hóps eiga að velja sér í sameiningu tré á því svæði sem kennari ákveður. Kennari gefur fyrirmæli um að nemendur eigi að greina tegund trésins og skoða svo lífríki þess með því að breiða dúkinn í kringum það og hrista það létt. Kennari getur lagt greiningardúkinn á mitt svæðið þannig að nemendur geta komið þangað til að greina smádýr ef einhver eru.
Mikilvægt er að brýna fyrir nemendum að trén eru lifandi og að okkur ber að fara um þau með virðingu. Einnig er mælt með að lífverur sem falla úr trjánum séu skildar eftir við trjáræturnar.
Á svæðinu er einkum að finna sitkagreni, stafafuru, ösp, gulvíði, birki og reynitré. Lífverur sem finna má í trjánum eru helst fiðrildalirfur og blaðlýs en einnig flugur, stökkmor, köngulær ofl. Líklegt er að nokkuð af könglum og/eða fræjum falli til jarðar er tréð er hrist.
Til nánari greiningar á smádýrum má benda á bókina Dulin Veröld.
Þegar búið er að hrista smádýrin niður á dúkinn má nota skordýraveiðu til að geta skoðað þau betur.
Kennari sýnir nemendum tré sem hann hefur greint. Kennari biður nemendur um að giska á hve margir búi í trénu. Við spurningunni er ekki til neitt eitt svar en það er víst að svörin verða ólík. Einnig má spyrja nemendur um hve marga þeir telja búa í trénu. Hægt er að líkja trénu við íbúðarblokk þar sem blokkin er eitt stórt hús þó að hún rúmi mörg heimili.
Kennari sýnir nemendum tré sem hann hefur greint. Kennari biður nemendur um að giska á hve margir búi í trénu. Við spurningunni er ekki til neitt eitt svar en það er víst að svörin verða ólík. Einnig má spyrja nemendur um hve marga þeir telja búa í trénu. Hægt er að líkja trénu við íbúðarblokk þar sem blokkin er eitt stórt hús þó að hún rúmi mörg heimili.
Hóparnir koma saman og segja hinum frá trénu sínu, tegund þess og því sem þeir fundu.
.png)
Haiku
2 kennslustundir.
Nemendur sækja innblástur til náttúrunnar við haiku ljóðagerðar.
Kynning á japanska ljóðforminu Haiku
Kveikja:
Kennarinn kynnir nemendur fyrir japanska ljóðforminu haiku.
Hækur eða Haiku er japanskt ljóðform þar sem ljóðin fjalla oft um náttúruna og innihalda orð (kigo) sem vísa til árstíðar í ljóðinu (sbr. Flýgur suður=Haust, farfuglarnir fara suður á haustin).
5 atkv. Horfandi á þig
7 atkv. Flýgur ungur svanurinn
5 atkv. Suður á bóginn
Ljóðin innihalda þrjár ljóðlínur og þurfa ekki að hafa rím. Hver ljóðlína hefur ákveðinn fjölda atkvæða. Fyrsta ljóðlínan hefur 5 atkvæði, önnur ljóðlínan 7 og sú þriðja 5 atkvæði. Ljóðin lýsa oft einhverjum atburðum sem við getum séð fyrir okkur, hlustað og upplifað með lestri ljóðsins. Í fyrstu tveimur ljóðlínunum er aðstæðum lýst en í þriðju ljóðlínu verður oft einhverskonar uppgötvun, sem skýrir aðstæðurnar.
Haikur eru lesnar hægt til að maður geti gert sér þær í hugarlund og upplifað
Á vettvangi:
Nemendur dreifa sér um svæðið og sækjast eftir innblæstri. Þeir fá 30 mínútur til að semja ljóðin.
Nemendur standa upp og lesa ljóðin fyrir bekkjarfélaga sína. Kennari metur nemendur jafnóðum. Tilvalið er að kveikja varðeld á eldstæðinu í útikennslustofunni og hafa framsögnina þar.
Kennarinn kynnir nemendur fyrir japanska ljóðforminu haiku.
Hækur eða Haiku er japanskt ljóðform þar sem ljóðin fjalla oft um náttúruna og innihalda orð (kigo) sem vísa til árstíðar í ljóðinu (sbr. Flýgur suður=Haust, farfuglarnir fara suður á haustin).
Nemendur standa upp og lesa ljóðin fyrir bekkjarfélaga sína. Kennari metur nemendur jafnóðum. Tilvalið er að kveikja varðeld á eldstæðinu í útikennslustofunni og hafa framsögnina þar.
Góð venja er að skrá í vísindabók það sem gert er á vettvangi, þ.m.t. ljóðið. Þannig er hægt að taka gögn af vettvangi með inn að útikennslunni lokinni og nemendur geta unnið frekar úr þeim upplýsingum sem þeir öfluðu sér utandyra.
.png)
Heill haugur af smádýrum
Heill haugur af smádýrum
Nemendur skoða smádýr í smádýrahaug og reyna að greina þau með hjálp
greiningalykils.
Smádýr í íslenskri náttúru
Kveikja:
Kennari gengur með nemendum að smádýrahaug, veltir steini við og sýni nemendum hver fjölbreytilegt líf er þar í felum. Mælt er með því að kennari ræði við nemendur um mikilvægi þess að ganga um með virðingu því að haugurinn er búsvæði lifandi vera. Brýna þarf fyrir nemendum að fara varlega ef handfjatla á smádýrin.
Á vettvangi:
Gott er að hafa nemendur tvo og tvo í hóp. Hver hópur velur sér eitt smádýr (hópar mega velja sama dýrið). Kennari breiðir út greiningarlykilsdúkinn og nemendur eiga að greina smádýrið sitt út frá honum. Ágætt er að kennarinn velji eitt smádýr og útskýri notkun lykilsins. Þetta má svo endurtaka.
Upplýsingabæklingur, greiningalykill
Capture.PNG
Array
Kennari gengur með nemendum að smádýrahaug, veltir steini við og sýni nemendum hver fjölbreytilegt líf er þar í felum. Mælt er með því að kennari ræði við nemendur um mikilvægi þess að ganga um með virðingu því að haugurinn er búsvæði lifandi vera. Brýna þarf fyrir nemendum að fara varlega ef handfjatla á smádýrin.
.png)
Hversu gamalt er tréð?
2 kennslustundir
Nemendur greina aldur trés með að telja árhringi á trjástofnum sem hafa verið skáskornir og lakkaðir.
Að greina aldur trés með talningu árhringja
Kveikja:
Kveikju má framkvæma jafnt heima í skóla sem og á vettvangi.
Skoðið trén í kring um ykkur og getið ykkur til hvað þau eru gömul. Skoðið svo skáskorna trjástofninn og getið hve gamall hann er.
Á vettvangi:
Kennarisýnir nemendum árhringi trjástofnsins og útskýrir að einn árhringur samanstendur af ljósum hring og dökkum hring þar utan um. Nemendum er skipt í hópa og kennari útdeilir þeim spurningum sem þeir eiga að leita svara við. Nemendur skoða árhringi á skáskornum stofnum á svæðinu og reyna að svara viðkomandi spurningu.
Eftirtalin umræðuefni og spurningar eru tilvalin leið að ná markmiðum verkefnisins:
Á meðan rætt er um tiltekna árhringi er tilvalið að merkja þá með týtuprjónun (þeir eru mjórri en teiknibólur og því auðveldara að stinga þeim í viðinn).
Hversu gamalt er tréð?(Fyrst að láta nemendur geta og telja síðan árhringina).
Árhringur samanstendur af ljósum hring sem er umkringdur dökkri rák. Telja skal dökku rákirnar.
Finndu árhringinn.
Finndu árhringinn fyrir árið sem þið eruð fædd.
(Telja í átt að miðju frá berki).
Hve mörgum árum er tréð eldra en þú?
Hvaða ár spíraði tréð?
Ef árhringirnir eru mis breiðir má leiða líkur að því að tréð hafi vaxið mis mikið á milli ára. Finnið grennsta hringinn og þann breiðasta. Hér er tilvalið að nota reglustiku.
Hvaða ár hefur tréð vaxið mest?
Hvaða ár hefur tréð vaxið minnst?
Til að vinna nánar með þetta verkefni er hægt að skoða veðurfar þessara ára þegar komið er til baka í skólann.
Reglustika, títuprjónar með mismunandi litum hausum.
Kveikju má framkvæma jafnt heima í skóla sem og á vettvangi.
Skoðið trén í kring um ykkur og getið ykkur til hvað þau eru gömul. Skoðið svo skáskorna
trjástofninn og getið hve gamall hann er.
Tré vaxa ekki aðeins upp í loftið heldur gildna þau einnig. Á hverju vaxtartímabili verður til nýr árhringur. Árhringur skiptist í tvennt. Ljóst svæði og dökka rák sem umlykur það:
Á vorin og á sumrin er vöxtur trjáa hraður. Lauftré laufgast og barrtré þéttast og mynda nýja greinatoppa. Stofninn gildnar einnig og þá myndast ljósa svæðið. Þegar vöxturinn er hraður myndast stærri viðaræðafrumur.
Á haustin og veturna hægist á vextinum og eru frumurnar sem myndast minni og þéttari. Þá myndast dökka rákin. Saman eru því báðar rákir einn árhringur þar sem tréð hefur lifað í eitt ár – vor, sumar, haust og vetur.
.png)
Ísjakaleikur
1 kennslustund.
Nemendur fara í ísjakaleik sem felur í sér hlaup og eltingarleik
Hreyfing og útileikir.
Kveikja:
Kennari kynnir leikinn með því að koma með smá sögu. Allir eiga að loka augunum og hlusta á kennarann. Sagan gæti verið eitthvað á þessa leið; Þið eruð öll selir sem búið í sjónum. Þið syndið um í tæru vatninu og veiðið ykkur fisk í matinn. Sólin skín á nefið á ykkur þegar þið syndið upp til að anda. Allt í einu dimmir og stór háhyrningur stefnir á ykkur! Hætta steðjar að!
Þegar svangur háhyrningur er í grennd er mikil hætta á ferðum. Þið verðið að hoppa í skjól upp á ísjaka. Ef ykkur
tekst að komast í skjól á ísjaka þá eruð þið hólpin – í það skiptið.. Ef ekki þá eruð þið komin í maga háhyrningsins.
Á vettvangi:
Leikurinn er útskýrður. Lakbútum er dreift um svæðið. Nemendum er sagt að bútarnir séu ísjakar. Krakkarnir eiga að hlaupa um svæðið þar til kennarinn e
10-15 stk lakbútar (60X60).
.png)
Kóngur
1 kennslustund.
Nemendur fara í feluleik, þar sem leitað er að kóngi. Sá sem finnur kónginn á að hafa hljótt um sig og fela sig með honum. Sá sem síðastur er til að finna kónginn og félaga hans verður næsti kóngur.
Hreyfing og útileikir.
Kveikja:
Kennari kynnir leikinn og útskýrir reglur hans. Hann tilkynnir einnig að ef að hann flautar með flautu, þá eigi allir að koma til hans.
Reglur:
Einn nemandi er valinn til að vera kóngurinn.
Á meðan kóngurinn fer að fela sig lokar allur nemendahópurinn augunum og telur saman upp í 50.
Þegar talningu er lokið fara allir að leita að kónginum.
Þegar einhver finnur kónginn á maður að hafa hægt um sig og láta engan annan vita.
Þegar enginn sér til á maður að læðast til kóngsins og fela sig hjá honum.
Þegar líður á leikinn fara fleiri og fleiri nemendur að hverfa.
Leiknum líkur þegar allir hafa fundið kónginn.
Sá sem var fyrstur að finna kónginn fær að vera kóngur í næstu umbers.
Á vettvangi:
Nemendur leika leikinn. Ef illa gengur að finna kónginn getur kennari flautað alla saman.
Flauta (fyrir kennara til að kalla alla saman).
.png)
Lóðrétt ljóð
2 kennslustundir
Nemendur sækja innblástur til náttúrunnar við ljóðagerð.
Ljóðagerð og kynning á lóðréttum ljóðum.
Kveikja:
Kennarinn kynnir nemendur fyrir lóðréttum ljóðum.
Í upphafi velur maður orð sem er lýsandi fyrir svæðið og stemninguna á staðnum. Orðið er skrifað lóðrétt á blaðið og gegnir hver stafur í ljóðinu hlutverki upphafsbókstafs hverrar línu.
Þannig er orðið vor;
V-indurinn blæs
O-rmarnir geispa
R-egnið vakti þá
Á vettvangi:
Nemendur dreifa sér um svæðið og sækjast eftir innblæstri. Þeir fá 30 mínútur til að semja ljóðin. Hver nemandi getur valið sér nokkur upphafsorð til að semja í kringum. Einnig er sniðugt að spreyta sig á öðrum ljóðformum, eins og að bæta við rími o.s.frv.
Úrvinnsla og ígrundun: Nemendur standa upp og lesa ljóðin fyrir bekkjarfélaga sína. Kennari metur nemendur jafnóðum. Tilvalið er að kveikja varðeld á eldstæðinu í útikennslustofunni og hafa framsögnina þar.
Nemendur geta skráð ljóðin sín í vísindabækur og þannig unnið áfram með ljóðin þegar komið er til baka í kólann.
Upplýsingabæklingur, skriffæri og blöð.
.png)
Magnað mynstur
2 kennslustundir.
Leikskólakennari sýnir nemendum mynstur sem hann hefur sett saman, t.d. köngull, lauf, stein, köngull, lauf, steinn o.s.frv. Nemendur búa sér svo sjálfir til mynstur úr því efni sem þeir finna í umhverfinu.
Mynstur með hlutum í náttúrunni.
Kveikja:
Nemendur og kennari sitja í hring. Kennari kynnir nemendur fyrir mynstrum með því að láta annan hvern nemanda standa og hina sitja. Gera má ýmis mynstur með beinum hætti. Til dæmis má láta tvo nemendur rétta hægri hönd upp í loftið og næstu tvo nemendur rétta hendur beint út. Þarna væri komið mynstur. Mynstrið má svo endurtaka út allan hringinn. Eins má nota söng og tal.
Á vettvangi:
Kennari sýnir nemendum nokkur mynstur á viskastykkinu. Gott er að nota hráefni úr umhverfinu til þessa. Búa má til mynstur með barrnálum, grasstráum, steinum og könglum. Mikilvægt er að endurtaka fyrstu mynstrin nokkrum sinnum og hafa þau einföld. Einnig er mikilvægt í byrjun að mynstrið sé sýnt í heild sinni. Þannig vita nemendur að mynstrið er eitt mynstur sem er endurtekið. Þegar mynstrið liggur fyrir framan nemendur spyr kennari nemendur ,,hvað kemur næst?”. Þá hefst endurtekning á mynstrinu. Nemendur fá fyrirmæli frá kennara um að finna 2-3 hluti í umhverfinu (5-7 mín) Nemendur gera svo sín eigin mynstur. Krökkum finnst oft gaman að endurtaka mynstur sín og gera oft langar runur. Það er um að gera að gefa þeim frelsi til þess.
Viskastykki til að leggja efniviðinn á ef þarf, hráefni í mynstur á svæðinu.
Nemendur og kennari sitja í hring. Kennari kynnir nemendur fyrir mynstrum með því að láta annan hvern nemanda standa og hina sitja. Gera má ýmis mynstur með beinum hætti. Til dæmis má láta tvo nemendur rétta hægri hönd upp í loftið og næstu tvo nemendur rétta hendur beint út. Þarna væri komið mynstur. Mynstrið má svo endurtaka út allan hringinn. Eins má nota söng og tal.
Í lokin gengur kennari á milli nemenda og skoðar mynstrin.
Einnig getur kennari látið nemendur skrá 2-3 mismunandi mynstur sem þeir hafa gert í vísindabók. Þannig hafa nemendurnir gögn meðferðis inn í skólann að nýju sem hægt er að vinna áfram með.
.png)
Magnað mynstur
2 kennslustundir.
Leikskólakennari sýnir nemendum mynstur sem hann hefur sett saman, t.d. köngull, lauf, stein, köngull, lauf, steinn o.s.frv. Nemendur búa sér svo sjálfir til mynstur úr því efni sem þeir finna í umhverfinu.
Mynstur með hlutum í náttúrunni.
Kveikja:
Nemendur og kennari sitja í hring. Kennari kynnir nemendur fyrir mynstrum með því að láta annan hvern nemanda standa og hina sitja. Gera má ýmis mynstur með beinum hætti. Til dæmis má láta tvo nemendur rétta hægri hönd upp í loftið og næstu tvo nemendur rétta hendur beint út. Þarna væri komið mynstur. Mynstrið má svo endurtaka út allan hringinn. Eins má nota söng og tal.
Á vettvangi:
Kennari sýnir nemendum nokkur mynstur á viskastykkinu. Gott er að nota hráefni úr umhverfinu til þessa. Búa má til mynstur með barrnálum, grasstráum, steinum og könglum. Mikilvægt er að endurtaka fyrstu mynstrin nokkrum sinnum og hafa þau einföld. Einnig er mikilvægt í byrjun að mynstrið sé sýnt í heild sinni. Þannig vita nemendur að mynstrið er eitt mynstur sem er endurtekið. Þegar mynstrið liggur fyrir framan nemendur spyr kennari nemendur ,,hvað kemur næst?”. Þá hefst endurtekning á mynstrinu. Nemendur fá fyrirmæli frá kennara um að finna 2-3 hluti í umhverfinu (5-7 mín) Nemendur gera svo sín eigin mynstur. Krökkum finnst oft gaman að endurtaka mynstur sín og gera oft langar runur. Það er um að gera að gefa þeim frelsi til þess.
Viskastykki til að leggja efniviðinn á ef þarf, hráefni í mynstur á svæðinu.
Nemendur og kennari sitja í hring. Kennari kynnir nemendur fyrir mynstrum með því að láta annan hvern nemanda standa og hina sitja. Gera má ýmis mynstur með beinum hætti. Til dæmis má láta tvo nemendur rétta hægri hönd upp í loftið og næstu tvo nemendur rétta hendur beint út. Þarna væri komið mynstur. Mynstrið má svo endurtaka út allan hringinn. Eins má nota söng og tal.
Í lokin gengur kennari á milli nemenda og skoðar mynstrin.
Einnig getur kennari látið nemendur skrá 2-3 mismunandi mynstur sem þeir hafa gert í vísindabók. Þannig hafa nemendurnir gögn meðferðis inn í skólann að nýju sem hægt er að vinna áfram með.
.png)
Óvenju fagur rammi
2 kennslustundir.
Nemendur koma með ramma á svæðið og leggja hann á einhvert tiltekið svæði sem þeir velja sér. Nemandi finnur ákveðin orð innan rammans og skrifar þau á rammann.
Að skoða afmarkað umhverfi með tilliti til orðflokka.
Kveikja:
Nemendur þurfa að þekkja orðflokkagreiningu. Tilvalið er að fara í einn lýsingarorðsleik í upphafi til að minna nemendur á lýsingarorðin.
Á vettvangi:
Á svæðinu ráða nemendur hvar þeir eru þegar þeir leggja rammann sinn niður. Nemendur virða fyrir sér það sem er innan rammans og eiga að skrifa eins mörg lýsingarorð á rammann og þeim finnst eiga við.
Þegar ramminn hefur verið staðsettur má nemandinn ekki færa hann fyrr en verkefninu er lokið. Einnig má skrá lýsingarorðin í vísindabók og þannig aflar nemandinn gagna til að taka með í skólann og vinna með nánar, t.d. með því að stigbreyta þau lýsingarorð sem hann skráði utandyra.
Upplýsingabæklingur, skriffæri, papparammar, 1 á hvern nemenda t.d. klippt innan úr A4 eða A5 blaði/kartoni. Minni rammi er nemendum meiri áskorun. Tilvalið er að nota endurunninn pappa eins og morgunkornsumbúðir.
Nemendur þurfa að þekkja orðflokkagreiningu. Tilvalið er að fara í einn lýsingarorðsleik í upphafi til að minna nemendur á lýsingarorðin.
Við lok dags er tilvalið að setjast niður við eldstæðið og hver les af sínum ramma og lýsir því sem fyrir augu bar.
Þennan leik má útfæra á ýmsan máta, þá t.d. með nafnorðum, sagnorðum og samsettum orðum. Þessi leikur hentar einnig vel í kennslu erlendra tungumála.
.png)
Skoðað í skóginum
2 kennslustundir.
Nemendur leita hluta í skóginum. Leikurinn er gerður til að auka meðvitund nemenda fyrir því sem er til staðar í umhverfinu.
Skógarskoðun.
Nemendur fá fyrirmæli um að stilla sér í kring um stykkið og kennarinn flettir stykkinu af einum hlut í um það bil 10 sek. (Fjöldi hluta og tíma er hagað að aldri barnanna). Eftir þessar 10 sekúndur er stykkið lagt yfir hlutinn aftur og nemendur eiga að finna samsvarandi hlut í umhverfinu. Miðað er við ½ mínútu á hlut. Leikurinn er endurtekinn þar til allir hlutir hafa verið sviptir hulunni. Kennari getur stjórnað leitartímanum með því að taka tímann og nota flautu.
Upplýsingabæklingur, flauta, 2 viskastykki..Viskastykki til að breiða yfir hlutina.
Kennari finnur 5-7 hluti sem eru einkennandi fyrir svæðið: barrnál, köngul, trjágrein, stein, ákveðna gerð af plöntu o.s.frv. Hlutirnir eru lagðir á viskastykkið og eru huldir með hinu stykkinu. Nemendur eru beðnir um að giska á hvað sé undir viskastykkinu.
Í lok getur kennari spurt nemendur hvað þeim finnist einkennandi fyrir svæðið t.d. Hvaða hlutir eru áberandi á svæðinu? Hvaða hlutir eru í minnihluta?
.png)
Skógareldhús - pylsur
2 kennslustundir.
Nemendur grilla pylsubita á pinnum yfir litlum opnum eldi.
Matreiðsla úti í náttúrunni.
Kennari sér um tendrun elds. Mikilvægt er að ræða við nemendur um varkára umgengni við eld. Gott er að skipta nemendum í hópa og kemur hver t.d. 4 manna hópur í einu til kennarans og fær eina pylsu á mann. Nemendur brytja pylsuna í bita og færa upp á spjótið. Þegar allir eru komnir með sitt spjót setjast allir á bekkina í kring um eldinn og nemendur sem sitja á sama bekk grilla pylsurnar. Svo gengur það koll af kolli.
Pylsur, birkigreinar (eða grillspjót sem hafa legið í vatni yfir nótt), matarhnífar, skurðarbretti, vettlingar.
Kennari spyr nemendur hvort þeir hafi séð mat eldaðan úti í náttúrunni. Nemendur eru vísir til að hafa séð mat grillaðan. Kennari ræðir við nemendur um eldun úti í náttúrunni. Bæði er hægt að finna ýmislegt ætilegt í náttúrunni eins og t.d. plöntur og ber á haustin.
Eftir að nemendur hafa matast er tilvalið að ræða við þá um hvernig maðurinn geti lifað af úti í náttúrunni, fjarri eldavélum og heimilistækjum.
.png)
Spáðu í tré
2 kennslustundir.
Nemendur greina trjátegundir með hjálp greiningarlykils.
Greining trjátegunda.
Nemendum er skipt í 3-4 manna hópa. Hver hópur fær greiningarlykilinn ,,Ég greini tré” í hendurnar.
Nemendur fá 30 mínútur til að ganga hringinn í lundinum og greina alls 3 mismunandi trjátegundir, bæði lauftré og barrtré.
Hóparnir eiga að velja sér eina trjátegund sem þeir kynna og lýsa fyrir samnemendum sínum. Þegar 30 mínútur eru liðnar, hittast allir t.d. í rýminu norðvestan megin í lundinum og hóparnir kynna trjátegundir sínar.
Upplýsingabæklingur, greiningalykill um tré og runna; Sveinbjörn Markús Njálsson (1991). Ég greini tré. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Kennari spyr nemendur hvort þeir viti af hvaða tegund algengustu jólatrén séu. Af erlendum trjám er það Normansþinur frá Danmörku en af íslenskum trjám eru það Rauðgreni, Blágreni og stafafura. Þessar tegundir má allar finna í Heiðmörk en aðeins ein þeirra er í lundinum. Nemendur eru beðnir um að benda á þá tegund (Stafafura). Á svæðinu er einkum að finna sitkagreni, stafafuru, ösp, gulvíði, birki og reynitré.
Kynningarnar geta verið með ýmsu móti, nemendur geta t.d. leikið trjátegundina, flutt ljóð eða lýst henni í orðum. Mikilvægt er að kennari fari yfir trjátegundirnar með nemendum.
.png)
Stafrófið í skóginum
2 kennslustundir á vettvangi.
Nemendur finna hluti í skóginum byrja á ákveðnum bókstaf. Auk þess að æfa nemendur í stafrófinu eykur verkefniðmeðvitund nemenda fyrir því sem til staðar er í umhverfinu.
Stafrófið og umhverfið.
Kennari segir nemendum að nú eigi að fara í stafrófsleikinn stafrófið í skóginum.
Mælt er með því að kennari hafi flautu við höndina og tilkynni nemendum að þegar flautað er í flautuna eigi allir að koma til kennarans.
Kennari segir einn bókstaf og nemendur eiga að finna hlut í umhverfinu sem byrjar á tilteknum bókstaf. Nemendur mega koma með hlutinn á staðinn ef hann er laus frá jörðu, annars koma þeir til baka og segja frá hlutnum. Mikilvægt er að brýna fyrir nemendum að skila hlutnum til baka á sinn stað í lok dags.
Mælt er með því að gefa nemendum ½ mínútu til leitar fyrir hvern bókstaf.
Til að auka fjölbreytni leiksins má láta nemendur koma með hluti sem hafa bókstafinn inni í miðju nafni. Sbr. A fyrir barrnál.
Upplýsingabæklingur, viskastykki, flauta.
Á vettvangi:
Kennari finnur 3-4 hluti sem eru einkennandi fyrir svæðið: Barrnál, köngul, trjágrein, stein, ákveðna gerð af plöntu o.s.frv. Hlutirnir eru lagðir á viskastykkið og kennari spyr nemendur hvort að þeir þekki þessa hluti. Nemendur skoða hlutina og geta sér til. Kennari spyr nemendur hvort þeir þekki staf hlutarins. Nemendur geta sér til þ.e. B fyrir barrnál, K fyrir köngul o.s.frv.
Í lok getur kennari spurt nemendur hvað þeim finnist einkennandi fyrir svæðið t.d:
Hvaða hlutir eru áberandi á svæðinu? Hvaða hlutir eru í minnihluta?
Fyrir hvaða stafi var auðveldast að finna hluti? Af hverju ætli það sé?
Nemendur geta einnig skráð í vísindabók bókstafi og orð sem unnið er með utandyra og þannig tekið með gögn í skólann til frekari úrvinnslu.
.png)
Stafrófsleikir á stafrófsdúk
1 kennslustund.
Nemendur finna ýmislegt í umhverfinu sem þeir leggja á stafrófsdúk til að safna sem
flestum stigum.
Hreyfing og útileikir.
Kennari fjallar um hversu mörg orð geta tengst einum og sama hlutnum sem við finnum
í umhverfinu. T.d. getur steinn einnig verið möl, grjót, berg... Í kjölfarið útskýrir kennarinn
leikreglurnar:
- Nemendum er skipt í tvö lið (eða jafn mörg og stafrófsdúkarnir eru) og hvert lið fær einn dúk sem lagður er á jörðina spölkorn frá hinum liðunum.
- Á tilteknum tíma (t.d. 2 mínútum) á liðið að keppast við að leggja hluti úr umhverfinu á hvern staf á starfrófsdúknum sem samsvarar fyrsta staf í heiti hlutarins. T.d. Stein er hægt að leggja á stafinn S en einnig á stafinn G (grjót) og M (möl).
- Aðeins má setja tvo hluti á hvern staf, hvorn hlut fyrir sitt orð. Í upphafi er ágætt að nemendur megi bæði nota nafnorð og lýsingarorð á dúkinn en þegar þeir hafa leikið leikinn má þrengja reglurnar og gefa þau fyrirmæli að á bak við hvern hlut verði að vera nafnorð. Leikurinn hentar unglingum mjög vel í tungumálanámi. Þá verður að sjálfsögðu að gæta þess að stafrófið á dúknum sé í samræmi við það tungumál sem leikurinn er leikinn á. Leikurinn reynir ekki bara á kunnáttu nemenda í náttúrufræði, þ.e. hversu mörg fyrirbæri í umhverfinu þeir þekkja, heldur einnig á hversu auðugum orðaforða þeir búa yfir, sbr. að einn og sami hluturinn getur borið mörg mismunandi heiti.
- Að tveimur mínútum liðnum hóar kennarinn á nemendur (eða blístrar eða flautar). Allir safnast saman við sama dúkinn og andstæðingar þeirra sem settu á dúkinn telja stigin með hjálp allra. Hver sem sett hefur hlut á dúk þarf að upplýsa orðið sem er að baki hlutnum.
Snjallt er að skrifa orðin niður um leið (skipa ritara) og safna þeim þannig saman til frekari
úrvinnslu í skólanum.
Fyrir hvert orð sem er á dúknum fær liðið eitt stig. Þannig er hægt að fá mest tvö stig fyrir hvern
bókstaf, alls 48 stig að hámarki. (Miðað við íslenskan stafrófsdúk með 24 bókstöfum,
Stafrófsdúkur
.png)
Steingervingar - Gifsmótun í sandi
2-4 kst.
Nemendur móta gifsmyndir af fyrirbærum sem þeir finna í náttúrunni.
Að steypa gifsmyndir í sandi á vettvangi
Á vettvangi:
Nemendur velja sér nokkra hluti sem þeir hafa fundið í fjörunni, t.d. kuðung, skel, stein eða spýtu. Hann þrýstir hlutnum í sandinn þannig að sandurinn taki á sig form hlutsins. Þetta er endurtekið fyrir hvern hlut, jafnvel oftar en einu sinni. Blandið gifsduftið með vatni skv. leiðbeiningum á umbúðum. Látið gifsið renna í formin í sandinum áður en það storknar. Látið gifsið þorna í sandinum í nokkrar mínútur. Þegar gifsið hefur harðnað er óhætt að taka gifsmyndirnar upp úr sandinum og strjúka yfir þær með mjúkum bursta ef sandurinn vill loða við þær. Hæfilegt er fyrir hvern nemanda að gera 3-5 ólíkar myndir í sandinn.
Þetta verkefni er kjörið að vinna í rökum fjörusandi. Ef það er ekki gert þarf að hafa sand í bakka til að móta gifsmyndir í. Skeljar, spýtur, steinar og fleira sem finnst á vettvangi. Gifsduft, vatn, plastskál og plastskeið.
Steingervingar eru eftirmyndir lífvera sem lifðu fyrir milljónum ára.
.png)
Stjörnur á himni
2 kst.
Verkefnið felur í sér að skoða og rýna í stjörnurnar á svörtum himni. Nemendur kynnast því hvernig stjörnurnar eru greindar í mismunandi stjörnumerki og búa til sitt eigið stjörnumerki með vasaljósi.
Stjörnuskoðun og að gera sín eigin stjörnumerki.
Á vettvangi:
Stjörnuskoðun þegar himinninn er heiðskír og dimmur í skammdeginu. Nemendur leggjast á bakið og horfa upp í himinninn. Sniðugt er að láta nemendur mynda stóran hring á jörðinni þannig að axlirnar koma saman. Nemendur velja sér tveir og tveir saman eitt stjörnumerki. Þeir teikna stjörnumerkið upp eftir upplýsingum úr Stjörnuatlas eða teikna það eftir fyrirmyndinni utandyra. Þeir móta stjörnumerkið í botn dósarinnar með því að stinga göt á botninn með nálinni. Vasaljósið er að lokum sett inn í dósina og látið lýsa í gegn um götin og þannig geta nemendur varpað stjörnumerkinu á vegg, innandyra eða utan. Með yngri nemendum er hægt að tengja verkefnið við sönglagið "Það eru stjörnur á næturhimni".
Vasaljós, stórar nálar, dósir með þunnum álbotni.
.png)
Syngjandi gönguferð
2 kennslustundir á vettvangi.
Leikskólanemendur læra kvæði og syngja úti í náttúrunni. Mælt er með því að leikskólakennarar sýni nemendum á áhugaverða hluti í umhverfinu, ræði um veðurfar og ský, bendi á fugla og plöntur. Rætt er við nemendur um það sem við sjáum í umhverfinu í samræmi við kvæðin.
Tenging umhverfis við þulur.
Kennari gengur með nemendum um svæðið. Mælt er með því að kennari sýni nemendum áhugaverða hluti sem merktir eru inn á kortið, t.d. fuglshreiður, árhringi og fleira. Kennari kennir nemendum kvæði með því að skipta nemendum í hópa. Hver hópur lærir eina ljóðlínu og syngur sína línu í ljóðinu. Þannig er hægt að gera leik út þessu þar sem hópar kallast á.
Upplýsingarbæklingur um gönguleiðir í útikennslustofunni
Ljóð og kvæði sem henta hverri árstíð
t.d.
Vor –Syngur lóa út í móa
Sumar –Nú er sumar gleðjumst gumar
Haust – Krummi krunkar úti
Vetur – Stóð ég úti í tunglsljósi.
Í lokin er gaman að safnast í kringum eld og syngja saman lagið. Að klappa í takt eða standa upp og sitja í takt gerir lagið mjög skemmtilegt.
.png)
Upplifðu náttúruna!
1 kennslustund.
Nemendur setjast eða liggja og loka augunum í 1 mínútu. Þeir einbeita sér að því sem þeir heyra. Nemendur greina hljóðin með aðstoð kennara. Nemendur endurtaka leikinn og loka augunum í 1 mínútu. Nemendur einbeita sér við að greina lykt í umhverfi sínu. Að þessu loknu lýsa nemendur upplifun sinni fyrir samnemendum sínum.
Kveikja:
Kennari biður nemendur um að hafa hljótt og leggja við hlustir.
Hvað heyra nemendur?
Eftir að nemendur hafa svarað spyr kennari hvort þeir haldi sig heyra meira ef þeir loki augunum.
Á vettvangi:
Kennari biður nemendur að leggjast niður eða sitja og loka augunum. Nemendur eru beðnir um að hafa hljóð í eina mínútu. Kennari tekur tímann. Nemendur fá fyrirmæli um að hlusta á hljóðin í umhverfinu. Eftir að mínútunni er lokið spyr kennari nemendur hvaða hljóð þeir hafi heyrt.
Eftirfarandi umræðuefni eru tilvalin til að ná markmiðum verkefnisins:
Hvernig hljóð eru þetta?
Úr hvaða átt koma þau?
Hvaða hljóð eru náttúruleg?
Hvaðan og frá hverjum koma þau?
Líklegt er að nokkuð beri á manngerðum hljóðum. Handan við vatnið er mikil uppbygging í gangi, þá helst í nýju hverfi Norðlingaholts. Þá er Suðurlandsvegurinn ekki langt frá. Á þessu svæði skiptast náttúruleg hljóð upp í fuglasöng (skógarþrestir, heiðlóur, hrossagaukar, stokkendur og hrafnar áberandi) og vind, golu og regnhljóð. Vatnið gárar einnig við bakka sína og hægt er að heyra ýmislegt ef að maður leggur við hlustir. Að umræðum loknum eru nemendur beðnir um að endurtaka leikinn en einbeita sér að lykt í þetta skiptið. Kennari tekur tíma í 1 mínútu. Tilvalið er að hvetja nemendur til að þreifa á á grasi eða greinum í kringum sig á meðan þeir loka augunum.
Eftirfarandi umræðuefni eru tilvalin til að ná markmiðum verkefnisins:
Hvaða lykt funduð þið?
Hvaðan kemur hún?
Hafið þið fundið hana áður?
Eftir að umræðurnar hafa farið fram er gaman að endurtaka leikinn enn einu sinni og einbeita sér að því að hlusta, lykta og verða einn af umhverfinu. Eftir að nemendur opna augun eru þeir beðnir um að deila upplifun sinni með samnemendum sínum.
Eftirfarandi umræðuefni eru tilvalin til að ná markmiðum verkefnisins:
Hvað sástu?
Hvernig leið þér?
Samantekt á umræðum í lokin er gagnleg. Mælt er með því að nemendur séu spurðir hvort þeir upplifi umhverfið á annan hátt með lokuð augu.
.png)
Viðtal við vampíru
2 kennslustundir.
Nemendur taka viðtal við stein, plöntu, dýr eða eitthvað annað á svæðinu sem þeir telja að hafi áhugaverða sögu að segja.
Náttúruupplifun og sköpun.
Kveikja:
Kennari segir nemendum frá vampíru sem hann tók viðtal við. Vampíran var engin “venjuleg” vampíra heldur var hún mjög smávaxin og lifði aðeins í nokkra daga. Í stað skikkju hafði hún vængi og ferðaðist nokkuð með þeim. Hún saug blóð, en hafði samt ekki tennur. Vampíra þessi var bitmýfluga sem hafði komið úr eggi.
Á vettvangi:
Nemendur taka viðtöl við einhverja hluti í umhverfinu sem þeir telji að hafi áhugaverða sögu að segja. Þeir eiga að leita eftir skoðunum hlutarins og eiga að nota ímyndunarafl sitt til að fylla í eyðurnar. Nemendur byrja á því að ákveða við hvað þeir vilja taka viðtal. Þeir eiga að skoða hlutinn hver, helst frá öllum sjónarhornum. Ef hluturinn er planta eða steinn er líka gott að snerta hlutinn og finna áferðina. Nemendur eiga einnig að athuga hvort að aðrar lífverur lifi ef til vill á þeim sem þeir taka viðtalið við. Nemandi á að horfa á hlutinn úr nokkurri fjarlægð og virða fyrir sér hvernig hluturinn fellur inn í umhverfið. Nemendur skrifa spurningar og svör á blað.
Eftirfarandi spurningar eru tilvaldar til að ná markmiðum verkefnisins, gott er að styðjast við þær en hvetja nemendur einnig til að búa til eigin spurningar.
Viðtal við stein:
Hvernig er að vera steinn?
Hve gamall ertu?
Hefur þú alltaf verið af þessari stærð?
Hvaðan kemur þú?
Hvernig er það að búa hér?
Hver kemur að heimsækja þig?
Hvaða atburði hefur þú séð eða upplifað í lífi þínu?
Hefur þú eitthvað sértstakt að seja mér?
Viðtal við plöntu:
Notaðu sömu spurningar og fyrir steininn og reyndu að virða fyrir þér heiminn út frá sjónarhóli plöntu.
Viðtal við Dýr:
Taktu viðtal við dýr sem auðvelt er að fylgjast með. Það gæti verið fugl, fiskur eða smádýr. Fyglstu með dýrinu og
vertu varkár. Settu þig í spor dýrsins. Reyndu eftir bestu getu að fæla ekki dýrið né trufla það.
Hvert ertu að fara?
Hvað ertu að gera?
Þarftu að varast rándýr?
Hvað étur þú og hvar færðu fæðu?
Hvar býrðu?
Býrðu einn eða með öðrum?
Ferðastu til annarra staða?
Hvað myndi þig langa að segja öðrum um sjálfan þig?
Skriffæri og blöð.
Nemendur setja viðtalið upp í dagblaðaform þegar heim er komið, teikna ef til vill mynd eða taka ljósmynd á staðnum og setja viðtalið upp sem grein með millifyrirsögnum. Að skrá viðtalið í vísindabók er góð leið til að halda gögnunum til haga. Að skrá í vísindabók á vettvangi tryggir að gögnin eru til staðar þegar heim er komið og hægt er að vinna frekar úr þeim.
.png)
Spáðu í tré
2 kennslustundir.
Nemendur greina trjátegundir með hjálp greiningarlykils.
Greining trjátegunda.
Kveikja:
Kennari spyr nemendur hvort þeir viti af hvaða tegund algengustu jólatrén séu. Af erlendum trjám er það Normansþinur frá Danmörku en af íslenskum trjám eru það Rauðgreni, Blágreni og stafafura. Þessar tegundir má allar finna í Heiðmörk en aðeins ein þeirra er í lundinum.
Nemendur eru beðnir um að benda á þá tegund (Stafafura). Á svæðinu er einkum að finna sitkagreni, stafafuru, ösp, gulvíði, birki og reynitré.
Á vettvangi:
Nemendum er skipt í 3-4 manna hópa. Hver hópur fær greiningarlykilinn ,,Ég greini tré” í hendurnar. Nemendur fá 30 mínútur til að ganga hringinn í lundinum og greina alls 3 mismunandi trjátegundir, bæði lauftré og barrtré. Hóparnir eiga að velja sér eina trjátegund sem þeir kynna og lýsa fyrir samnemendum sínum.
Þegar 30 mínútur eru liðnar, hittast allir t.d. í rýminu norðvestan megin í lundinum og hóparnir kynna trjátegundir sínar.
Greiningalykill um tré og runna; Sveinbjörn Markús Njálsson (1991). Ég greini tré. Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Kynningarnar geta verið með ýmsu móti, nemendur geta t.d. leikið trjátegundina, flutt ljóð eða lýst henni í orðum. Mikilvægt er að kennari fari yfir trjátegundirnar með nemendum.
.png)
Felum og finnum orð
1 klst.
Börn leita að orðum í umhverfinu
Markmiðið er samvinna og læsi.
Kennarinn er með tvo bunka af spjöldum sem eru skrifuð eða prentuð orð. Í hvorum bunka eru sömu orðin, þ.e. hvert orð er skrifað á tvö spjöld, eitt í hvorn bunka. gæta þarf þess að orðin séu jafn mörg og örnin sem taka þátt í leiknum.
Hvert bran fær orðaspjald hjá kennaranum úr fyrri bunkanum. Börnin fela orðin í umhverfinu, setja þarf mörk um hversu langt þau mega fara frá kennaranum með orðin. Svo koma þau aftur til kennarans.
Nú fær hvert barn orðaspjald úr seinni bunkanum. Verkefnið felst í því að börnin leita að sama orði á spjaldi í umhverfinu og er á miðanum sem þau halda á.
Hægt að framkvæma í hvaða umhverfi sem er. Helst þar sem ekki er alveg opið svæði heldur möguleiki á að fela hluti.
Orðaspjöld, Orðaspjöldin þurfa að vera jafn mörg og börnin sem taka þátt í leiknum. Orðin geta gjarnan tengst örðum verkefnum sem unnin eru í leikskólanum eða sögusmíði barnanna sja t.d. Sögusmíði með sandpoka.
.png)
Felum og finnum 4 - Egg egg egg
1 klst
Finna egg og telja
Markmið er samvinna, heilbrigði og sjálfbærni
Kennarinnn, eða tvö til þrjú börn í sameiningu, fela plastegg sem hópurinn hefur tekið með sér úr leikskólanum/skólanum.
Kennarinn gefur börnunum fyrirmæli um að safna saman eggjunum og leggja þau á hvíta dúkinn. Ef eggin eru nógu mörg má óska eftir því að hvert barn finni tvö eða þrjú egg.
Hægt er að leggja eggin á töluspjöld líkt og gert er í felum og finnum 1 - fjársjóðsleit.
Hægt er að leika með eggin á fjölbreyttan hátt, t.d. leyfa börnunum að búa til hreiður og leggja egg í þau. Einnig er hægt að leita að slíkum hreiðrum líkt og leitað er að eggjunum í þessum leik.
Plastegg og Hvítur dúkur.
.png)
Bolti á dúkum
1 klst
Bolti á dúk - Hægt að framkvæma hvar sem er
Markmið er að að fá börnin til að vinna saman og láta bolta rúlla á milli hólfa þannig skipulagt.
Börnin halda á hvítum dúk á lofti á milli sín. Á dúknum eru göt sem eru númeruð.
Bolti er látinn ofan á dúkinn og börnin í samvinnu láta boltann renna á milli talnanna, frá 1-10.
Einnig er hægt að festa á dúkinn ýmislegt úr náttúrunni sem boltinn þarf að heimsækja á leiðinni.
Dúkur úr mjúku efni sem klippt hafa verið göt á (sjá mynd). Bolti sem er aðeins stærri en götin á dúkknum.
.png)
Bókstafur á spjaldi
1 klst
Börnin safnar ýmsu smálegu úr nærumhverfi og mótar staf úr þvi sem það finnur.
Framkvæmt hvar sem er, svo fremi sem efniviður sé til staðar, s.s. lauf, smásteinar, greinar, kuðungar eða annað smálegt.
Að barnið þekki stafina og myndi bókstaf með skapandi hætti.
Barnið safnar ýmsu smálegu afsömu gerð, s.s.s nokkrum laufum eða smásteinum.
Barnið fær spjald hjá kennaranum og raðar á það því sem það hefur safnað. Úr efniviðnum myndar barnið stafinn sinn.
Því næst, nær barnið í eitthvað sem á sama staf.
Dæmi:
Júlía safnar nokkrum laufum og raðar þeim í "J" á spjaldið sitt. Því næssækirJúlía "Jörð" (mold) sem hún setur áspjaldið hjá stafnum sínum.
Sumir fara þá leið að láta barnið safna því sem á sama staf og það sjálft og notaþað til að móta stafinn á spjaldið.
Dæmi: Júlía mótar stafinn "J" úr "jörðinni" (moldinni sem hún náði í.
Efniviður á stanum
Eitt papaspjald á barn .
.png)
Draumaplantan
Draumaplantan
Börnin búa til sína draumaplöntu úr efnivið í nærumhverfinu, þau fara saman yfir hvernig hún lítur út og hverjir eiginleikar draumaplöntunnar er. Efniviður fundinn í nærumhverfi.
Að börnin lesi náttúruna og eru skapandi
Æskilegt er að byrja á því að ræða við börnin um plöntur. Með því er dregin fram þekking barnanna og reynsla af plöntum sem hægt er að tenga við síðar.
Því næst er rætt um hvernig plntur þjónusta okkur, þe.e. trélitir eru úr trjám, föt eru mörg úr náttúrulegum efnum (s.s. hör, bómull), allt grænmeti og ávextir eru plöntur, plöntur mynda súrefni sem við öndum að okkur o.s.frv.
Því næst vinna börnin, öll saman eðaí smærri hópum, að því að búa til sína draumaplöntu úr efnivið í nærumhverfi, t.d. strá, lauf, gras o.s.frv.
Að lokum eru allar plönturnar sem búnar voru til, skoðaðar og börnin segja frá eiginleika þeirra og hvaða gagn við höfum af hverri og einni.
Margvíslegur efniviður úr náttúrunni áhverjum stað.
Efniviður - allt mögulegt sem finnst í nærumhverfi.
Lítill hvítúr dúkur eða spjald til að raða draumaplöntunni á.
.png)
Felum og finnum 2 - Klemmur á ferð og flugi
1 klst
Klemmufiðrildi eru falin í nærumhverfi og börnin leita að þeim. Eða börn hengja klemmufiðrildi á staði sem þeim finnst áhugaverðir og segj frá.
Umhverfislæsi
Kennarinn, eða tvö til þrjú börn í sameiningu, fela klemmur eða klemmufirðirldi í nágrenninu á meðan hinir grúfa sig.
Kennarinn gefur börnunum fyrirmæli um að safnasaman fiðrildum og leggja þau á hvítan dúk.
Hægt er að leggja klemmurarn á töluspjöld líkt og gert er í Felum og finnum 1 - Fjársjóðsleit.
Einnig erhægt að felehverju barni að festa klemmu á stað sem þvi finnst fallegur eðe áhugaverður. Þegar öll börnin haf fest klemmur getur verið mjög skemmtilegt að ganga á milli þeirra allra og hlusta á börnin segja frá því hvers vegna þau kusu að festa klemmunaá þennan stað.
Klemmur eða klemmufiðrildi og hvítur dúkur.
.png)
Felum og finnum 3 - Tíu týndir
1 klst.
Hlutir úr skóla faldir úti.
Upplifa nærumhverfi og umhverfislæsi
Áður en farið er út safna börnin saman tíu hlutum til að taka með og felaeinhverstaðar úti.
Kennarinn, eða tvö til þjú börn í sameiningu, fela þessa tíu hluti sem hópurinn hefur tekið með sér úr leikskólanum.
Kennarinn gefur börnunum fyrirmæli um að safna saman hlutunum og leggjaþá á hvíta dúkinn.
Hægt er að leggjahlutina á töluspjöld líkt og gert er í felum og finnum 1 - Fjársjóðsleit.
Einnig er hægt að ganga í sameiningu á milli hlutanna og hjálpast að við að koma augaa á þá.
Tíu hlutir úr skólanum og hvítur dúkur
.png)
Finnum fjöldann
1 klst.
Nemendur finna hluti og leggja niður á dúk þar sem réttur fjöldi á við.
Að nemendur skoði í kringum sig og finni réttan fjölda af eins hlutum. Markmiðið er að þau telji, skoði nærumhverfi og náttúrulæsi.
Börnin vinna í pörum.
Börnin eru beiðin um að finna smáhluti í nærumhverfi til þess að leggja niður á dúk. t.d. steina, lauf, blóm, barr o.s.frv.
Kennarinn segir hverju pari af börnum, hvaða fjölda þau eigi að safna. Gott getur verið að afhenda þeim spjald með samsvarandi tölustaf á.
Börnin velja hvaða hluti þau koma með á dúkinn, en allir þurfa að vera eins og fjöldinn rétttur miðað við fyrirmæli kennarans. Hægt er að biðja börnin um að koma með eitthvað sem er það smátt að rúmist fyrir í lófa þeirra.
Hlutirnir eru lagðir á dúkinn hja samsvarandi tölustaf og þegar allir hafa komið til baka er gott að fara yfir tölustafina, fjöldann (teljahlutina við hvern tölustaf og ræða hvað það er).
Talnadúkur - Hvítur dúkur sem búið að er að teikna tölur á frá 1 og upp í 10 þar sem börnin geta lagt rétta fjölda af hluta við rétta tölu.
.png)
Finnum liti 1 - Leitum saman
1 klst.
Börnin finna hluti í nærumhverifi sem eru eins á litin og litaspjöld sem sett eru á dúk.
Börnin finna hluti í nærumhverifi sem eru eins á litin og litaspjöld sem sett eru á dúk.
Börnin safnastsaman umhverfis hvítan dúk
Kennarinn er með bunka af litasjöldum og dregur eða lætur barn draga, eitt spjald úr bunkanum. Þetta spjald er lagt á dúkinn og öll börnin eiga að leita að einhverju í umhverfinu sem er í þessum lit. Þau koma með það og leggja á dúkinn.
Gaman er að ræða við börnin hvað aliti er auðvelt að finna og hvaða liti er erfitt að finna í umhverfinu, hvaða litir eru í náttúrunni og hvaða litir finnast aðeins í rusli í umhverfinu o.s.frv.
Hvítur dúkur og plöstuð litaspjöld
.png)
Finnum liti 2 - Litadýrð í umhverfinu
1 klst.
Börnin leita að hlutum í náttúrunni sem eru í sama lit eða líkjast þeim litum sem eru á litaspjöldum.
Umhverfilæsi, náttúrupplifun
Börnin vinna í pörm.
Kennarinn er með bunka aflitaspjöldum oglætur hvert par i senn draga eitt spjald úr bunkanum.
Börnin eiga að leita að einhvrju í umhverfinu sem er í þessum lit, ekki endilega aðeins náttúrulega hluti.
Hluturinn erlagður á hvíta dúkinn ásamt litaspjaldinu og því næst er hægt að deila út næsta spjaldi.
Í útinámi með yngstu börnunum getur átt við aað allir hjálpist að við aðleita að sama litnum en eldri börn geta unnið tvö og tvö saman eða einstaklinslega.
Hvítur dúkur og plöstuð litaspjöld.
.png)
Finnum rímorð
1 klst.
Börnin velja orð af spjöldum og reyna að finna orð sem ríma
Umhverfis og náttúrulæsi, rím.
Börnin fá rímorð á spjaldi hjá kennaranum sem les fyrir þau orðiið.
Verkefnið felst í því að bönin eiga að leita að einhverju sem rímar við orðið sem þau hafa fengið hjá kennaranum.
Ef hægt er, erskemmtilegt að börnin taki mynd af því sem þau finna.
Hægt er að láta börnin útbúa ramma úr pappa og taka með sér og ramma inn umhverfið sem leitað er að rímorðum
Orðaspjöld sem eru sett í plast - t.d. Hvað rímar við fjara/fjall/steinn/tré/gras o.s.frv.
Hægt er að nota sömu spjöldin ogí Felum og finnum orð.
.png)
Form 1 - Röðum á formin
1 klst.
Börnin skoða form og finna svo efnivið í nærumhverfi til að mynda formið.
skilja form og auka náttúrulæsi.
Þessi leikur er mjög góður inngangsleikur að því að vinna með form. Þess vegna hentar hann sérstaklega yngstu börnunum. Leikurinn hentar líka vel börnum sem eru að ná tökum á íslensku.
Eitt formspjald er lagt á jörðina. Kennarinn ræðir við börnin hvaða form það sé (hringur, þríhyrningur, ferningur, rétthyrningur.).
Hópurinn kemur sér saman um hvaða efnivið skuli nota fyrir formið. T.d. laufblöð eða smásteina.
Öll börnin safna efniviði og raða á formið.
Stór spjöld með formum, þannig að formin séu um 30-40 cm á kant.
.png)
Form 2
1 klst.
Börnin finna hluti úr nærumhverfi og mynda form.
Að læra að þekkja form, umhverfislæsi.
Þessi leikur er mjög góður inngangleiur að því að vinna með form. Þess vegna hentar hann sérstaklega yngstu börnunum. Leikurinn hentar líka vel börnum sem eru að ná tökum á íslensku.
Kennarinn ræðir við börnin hvaðaform þau þekki (hringur, þríhyrningur, ferningur, réthyrningur). Hann getur líka hft formspjöld til stuðnings.
Hópurinn kemursér saman um hvaða form skuli raða í.
Öll börnin safna efniviði að eigin vali og raða hvert og eitt í formið.
Stór spjöld með formum,þannig að formin séu um 30-40cm ákant.
.png)
Form 3 - Felum formin
1 klst
Börnin skoða form og bera saman við form í náttúrunni.
Að læra að skilja form, náttúru og umhverfislæsi. Grunnform í stærðfæði
Kennarinn ræðir við börnin hvaða form þau þekki (hrngur,þríhyrningur, ferningur, rétthirningur). Hann getur líka haft formspjöld til stuðnings.
Á meðan börnin grúfa sig, dreifirkennarinn formumum nágrennið.
Kennarinn gefur börnunum svo fyrirmæli um hvaða form þau eigi að finna og koma með áhvítan dúk.
Fraðform eða pappaform. Gott er að hafa formin í björtum ltium til að auðvelda börnunum að koma auga á þau.
Hvítur dúkur til að safna formunum á.
.png)
Form 4 - Formin í rammanum
1 klst.
Börnin skoða form í náttúrinn inni í ramma.
Að læar að þekkja form og náttúru og umhverfislæsi.
Kennarinn ræðir við börnin hvaða form þau þekki (hringur, þríhyrningur, ferningur, rétthyrningur, eftv. fleiri?). Kennari getur líka haft formspjöld til stuðnings
Gott er aað kennarinn vinni verkefnið með öllum hópnum í senn en í kjölfarið geta börnin unnið samskonar verkefni i pörum.
Papparammi er lagður á jörðina, staðsetningin er að vali barnanna. Kennarinn spyr börnin hvaða af formunum þau sjái innan rammans og leiðir umræður um hvaða form séu sjáanleg oghver ekki.
Að lokum má dreifa blöðum og litum til barnanna og biðja þau að teikna formin sem þau sjá í rammanum.
Papparammar til að leggja á jörðina, gjarnan af stærð A5 eða A4. Litir og pappír
.png)
Form 5 - Finnum form
1 klst.
Börnin finna form í náttúrunni og taka myndir.
Að læra að þekkja form og umhverfis og náttúrulæsi.
Kennarinn ræðir við börnin hvaða form þau þekki (hringur, þríhyrningur, ferningur, rétthyrningur, etv. fleiri?). Kennari getur líka notað formspjöld til stuðnings.
Kennarinn velur hvaða form á að leita að
Börnunum er skipt í pör eða hópa sem hver á að leita að forminu í umhverfinu og takamynd af því á spjaldtölvu eða síma.
Formspjöld, þe.e. myndir af helstu formunum geta jálpað börnunum að læra formin.
Það er gaman að geta leyft börnunum að taka myndir á spjaldtölvu af formunum í náttúrunni.
.png)
Göngulottó
1 klst.
Nemendur og kennarar fara í samstæðubingó í nærumhverfi.
Hrefying, samvinna, náttúru og umhverfislæsi.
Kennarinn festir lottóspjöld á þar til gerðan borða áður en gegnið er af stað.
Börnin vinna saman í pörum og fær hvert par borða með 4-5 spjöldum á.
Hópurinn gegnur allur saman og leiðinni eiga börnin að reyna að koma auga á það sem er á spjöldunum á þeirra borða.
lottóspjöld á borðum (Memory spjöld). Á hverjum borða er strimill með frönskum rennilás og samsvarandi aftan á hverju lottóspjaldi til að festa það við borðann.
.png)
Hlaupabingó 1 - Myndabingó
1 klst.
Börn spila bókstafabingó úti.
Að læra bókstafi og hljóðin
Börnunum er skipt í hópa, 3-5 í hverjum hópi og hver hópur fær eitt bingóspjald.
Fjær hópnum er spjöldunum með myndum drief tá jörðina, með bakhliðina upp þannig að ekki sjáist myndin á þeim.
Úr hverjum hópi hleypur eitt barn í senn að myndaspjöldunum og sækir eitt spjald.
Þegar barnið kemur til baka í hópinn sinn hjálpast börnn að við að finna á hvaða hljóði myndin byrjar. Ef bókstafurinn sem á þetta hljóð er á spjaldinu má leggja myndapjaldið ofan á og þá getur næsta barn sótt næsta spjald.
Ef spjaldið passar ekki þarf eitthvert barnanna að skila pjaldinu í bunkann á jörðinn og sækja annað spjald í staðinn.
Hægt er að leika leikinn með öllum barnahópunum í senn og hjálpast að við að fylla bingóspjaldið. Líka er hægt að skipta börnunum í hópa og gera kappleik úr bingóinu.
Bingóspjöld með bókstöfum (einföldustu hljóðin í upphafi lestrarnáms.) Myndaspjöld.
.png)
Hlaupabingó 2 - Samlagning
1 klst
Baurn hlaupa í kapp um að fylla út bingóspjald með einföldum reikinsdæmum
Að börnin læri einfalda samlagningu og fái hreyfingu í leiðinni.
Börnunum er skiptí hópa, 3-5 í hverjum hópi og hver hópur fær eitt bingóspjald.
Fjær hópnum er spjöldunum með plúsheitum dreift á jörðina með bakhliðna upp þannig að ekki sjáist hvað plúsheiti standa á þeim.
Úr hverjum hópi hleypur eitt barn í senn að spjöldunum og sækir eitt spjald.
Þegar barnið kemur til baka í hópinn sinn hjálpast börnin við a finna summu plúsheitisins. Ef summan (talan) er á bingóspjaldinu má elggja spjaldið með plúsheitinu þar ofan á og þá getur næsta barn sótt næsta spjald.
Ef spjaldið passar ekki þarf eitthvert barnanna að skila spjaldinu í bunkann á jörðinni og sækja annað spjald í staðin.
Bingóspjöld með tölum, t.d. 1 - 10.
Spjöld með einföldum plúsheitum: t.d. 2 1 eða 3 2.
.png)
Hlaupabingó 3 - Doppur
1 klst
Börnin finna spjöld með doppum (eins og á teningi) og para við tölur á bingóspjöldum.
Talnalæsi og hreyfing.
Börnunum er skipt í hópa, 3 - 5 í hverjum hópi og hver hópur fær eitt bingóspjald.
FJær hópnum er spjöldum með doppum dreift á jörðina, með bakhliðina upp þannig að ekki sjáist hvað er á þeim.
Úr hverjum hópi hleypur eitt barn í senn að spjöldunum og sækir eitt spjald. Þegar barnið kemur til baka í hópinn sinn hjálpast börnin að við að bera saman fjölda doppanna á spjaldinu og tölurnará bingóspjaldinu. Ef fjöldi doppanna er á bingóspjaldinu má leggja spjaldið þar ofan á og þá getur næsta barn sótt næsta spjald. Ef spjaldið passar ekki þarf eitthvart barnanna að skila spjaldinu í bunkann á jörðinni og sækja annað spjald í staðinn.
Bingóspjöld með tölum, 1 - 6 er alvegnóg, 1 - 12 er býsna erfitt.
Spjöld með doppum (eins og teningar)
.png)
Hlaupabngó 4 - Púsluspil
1 klst.
Börnin hlaupa og ná í púsl og púsla saman í hópum
Samvinna, læsi og hreyfing.
Börnunum er skipt í hópa, 3-5 í hverjum hópi.
Fjær hópnum er spjöldum dreift á jörðina með bakhliðina upp þannig að ekki sjáist hvað er á þeim.
Úr hverjum hópi hleypur eit barn í senn a spjöldunum og sækir eitt spjald.
Þegar barnið kemur til baka í hópinn sinn geur næsta barn hlaupið af stað til að sækja spjaldið og þannig koll af kolli. Spjöldin eru hlutar af púsluspili og hópurinn hjálpast að við að púsla heildarmyndina.
Ef spjaldið passar ekki þarf eitthvert barnanna að skila spjaldinu í bunkann á jörðinni og sækja annað spjald í staðinn.
Púsluspjöld - t.d. með því að klippa myndi í nokkra hluta.
.png)
Hristur
1 klst.
Börn finna efnivið í nærumhverfi og búa til hristur.
Tónlist, samvinna, náttúru og umhverfislæsi.
Börnin vinan hvert og eitt sína hristu úr umhverfinu. Meðferðist þurfa að vera ílát til að setja efnivið í.
Ágætt er að byrja á því að lát abörnin safna einvherju forvitnilegu úr umhverfinu á hvítan dúk. Þá hluti sem safnað er er hægt að nota til að búa saman til hristu og profa hvað hentar í hristu og hvað ekki.
Því næst má gefa börnunum sjálfum frjálsar hendur með að safna efnivið í sína eigin hristu.
Annað hvort eru búnar til hristur sem sest hvað er inni í eða hristur sem maður sér ekki hvað er inni í þeim. TIl þess þarf annað hvort plastdósir og þá límbad til að líma lok fyrir eða glerkrukkur með lokum.
.png)
Hvað er í pokanum 1 - Þekki ég hlutinn minn?
1 klst.
Nemendur safna saman hlutum úr nærumhverfi og setja í stóran poka. Kennari eða eitt barn í einu lýsa svo hlutunum með því að stinga hendi í pokan og þreifa á honum.
Geta lýst hlutum, Náttúru- og umhverfislæsi.
Hvert barn fær þau fyrirmæli að finna einn hlut í umhverfinu og koma með hann á hvíta dúkinn. Gott er að þau miði við að hluturinn sé ekki stærri en lófinn þeirra og þau geti með góðu móti haldið honum í annarri hendi.
Með yngstu börnunum ernauðsynlegt að skoða þá hluti sem koma á dúkinn áður en þeir eru settir í einn stóran taupoka (innkaupapoka). Þá er átt við að börnin fái tækifæri til að þreifa á og snerta hlutina.
Þegar öllum hefur verið safnað saman í pokann geturkennarinn gerst annað tveggja:
- Kennarinn setur höndina ofan í pokann og tekur upp einn hlut, án þess þó að börnin sjái hvaða hlutur það er. Hann lýsir hlutnum eins vel og hann getur og börnin eiga að reyna að þekkja hvenær hann heldur á þeim hlut sem þau settu í pokann hvert og eitt.
- Kennarinn leyfir hverju barni á fætur öðru að þreifa á hlutunum í poknaum. Barnið má ekki sjá ofan í pokann en á að reyna að finna þann hlut sem það setti sjálft í pokann.
Hvítur dúkur og stór póki sem ekki sést í gegnum, t.d. margnota innkaupapoki.
.png)
Hvað er í pokanum 2 - Þekki ég hlutina?
1 klst.
Börn finna hluti úr nærumhverfi og setja í poka sem þau reyna svo að þekkja með því að koma við hlutinn ofan í pokanum.
Að læra að lýsa hlut og náttúru og umhverfislæsi.
Ýmsum hlutum úr umhverfinu er safnað saman á hvítan dúk. Gott er að miða við að hlutirnir séu ekki stærri en lófi barnanna og þau geti með góðu móti haldið á þeim í annari hendi.
Með yngstu börnunum er nauðynlegt að skoða þá hlutis em koma ´adúkinn áður enþeir eru settir í einn stóran taupokka (innkaupapoka). Þá er átt víð að börnin fái tækifæri til að þreifa á og snerta hlutina.
Þegar öllum hefur verið safnað saman í pokann gerir kennarinn eftirfarandi:
- Kennarinn seturhöndina ofan í pokann og tekur upp einn hlut, án þess þó að börnin sjái hvaða hlutur það er. Hann lýsir hlutnum eins vel og hann getur og börnin eiga að reyna að þekkja hvaða hlut hann heldur á. Börnin geta hjálpast að við að finna út í sameiningu hvað ahlut kennarinn heldur á.
- Kannarinn leyfir hverju barni á fætur öðru að þreifa á hlutnum í pokanum. Barnið á ekki sjá ofan í pokann en á að reyna að þekkja einvhern af hlutunum í pokanum og þegar það tekst má barnið taka hlutinn upp úr pokanum.
Hvítu dúkur og stór taupoki sem ekki sést í gegnum (t.d. fjölnota innkaupapoki).
.png)
Hvað er í poknaum 3 - Náum í
1 klst.
Nemendur finna hluti í náttúru og nærumhvefi og setja í poka og reyna að svo að finna eins hlut með því að koma við það sem er í pokanum án þess að sjá hlutinn.
læsi, samkskipti, náttúr- og umhverfislæsi.
Ýmsum hlutum úr umhverfinu er safnað saman á hvítan dúk. Gott er að miða við að hlutirnir séu ekki stærri en lófi barnanna og þau geti með góðu móti haldið áþeim í annari hendi.
Með yngstu börnunum er nauðsynlegt að skoða þá hluti sem koma á dúkinn þá er átt við að börnin fái tækifæri tilað þreifa á og snerta hlutina.
Að því loknu er einn hlutur settur í hvern taupoka.
Börnin vinna saman tvö og tvö eða þrjú og þrjú og hvert par/hver hópur fær einn taupoka. Börnin mega ekki kíkja ofan í taupokann, en þau mega setja höndina ofan í pokann og þreifa á hlutnum sem er ofan í pokanum og eiga að reyna að átta sig á því hvaða hlutur það er.
Verkefni þeirra er þvi næst að ná í samskonar hlut og þann sem er ofan í pokanum. - ath. aðeins með þvi að þreifa áhlutnum í poknaum!
Þegar allir haf sótt hlutina safnast börnin saman við hvíta dúkinn og gægst í taupokana til að sjá hvort hlutirnir eru samskonar þeim sem börnin hafa sótt.
Þegar börnin eru vön útinámi og náttúrleikjum og kennarinn getur gengið út frá því að þau þekki algengustu hlutina í umhverfinu er hægt að setja hluti í poka án þess að börnin viti fyrirfram um hvaða hluti er að ræða. Það gerir leikinn meira krefjandi.
Einnig er hægt að gera leikinn erfiðari með því að setja 2-3 ólíka hluti í hvern poka. Auðveldast er fyrir börnin ef áferð hlutanna er mjög ólík, t.d. grenigrein og steinn. Smám saman má auka kröfurnar sem gerðar eru til barnanna og hafa hlutina líkari, s.s. birkigrein og aspargrein, en þá þurfa börnin að hafa öðlast reynslu af því að þekkja þessa hluti í sundur áður, t.d. eins og í verkefnum: Hvað vantar á dúkinn?, Hvað er í pokanum 1 og 2.
Hvítur dúkur og Ltilir taupokar, 15 - 20 cm á kant.
.png)
Hvað vantar á dúkinn?
1 klst.
Nemendur safna hlutum á hvítan dúk og skoða, viskustykki er lagt yfir hlutina og einn hlutir látinn hverfa og nemendur reyna að komast að því hvaða hlutur var tekinn í burtu.
Náttúr- og umhverfislæsi, læsi og samskpti.
Ýmsum hlutum úr umhverfinu er safnað á hvítan dúk. Æskilegt er að þeir séu 10-12 fyrir eldri börnin, en þeim yngstu nægja 6-8 hlutir.
Kennarinn spyr börnin vort þau þekki hlutina. Hann ræðir við þau um sérkenni hlutanna, í hverju þeir eru líkir og í hverju þeir eru ólíkir. Þannig fá börnin upplýsingar um hvern hlut, áferð hans, lit, lögun o.fl. Mikilvægt er að börnin fái að nota sem flest skynfærin við þessa vinnu, þ.e. snerta á hlutunum, lykta af þeim o.s.frv.
Að þessu loknu kemur hópurinn sér saman um hugtak eða heiti fyrir hvern hlut, þe.e. eithvað sem einkennir hann ef heitið er ekki þekkt. T.d. á dúknum getur veirð græna laufblaðið, gula laufblaðið og rauða laufblaðið. En einnig steinn, plast, grein, greniköngull, furuköngull eð ahvað sem er. Bara að allir þekki hvernig átt er við hvern hlut.
Kennarinn breiðir því næst viskastykki yfir hlutina þannig að það hylur þá. Hann segir börnunum að þau eigi að aloka augunum, á meðan ætli hann að láta einn hlut hverf og börnin eigi að segja hvað ahlut vanti nú á dúkinn.
Þegar kennarinn hefur tekið einn hlut undan viskstykkinu gefur hann börnunum fyrirmæli um að ona augun og lyftir því næst viskastykkinu ofan af hlutunum.
Börnin eigað reyna að rifja upp hvaða hlutir voru á dúknum og finna út hvaða hlut vantar núna á dúkinn.
Þessi leikur er mjög góður grunnur fyrir marga aðra nátturleiki, s.s. Hvað er í pokanum 1-4 og Samstæðuspil.
Hvítur dúkur og viskastykki til að breiða yfir.
.png)
Hvaðan kemur hljóðið
1 klst.
Skollaleikur þar sem skollinn reynir að finna hvaðan hljóðið kemur.
Hrefying, læsi og samskipti og hlutsa á umhverfið.
Um er að ræða skollaleik.
Hópurinn myndar hring og eitt barn er kosið skollinn.
Bundið er fyrir augun á barninu og það stendur í miðjum hringnum.
Leikskólakennerinn fer einni ginn í hringinn án þess að barnið sjái hvar hann er staðsettur.
Leikskólakennerinn myndar hljóð með hristu eða flautu og skollinn á að reyna að ná til hans.
Einnig er hægt að lefa börnunum að skiptast á að vera með hljóðgjafann og auðvaðer hægt að gera eltingaleik úr þessu þannig að sá sem myndar hljóðið megi hreyfa sig innan hringsins og reyna að forðast að láta ná sér.
Hljóðgafi, s.s. lila hristu (t.d. sm hefurverið búin til í verkefninu Hristur) flautu eða hljóðfæri s.s. þríhorn eða annað lágvært.
.png)
Klippimyndir á spjaldi
1 klst.
Skapa myndir úr úrklippuafgöngum.
Aðs læra skapa mydnir og nota form í myndir.
Hvert barn fær pappaspjald sem grunn fyrir myndsköpunina. Hægt er að nota lok af pizzakössum (séu þau hrein) eða önnur álíka stór spjöld.
Úr pappírsafgöngm búa börnin til mynd á pappaspjaldið með því að raða þeim upp. Gaman er að gera mynd af einhverju sem rí umhverfisnu, s.s. gróðri byggingum eða örðu.
Ekki er nauðsynlegt aðlíma pappírsafgangana, með því má gera fleiri og fleiri myndir, aftur og aftur.
Í þessu verkefni skiptir máli að börnin hafi aðganga að marglitum pappírsafgöngum (niður klipptum til myndsköpunar). Pappaspjöld, t.d. lok af pizzakössum.
.png)
Könglaskrift
1 klst.
Börnin móta stafi úr könglum eða öðru úr umhverfinu.
Að læra stafi.
Börnin safna saman könglum eða örðurm álíka efnivið. Þegar allmiklu hefur verið safnað er hægt að byrja á stafagerð.
Börnin, annað hvort einstaklingslega eða í pörum, hjálpast að við að raða köngum í stafi.
Ef börnin eru langt komin í stafagerð er jafnvel hægt að raða könglunum í orð eða setningar en þá þarf kennarinn að veratil aðstoðar og jafvel vinna með öllum hópnum í senn.
Að sjáflsögðu er líka hægt að nota könglana til að raða í form eða tölur likt og gert er í verkefnunum Bókstafur á spjaldi, steinar á spjaldi og spýtur á spjaldi.
Það sem finnst í umhverfinu.
.png)
Köngulóavefur
1 klst.
Hnykkli er kastað á millin nemenda þannig að stór köngulóavefur myndist.
Læsi og samskipti.
Nemendur standa í hring og kennarinn einnig. Kennarinn byrjar á því að nefna nafn eins nemanda og kasta til þess garnhnykkli þannig að hann reki sig áfram til nemandans.
Nemandinn heldur í garnið, nefnir nafn annars nemanda og kastar því næst hnykklinum áfram til hans. Þannig rekur garnið sig áfram frá einu barni il annars og myndar stóran köngulóarvef á milli allra.
Þegar garnið er undið upp í hnykil, frá einum nemanda til annars, er hægt að nota tækifærið og láta hvern nemanda t.d. segja nafn á einu blómi, fuglategund eða hverju sem er.
Einnig má tengja garnhnykilinn við sögusmíð, sjá t.d. Sögusmíð með sandpoka.
Garnhnykill
.png)
Leitin að vorinu
1 klst.
Nemendur fara út og leita að merkjum um að vorið sé að koma
Náttúru og umhverfislæsi.
Verkefnið feslt í þvi að leita að ummerkjum um vorið, en þau geta verið margvísleg.
Auðvelt er að koma auga á græn blöð plantna ef gáð er undir sinu. Við svörðinn má ávallt finna nýsprottnar plöntur sem eru að vakna af vetrardvala.
Önnur ummerki um vorið geta verið merki um hreiðurgerð fugla, vorhljóð í fuglum (fuglasöngur), niður í leysingavatni, brum átrjám o.s.frv.
Eingin sérstök gögn eru nauðsynleg en stækkunargler geta skerpt einbeitingu barnanna t.d. Okkar eigin stækkunargler.
.png)
Litadýrð í úðabrúðsa
1 klst.
Búa til myndir í snjó með úðabrúsa
Sköpun og upplifun.
Um er að ræða myndsköpun með því að úða málningu úr úðabrúsum yfir snævi þakta jörðina.
Yngri börn geta átt erfitt með að vinna með úðabrúsa þar sem taka þarf töluvert fast á brúsunum til aná úða úr þeim.
Um getur veirð að ræða óendanlega mynsturgerð, stórar myndir og smáar, sameiginlegar eða einstaklingsmiðaðar, á afmörkuðu svæði eða meðfram leið.
Aðeins eigið hugmyndaflug er takmarkandi.
Litir sem þynntir eru vel út með vatni í úðabrúsa.
.png)
Litahringurinn
1 klst.
Nemendur finna laufblauð í haustlitum og raða i litahringinn á spjald.
Að börn þekki litina og náttúru og umhverfislæsi
Góður grunnur fyrir þennan leik er að nemendur hafi skoðað regnboga eða þekki aðeins til litahringsins. Ef ekki þá er nauðsynlegt að kennarinn hafi með sér litahringinn, hægt er að nota þetta verkefni meðhan til hliðsjónar þó hé sé útfærslan án hans.
Nemendurnir safna laufblöðum á hvítan dúk. Ef væðið er gjöfult af laufi þarf að flokka það eftir tegundum, þ.e. birkilauf, asparlauf o.s.frv.
Ágætt er að börnin vinni í pörum og þeirra verkefni er að raða á spjald eða líma sem flestum litaafbriðgum af sömu lauftegundinni.
Þetta verkefni gefur tilefni til að ræað lífsferli laufblaðsins, frá þvi það er brum og þar til það rotnar.
Gott getur verið að hafa unnið verkefnið - Límt á spjald - áður en þetta verkefni er lagt inn. Þá hafa augu barnanna opnast fyrir litadýrð laufblaðanna og umhverfisins.
Hvítur dúkur og Lím og spjöld til að líma á.
.png)
Litir í bakka
1 klst.
Nemendur finna liti í mhverfinu og safna í bakka.
Þekkja liti, náttúru og umhverfislæsi.
Börnin fá plast eða egjabakka til aða safna sex hlutum í, einum í hvert hólf. Bakkar með sex hólfum eru bestir en með eldri börnum er allt í lagi að nota hefðbundna eggjabakka fyrir 10 eða jafnvel 12 egg.
Í lokið á eggjabakkanum eða í botn plastbakkans er búið að líma pappír af tilteknum lit. Tveir litir eru nægir fyrir yngstu nemendurna og ágætt er að hafa í huga hvaða litir eru finnanlegir í umhverfinu á hverjum tíma. T.d. er mjög erfitt að finna hefðbundinn bláa eða grænan. Nær er að finn fjólubláan eða mosagrænan í náttúrunni.
Þegar börnin hafa fundið sex hluti koma þau til baka að hvíta dúknum og þá er gott að gefa sér góðan tím til að skoða það sme börnin safna í bakkana.
Egglabakki eða plastbakkar undan skyrdósum.
Myndir sem límdar eru í bont bakkana
Hvítur dúkur.
.png)
Límt á spjald
1 klst.
Líma hluti úr náttúrunni á spjald.
Líma hluti úr náttúrunni á spjald.
Börnin safna saman ýmsu efni sem notað verður til mynsköpunar. Gott er að börnin leggi þessa hluti á hvíta dúkinn.
Börnin fá því næst spjald sem þau mega lima efniviðinn á.
Hvítur dúkur til að safna efniviðnum á. Lím og spjöld til að lima á.
.png)
Lítið og stórt lauf
1 klst.
Börnin finna laufblöð og leggja á dúk og ræða.
Að þekkja liti og lögun, náttúru- og umhverfislæsi.
Börnin fá þau fyrirmæli að sækja eitt stórt og eitt lítið laufblað og koma með þau á hvítan dúk sem lagður er á jörðina.
Þegar öll börnin hafa lagt laufblöðin sín á dúkinn setjast þau ásamt kennaranum hringinn í kring um dúkinn.
Kennarinn spyr þau ýmissa spurninga og hópurinn greinir laufblöðin í sameiningu:
- Hvaða laufblað er stærst?
- Hvaða laufblað er minnst?
- Hverjir eru litirnir á laufblöðunum
- Hversu mörg eru stóru laufblöðin?
- Hversu mörg eru litlu laufblöðin?
- O.s.frv.
Hvítur dúkur til að leggja á jörðina.
.png)
Metrasnúra
1 klst.
Börnin mæla umhverfið með snúr sem er 1m.
Læra hugtök úr stærfræði, náttúru- og umhverfislæsi.
Börnin vnna í hópum eða pörum. Hvert par fær band sem er 1m að lengd.
Ágætt er að byrja að kanna hvað í umhverfinu er lengra en 1m eða breiðara en 1m o.s.frv. og láta börnin nota bandið til að meta það.
Því næst er hægt að gefa þeim fyrirmæli um að finna eitthvað sem er minna eða styttra en 1m. Börnin nota áfram bandið til að meta stærð hluta í umhverfinu.
Að lokum er verkefnið að finna eitthvað í umhverfinu sem er akkúrat 1m að lengd, breidd, þvermál o.s.frv.
Þetta er mjög gott verkefni til að vinna með hugtök með eldri börnum. Hvað á ég við þegar ég segi stærri? Eru önnur hugtök sem eiga beur við, t.d. lengri, breiðari, þyngri eða þykkari? O.s.frv.
Yngri börnum nægir að kanna umhverfið með snúrunni.
Böndsem eru 1m að lengd, t.d. sippubönd.
.png)
Myndsköpun á límspjöldum
1 klst
Nemendur týna hlutiúr náttúrunni og setja á límsspjöld.
Listsköpun og náttúru- og umhverfislæsi.
Hvert og eitt barn fær spjald með límbandi.
Börnin búa til mynd á spjaldið úr ýmsu í umhverfinu. Yngstu örnin eiga erfitt með spjöld sem þakin eru teppalímbandi, þeim hentar frekar að fá strimil.
Best er að þekja spjöldin alveg þannig að límið sé hulið. Dusta má sand yfir eða annað til að koma í veg fyrir auð svæði í myndnum.
Taka má verkefnið lengra og bæta við sögsmíð á límspjöldum.
Spjöld með límbandi eru þannig útbúin að spjald af stærðinni A4 erþakið með teppalímbandi. Því næst er spjaldið skorið í fernt með pappírsskurðarhníf. Spjöldin eru í póstkortastærð.
.png)
Myndverk á jörðinni
1 klst.
Nemendur búa til mynd úr þvi finnst í umhverfinu.
Listsköpun, náttúru- og umhverfislæsi.
Allur hópurinn getur unnið saman eða í smærri hópum eða pörum
Saman ákveða börnin af hverju eigi að búa til mynd
Þau safna saman alls konar efniviði, annað hvort á hvítan dúk eða beint í á jörðina.
Hægt er að búa til hvort sem er tvívíðar myndir (flatar ájörðinni) eða þrívíðar.
E.t.v. Hvítan dúk til að safna efnivið á.
.png)
Velkomin – snúra
2 klst.
Trjáskífur sem þræddar eru upp á snúru.
Skógartengt útinám.
Lýsing
- Skífurnar geta verið misjafnari stærð, 5 – 10 cm í þvermál, skornar niður í 0,5-1cm þykkt.
- Stafirnir letraðir eða skornir út á skífurnar
- Skífurnar pússaðar ef með þarf
- Málað eða litað ofan í letrið
- Krókarnir skrúfaðir á skífurnar
- Skífurnar þræddar upp á snærið/snúruna og fest upp á vegg eða á útidyrnar
Efniviður
- 9 skífur (VELKOMINN)
- Snúra/snæri 1m/5mm
- 9 litlir krókar
Verkfæri
- Handsög eða rafmagns „kúttari“
- Sandpappír eða lítill „juðari“
- Tálguhnífar eða útskurðarjárn
- Borvél og borar
- Litir eða málning
.png)
Jólaórói/Jólatré
2 – 3 klst.
Jólatrésórói búinn til úr greinastubbum.
Skógartengt útinám.
Föndurveita MÚÚ
Skógartengt útinám er heillandi viðfangsefni og ómissandi þáttur útikennslunnar. Í slíku námi er lögð áhersla á gróður, tré og skóga, vistfræði þessa umhverfis ásamt því dýralífi sem býr og lifir í skógum. Þá gefur skógartengt útinám tækifæri til að nota skógarefni til handverks og föndurvinnu.
Að gefa nemendum þannig tækifæri til að handleika og vinna beint úr náttúrulegum skógarvið gefur okkur tækifæri til að koma nær uppruna efnisins og fá sterka tenginu við umhverfið og afurðir skógarins. Um leið og lært er og leikið í skógi klæddu umhverfi eða á öðrum grónum svæðum fást skemmtileg og þroskandi verkefni með því að nota og smíða úr því efni sem skógurinn gefur.
Efnisveita MÚÚ hefur þann tilgang að hafa á boðstólum skógarefni, trjáboli og greinar í ólíkum sverleikum. Efnið er þurrt eða óþurrkað og kemur frá grisjun á almenningsgörðum og útivistarsvæðum í Reykjavík og styður þannig við sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.
Fjölmargar föndurhugmyndir eru aðgengilegar í bókum og af netinu, en til að hvetja kennara og leiðbeinendur til að notfæra sér Efnisveituna eru hér nokkrar hugmyndir að skemmtilegu handverki.
Þar er verkefnunum lýst, efnisnotkun og vinnuferli. Hvaða verkfæri eru notuð og annað sem máli skiptir. Auðvitað eru fjölmargar aðrar hugmyndir til og ekki nauðsynlegt að fara eftir þessum framlögðu ráðleggingum því altaf er hægt að fara margar leiðir að sama marki
Grunnur þessara hugmynda byggist á því framboði og því efni sem Efnisveita MÚÚ vill ætíð hafa tiltækt í Gufunesbæ. Hjá Efnisveitunni er bæði hægt að nálgast efnið alveg óunnið eða fá efnið afhent niður sagað í ákveðnar stærðir, hentugan sverleika og þykktir sem miðast við tiltekin verkefni.
Lýsing
⦁ Jólatrésórói er búinn til með því að binda saman greinastubba í stærðarröð, stysta greinin efst og lengsta neðst. Meðfylgjandi snæri er þrætt í gegnum göt á greinum og hnútum brugðið á snærið undir hverri grein svo þær haldist beinar og í láréttri stöðu. Snærið er því næst bundið saman að ofan og lykkju brugðið á.
⦁ Jólatréð er hægt að festa upp við vegg/hurð/glugga eða í loft svo það njóti sín vel frá báðum hliðum. Jólatréð er hugsað sem sameign frístundaheimilisins og barnanna sem þar dvelja sem frjálst er að búa til fallegt jólaskraut til að skreyta tréð með.
⦁ Trjáskífurnar eru sagaðar niður með geirungssög (kúttari) í 5- 10 mm þykkar sneiðar. Stundum þarf að pússa þær og gera sléttar. Síðan má skreyta með ýmsum hætti og eftir smekk. Allar skífur þarf síðan að gata svo hægt sé að þræða band/snæri og festa það á tréð.
⦁ Tilvalið er að bjóða krökkunum einnig upp á að búa til jólaskraut úr öðrum efnivið og hengja á tréð.
Efniviður
⦁ 7 greinastubbar í mismunandi stærðum sem búið er að gata á endum
⦁ 3 metra snæri
⦁ Trjáskífur með gati fyrir band.
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Tálguhnífar eða útskurðarjárn
⦁ Borvél og borar
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Litir eða málning
.png)
Jólasveinastubbar
2 – 3 klst.
Búa til Jólasvein úr grein.
Föndurveita MÚÚ
Skógartengt útinám er heillandi viðfangsefni og ómissandi þáttur útikennslunnar. Í slíku námi er lögð áhersla á gróður, tré og skóga, vistfræði þessa umhverfis ásamt því dýralífi sem býr og lifir í skógum. Þá gefur skógartengt útinám tækifæri til að nota skógarefni til handverks og föndurvinnu.
Að gefa nemendum þannig tækifæri til að handleika og vinna beint úr náttúrulegum skógarvið gefur okkur tækifæri til að koma nær uppruna efnisins og fá sterka tenginu við umhverfið og afurðir skógarins. Um leið og lært er og leikið í skógi klæddu umhverfi eða á öðrum grónum svæðum fást skemmtileg og þroskandi verkefni með því að nota og smíða úr því efni sem skógurinn gefur.
Efnisveita MÚÚ hefur þann tilgang að hafa á boðstólum skógarefni, trjáboli og greinar í ólíkum sverleikum. Efnið er þurrt eða óþurrkað og kemur frá grisjun á almenningsgörðum og útivistarsvæðum í Reykjavík og styður þannig við sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.
Fjölmargar föndurhugmyndir eru aðgengilegar í bókum og af netinu, en til að hvetja kennara og leiðbeinendur til að notfæra sér Efnisveituna eru hér nokkrar hugmyndir að skemmtilegu handverki.
Þar er verkefnunum lýst, efnisnotkun og vinnuferli. Hvaða verkfæri eru notuð og annað sem máli skiptir. Auðvitað eru fjölmargar aðrar hugmyndir til og ekki nauðsynlegt að fara eftir þessum framlögðu ráðleggingum því altaf er hægt að fara margar leiðir að sama marki
Grunnur þessara hugmynda byggist á því framboði og því efni sem Efnisveita MÚÚ vill ætíð hafa tiltækt í Gufunesbæ. Hjá Efnisveitunni er bæði hægt að nálgast efnið alveg óunnið eða fá efnið afhent niður sagað í ákveðnar stærðir, hentugan sverleika og þykktir sem miðast við tiltekin verkefni.
Lýsing
⦁ Greinarnar eru sagaðar niður í geirungsög (bútsög) eða með handsög í hæfilegar lengdir. Mikilvægt er að endinn sé í 90° svo jólasveinninn standi vel.
⦁ Síðan er annar endinn sagaður til með 50 °– 60 ° halla sem myndar um leið andlit jólasveinsins.
⦁ Gott er að pússa „andlitið“ og gera það sem sléttast.
⦁ Þá er að teikna á hann nef og augu, líma skegg og hár á sveininn. Bora gat fyrir nefið
⦁ Flestir jólasveinar eru líka með húfu sem hægt er að klippa til og líma á kollinn.
Efniviður
⦁ 3 – 5 cm sverir greinastubbar. 7 – 15 cm langir.
⦁ Flísefni eða pappi fyrir jólasveinahúfu
⦁ Mjó grein eða kvistur fyrir nef (valkvætt)
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Litir eða málning
⦁ Límbyssa, límtúpa eða lím og penslar
⦁ Borvél og borar
.png)
Vinatré
3 - 4 klst.
Vinatré úr greinum.
Föndurveita MÚÚ
Skógartengt útinám er heillandi viðfangsefni og ómissandi þáttur útikennslunnar. Í slíku námi er lögð áhersla á gróður, tré og skóga, vistfræði þessa umhverfis ásamt því dýralífi sem býr og lifir í skógum. Þá gefur skógartengt útinám tækifæri til að nota skógarefni til handverks og föndurvinnu.
Að gefa nemendum þannig tækifæri til að handleika og vinna beint úr náttúrulegum skógarvið gefur okkur tækifæri til að koma nær uppruna efnisins og fá sterka tenginu við umhverfið og afurðir skógarins. Um leið og lært er og leikið í skógi klæddu umhverfi eða á öðrum grónum svæðum fást skemmtileg og þroskandi verkefni með því að nota og smíða úr því efni sem skógurinn gefur.
Efnisveita MÚÚ hefur þann tilgang að hafa á boðstólum skógarefni, trjáboli og greinar í ólíkum sverleikum. Efnið er þurrt eða óþurrkað og kemur frá grisjun á almenningsgörðum og útivistarsvæðum í Reykjavík og styður þannig við sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.
Fjölmargar föndurhugmyndir eru aðgengilegar í bókum og af netinu, en til að hvetja kennara og leiðbeinendur til að notfæra sér Efnisveituna eru hér nokkrar hugmyndir að skemmtilegu handverki.
Þar er verkefnunum lýst, efnisnotkun og vinnuferli. Hvaða verkfæri eru notuð og annað sem máli skiptir. Auðvitað eru fjölmargar aðrar hugmyndir til og ekki nauðsynlegt að fara eftir þessum framlögðu ráðleggingum því altaf er hægt að fara margar leiðir að sama marki
Grunnur þessara hugmynda byggist á því framboði og því efni sem Efnisveita MÚÚ vill ætíð hafa tiltækt í Gufunesbæ. Hjá Efnisveitunni er bæði hægt að nálgast efnið alveg óunnið eða fá efnið afhent niður sagað í ákveðnar stærðir, hentugan sverleika og þykktir sem miðast við tiltekin verkefni.
Lýsing
⦁ Trjábúturinn (fóturinn) er sagaður niður í hæfilega stærð. Ath. að saga botnflötinn í 90° og pússa hann vel svo fóturinn standi stöðugur.
⦁ Beinvaxin sterk grein (2 – 3 cm) valin og borað passlegt gat í miðjuna á fætinum. Ath. að greinin er síðan límd síðar í fótinn.
⦁ Greinabútarnir sem mynda greinar trésins eru sagaðar í passlegar lengdir. (50 – 20 cm)
⦁ Skífurnar eru sagaðar til
⦁ Greinarnar og skífurnar festar á „stofninn“ með skrúfum eða nöglum. Gott getur verið að tálga sæti fyrir bæði greinar og skífur.
⦁ Vinatréð tilbúið að límast í fótinn.
⦁ Síðan er hægt að festa kveðjur og kærleiksorð á tréð
Efniviður
⦁ Trjábútur (10 – 15 cm sver og 20 – 30 cm hár) fyrir fótinn
⦁ Beinvaxin sterk grein eða mjór trjástofn (2-3 cm) 50 – 70 cm langur fyrir stofninn í Vinatrénu
⦁ 7 – 10 greinabútar í mismunandi stærðum frá 50cm – 20sm á lengd
⦁ 7 – 10 skífur sem eru 5 – 7 cm í þvermál. 1.0 – 1,5 cm á þykkt.
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Tálguhnífar eða útskurðarjárn
⦁ Borvél og borar
⦁ Skrúfjárn, skrúfvél eða hamar
⦁ Litir eða málning
⦁ Pappír, ritföng eða litir
.png)
Ormar – langir og stuttir
1 - 2 klst.
Ormar búnir til úr trjáskífum.
Föndurveita MÚÚ
Skógartengt útinám er heillandi viðfangsefni og ómissandi þáttur útikennslunnar. Í slíku námi er lögð áhersla á gróður, tré og skóga, vistfræði þessa umhverfis ásamt því dýralífi sem býr og lifir í skógum. Þá gefur skógartengt útinám tækifæri til að nota skógarefni til handverks og föndurvinnu.
Að gefa nemendum þannig tækifæri til að handleika og vinna beint úr náttúrulegum skógarvið gefur okkur tækifæri til að koma nær uppruna efnisins og fá sterka tenginu við umhverfið og afurðir skógarins. Um leið og lært er og leikið í skógi klæddu umhverfi eða á öðrum grónum svæðum fást skemmtileg og þroskandi verkefni með því að nota og smíða úr því efni sem skógurinn gefur.
Efnisveita MÚÚ hefur þann tilgang að hafa á boðstólum skógarefni, trjáboli og greinar í ólíkum sverleikum. Efnið er þurrt eða óþurrkað og kemur frá grisjun á almenningsgörðum og útivistarsvæðum í Reykjavík og styður þannig við sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.
Fjölmargar föndurhugmyndir eru aðgengilegar í bókum og af netinu, en til að hvetja kennara og leiðbeinendur til að notfæra sér Efnisveituna eru hér nokkrar hugmyndir að skemmtilegu handverki.
Þar er verkefnunum lýst, efnisnotkun og vinnuferli. Hvaða verkfæri eru notuð og annað sem máli skiptir. Auðvitað eru fjölmargar aðrar hugmyndir til og ekki nauðsynlegt að fara eftir þessum framlögðu ráðleggingum því altaf er hægt að fara margar leiðir að sama marki
Grunnur þessara hugmynda byggist á því framboði og því efni sem Efnisveita MÚÚ vill ætíð hafa tiltækt í Gufunesbæ. Hjá Efnisveitunni er bæði hægt að nálgast efnið alveg óunnið eða fá efnið afhent niður sagað í ákveðnar stærðir, hentugan sverleika og þykktir sem miðast við tiltekin verkefni.
Lýsing
⦁ Tjáskífurnar sagaðar niður.
⦁ Skífurnar pússaðar ef með þarf
⦁ Stærsta skífan höfð fyrir „hausinn“ . Augu skorin út eða teiknuð á hausinn.
⦁ Hinar skífurnar skornar út, málaðar eða skreyttar.
⦁ Göt boruð í miðju skífanna og snúran þrædd í gegn. Hnútur bundinn á endann og haft litið skott á endanum.
⦁ Fremri endinn þræddur í gegnum hausinn og snúran „klofin“
Efniviður
⦁ Trjáskífur. 1 í stærðinni 4 – 6 cm í þvermál og hinnar minni.
⦁ Grönn, rúnnuð og mjúk snúra. 3 – 4 mm
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Tálguhnífar eða útskurðarjárn
⦁ Borvél og borar
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Litir eða málning
.png)
Páskaungar
2 – 3 klst.
Páskaungar búnir til úr trjáskífum.
Föndurveita MÚÚ
Skógartengt útinám er heillandi viðfangsefni og ómissandi þáttur útikennslunnar. Í slíku námi er lögð áhersla á gróður, tré og skóga, vistfræði þessa umhverfis ásamt því dýralífi sem býr og lifir í skógum. Þá gefur skógartengt útinám tækifæri til að nota skógarefni til handverks og föndurvinnu.
Að gefa nemendum þannig tækifæri til að handleika og vinna beint úr náttúrulegum skógarvið gefur okkur tækifæri til að koma nær uppruna efnisins og fá sterka tenginu við umhverfið og afurðir skógarins. Um leið og lært er og leikið í skógi klæddu umhverfi eða á öðrum grónum svæðum fást skemmtileg og þroskandi verkefni með því að nota og smíða úr því efni sem skógurinn gefur.
Efnisveita MÚÚ hefur þann tilgang að hafa á boðstólum skógarefni, trjáboli og greinar í ólíkum sverleikum. Efnið er þurrt eða óþurrkað og kemur frá grisjun á almenningsgörðum og útivistarsvæðum í Reykjavík og styður þannig við sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.
Fjölmargar föndurhugmyndir eru aðgengilegar í bókum og af netinu, en til að hvetja kennara og leiðbeinendur til að notfæra sér Efnisveituna eru hér nokkrar hugmyndir að skemmtilegu handverki.
Þar er verkefnunum lýst, efnisnotkun og vinnuferli. Hvaða verkfæri eru notuð og annað sem máli skiptir. Auðvitað eru fjölmargar aðrar hugmyndir til og ekki nauðsynlegt að fara eftir þessum framlögðu ráðleggingum því altaf er hægt að fara margar leiðir að sama marki
Grunnur þessara hugmynda byggist á því framboði og því efni sem Efnisveita MÚÚ vill ætíð hafa tiltækt í Gufunesbæ. Hjá Efnisveitunni er bæði hægt að nálgast efnið alveg óunnið eða fá efnið afhent niður sagað í ákveðnar stærðir, hentugan sverleika og þykktir sem miðast við tiltekin verkefni.
Lýsing
⦁ 2 trjáskífur sagaðar til.
⦁ 5 – 8 cm. kringlótt fyrir fótinn
⦁ 6 – 10 cm sporöskjulöguð fyrir hausinn
⦁ Skífurnar pússaðar ef með þarf
⦁ Mjóar sterkar greinar skornar til fyrir fætur
⦁ Hausinn málaður eða skorinn út. Skreyttur með borða.
⦁ Götin boruð fyrir fæturnar á miðjan kringlóttann fótinn
⦁ Í neðri enda á sporöskjulöguð skífunni eru boruð tvö göt.
⦁ Fætunum komið fyrir í fótinn og á „hausinn“
Efniviður
⦁ 2 stk. trjáskífur. Önnur kringlótt og hin sporöskjulöguð.
⦁ 2 mjóar greinar
⦁ Mjóir borðar, „augu og nef“ og málning eða litir
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Tálguhnífar eða útskurðarjárn
⦁ Borvél og borar
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Litir eða málning
.png)
Páskakanínur
1 - 2 klst.
Páskakanínur úr trjáskífum
Lýsing
⦁ Trjáskífurnar sagaðar niður og pússaðar ef með þarf
⦁ Kringlóttu trjáskífurnar límdar saman (búkurinn og fæturnir)
⦁ Sporöskjulöguðu trjáskífurnar límdar á hausinn
⦁ Kanínan máluð eða skreytt eða augu, nef og munnur skorin út
Efniviður
⦁ 4 kringlóttar trjáskífur 5 – 7 cm í þvermál
⦁ 2 sporöskjulagaðar (langar og fremur mjóar trjáskífur
⦁ Límbyssa, límbrúsi eða lím og pensill
⦁ Litir eða málning og pensill
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Tálguhnífar eða útskurðarjárn
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Litir eða málning
.png)
Dvergar
1 - 2 klst.
Dvergar búnir til úr greinum.
Lýsing
⦁ Greinarnar sagaðar niður í geirungsög (bútsög) eða með handsög í hæfilegar lengdir. Mikilvægt er að endinn sé í 90° svo jólasveinninn standi vel.
⦁ Skera úr lítilli grein nef eða augu og bora hæfileg göt fyrir það. Eða teikna á hann nef og augu.
⦁ Klippa út skegg og húfu úr flísefninu eða pappírnum
⦁ Líma skeggið og húfuna á dverginn
Efniviður
⦁ 3 – 5 cm sverir greinastubbar. 7 – 15 cm langir.
⦁ Flísefni eða pappi fyrir dvergahúfuna
⦁ Mjó grein eða kvistur fyrir nef eða lítill hnoðri (valkvætt)
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Límbyssa, límtúpa eða lím og penslar
⦁ Borvél og borar
⦁ Skæri
.png)
Rúnir og galdrastafir - Trjáskífumóttív
1 - 2 klst.
Rúnir og galdrastafir úr trjáskífum.
Lýsing
⦁ Trjáskífurnar sagaðar til
⦁ Skífurnar pússaðar á báðum hliðum
⦁ Rúnin eða galdrastafurinn skorin út, brennimerktur eða lituð/máluð á skífuna
⦁ Framhliðin pússuð aftur
⦁ Gatið borað fyrir leðursnúruna
⦁ Skífan lökkuð og látin þorna
⦁ Leðursnúran þrædd í gatið og bundinn fiskimannahnútur
⦁ Þá er hægt að búa til Trjáskífumótíf eða annað skraut.
Efniviður
⦁ Trjáskífur, 5 – 10 cm í þvermál
⦁ Grönn leðursnúra 3 mm, má vera í misjafnri lengd
⦁ Litir, ritföng eða málning
⦁ Glært lakk
Verkfæri
⦁ Handsög eða rafmagns „kúttari“
⦁ Borvél og borar
⦁ Sandpappír eða lítill „juðari“
⦁ Tálguhnífar, útskurðarján eða brennimerkitæki
⦁ Pensill
.png)
Okkar eigið stækkunargler
1 klst
Börnin búa til sitt eigið stækkunargler.
Að rýna í nærumhverfi og náttúru
Til að skoða umhverfið getur verið gagnlegt að hafa stækkunargler. Ungum börnum reynist hinsvegar erfitt að skoða í gegnum hefðbundin stækkunargler, glerin vilja blotna eða verða skítug og sömuleiðs er börnunum tamt að bera stækkunarglerið upp að augunum í stað þess að beina því að þeim hlut sem á að astækka til að hægt sé að skoða hann beur.
Í stað þess að nota hefðbundin stækkunargler, getur verið sniðugt að leyfa börnunum að búa til sín eigin stækkunargler - þau sjá oft miklu betur í gegnum þau.
Um er að ræða einhverskonar ramma sem þau geta haldið á, án glers.
Gjarnan má nota verðlausan efnivið, s.s. afgnags pappa sem stækkunargler er klippt út úr eða búa til ramma með handfangi úr pappamassa.
.png)
Órói
1 Klst
Börnin safna efnivið úr umhverfinu og búa til óróa
Að börnin finn efnivið í náttúrunni og búi til óróa.
Börn safna ýmu úr umhverfinu sem þau vilja nota hvert og eitt í sinn óróa. Gott er að afhenda börnunum eitthvert ílát til að safna efniviðnum í.
Þegar börnin koma til baka til kennarans fá þau vír til að festa samanþað sem þau hafa safnað og búa til sinn óróa.
Vír og klippur til að klippa vírinn (skæri geta verið nægjanleg).
Annar efniviður er fenginn úr náttúrunni áhverjum stað - gætum þess að ganga um náttúruna af virðingu og taka ekki meira en nauðsynlegt er.
.png)
Samstæðuspil
30 mín
Samstæðuspil með efnivið úr nærumhverfi.
Að börn læri að þekkja umhverfið og hugtök sem tengjast þeim efnivið sem þar er að finna.
12 -16 hlutum er safnað á hvíta dúkinn, tveir og tveir skulu vera af sömu gerð, t.d. tveir könglar, tvær grenigreinar, tveir steinar. Skyrdósum er hvolft yfirhlutina.
Hvert barn má því næst snúa við tveimur dósum í senn og á að reyna að finna samstæður undir þeim.
Vegna þess hversu fáar samsstæðurnar eru fær barnið ekki að gera aftur, ef það hefur hitt á samstæðu, heldur fær að geyma samstæðuna þangað til spili er búið. Þá má leggja hlutina aftur á dúkinn, hvolfa dósunum yfir aftur og spila nýjan leik.
Í upphafi getu verið gagnlegt að allir komi sér saman um hvaða hlutir þetta séu, þ.e. hugtök og heiti sem lýsa hlutnum. Þessi hugök þarf svo barnið að endurtaka fyrir þá hluti sem eru undir skyrdósunum tveimur sem það snýr við.
Ágætt er að fara í leikinn: Hvað vantarádúkinn? á undan samstæðuspilinu.
.png)
Sex hlutir í bakka
30 - 60 mín
Börnin safna hlutum úr umhverfinu og setja í bakka
Að þekkja nærumhverfi og læra nöfn á því sem þar er að finna.
Börnin fá plast- eða eggjabakka til að safna sex hlutum í, einum í hvert hólf.
Á botn hvers hólfs er búið að líma mynd af einhverju sem börnin eiga að finnna, t.d. köngull, grein, jafnvel broskarl þar sem börnin geta sett eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt.
Þegar börnin hafa fundið sex hluti koma þau til baka að hvíta dúknum og þá er gott að gefa sér góðan tíma til að skoða það sem börnin safna í bakkana.
Eggjabakkar eða plastbakkar utan af skyr eða jógúrtdósum.
Myndir sem límdar eruí botn bakkanna
Hvítur dúkur
.png)
Skynjunarspjöld
30 - 60 mín
Börnin tengja skynfærin við náttúru og umhverfi
Að börnin læri hvað skynfæri og læri umhverfislæsi og upplifum með ólíkum skynfærum.
Kennarin byrjar á að skoða skynjunarspjöldin með börnunum og ræða við þau hver skynfærin eru og til hvers við notum þau.
Börnin vinna saman í pörum og fær hvert par eitt prik með mynd af einu skynfæranna.
Börnin far svo og stinga prikinu niður þar sem umhverfið tengist því skynfæri sem er á þeirra priki.
Að lokum er gengið á milli allra prikanna sem börnin hafa komið fyrir og hvert par fær tækifæri til að segja frá hvers vegna þessi staður hafi veirð valinn. "Hvers vegna er mynd af eyra hér?"
Að sjálfsögðu er hægt að vinna á fjölbreyttan hátt með skynfærin á prikum E.t.v. kýs kennarinn að kom þeim fyrir sjálfur til að vekja áthygli á einhverju tilteknu í umhverfinu, einnig er hægt að láta hvert og eitt barn fá prik með mynd af skynfæri og vinna einstaklingslega, o.s.frv.
Spjöld með myndum af munni, höndum, nefi, eyra og auga.
.png)
Sögusmíði á límspjöldum
30 - 60 mín
Börnin inn hluti í nærumhverfi og setja á blað með teppalími.
Að rýna í nærumhverfi og læra á nöfn á hlutum og líma á blað.
Hvert og eitt barn fær spjald með límbandi .
Börnin safna á spjaldið sitt ýmsu úr umhverfinu. Þau geta einnig átt að búa til mynd á spjaldið úr einhverju í umhverfinu en það hentar ekki endilega yngstu börnunum.
Að lokum búa börnin til sögu út rá því sem er á spjaldinu þeirra.
Með eldri börnunum má jafvel bæta við orðaspjödum til að tengja við spjödin en þá þarf að hafa meðferðis efnivið til að útbúa spjöld (s.s. ritföng og pappír).
Spjöld (stærð A6 er nóg) með límbandi eru þannig útbúin að bútur af teppalímbandi (double tape) er límt á spjaldið. Áður en börnin hefjast handa er plastið fjarlægt af límbandi svo þau geti límt á. Einnig má þekja spjöldin með tepplímbandi og gera heilu myndirnar.
.png)
Sögusmíð með myndaspjöldum
Börnin vinna í hópum. Hver hópur fær afhent 3-4 myndaspjöld semeiga við umhverfið sem börnin eru stödd á (Skógur, fjara, holt, garður).
Börnin eiga að safna saman þeim hlutum sem myndirnar eru af (sjá mynd)
Að lokum búa börnin til sögu út frá myndunum ogþeim hlutum sem þau hafa fundið.
með eldri börnunum má jafnvel bæta við orðaspjöldum til að tengja við myndirnar.
Myndaspjöld með hlutum í nærumhverfinu gjarnan plöstuð.
.png)
Sögusmíð með sandpoka
30 mín
Börnin semja sögu með því að kasta á milli sandpoka
Að börnin efla ímyndunaraflið og tjáningu.
Börnin standa í hring ásamt kennaranum. Kennarinn byrjar á að skálda upphaf sögu, t.d. "Einu sinni var....". Því næst nefnir hann nafn eins barnsins og kastar til þess sandpoka.
Barnið gríur sandpokann og heldur áfram með sögusmíðina. Þegar barnið hefur bætt við nokkrum setningum nefnir það nafn annars barns og kastar því næst sandpokanum áfram til þess. Þannig taka öll börnin þátt í sögusmíðinni.
Sögu er líka hægt að smíða með því að nota garnhnykil til þess að kasta á milli barnanna, sjá verkefnið Köngulóavefur.
Þegar útiverunni er lokið og inn er komið má rifja upp söguna sem til varð ogvinna nánar úr henni, t.d. með mynd og listsköpun, endursögn o.fl.
Úr sögunni má einnig velja einstök orð til að vinna áfram með, t.d. í Finnum orðaspjöldin eða Felum og finnum orð en þá þarf kennarinn að undirbúa orðaspjöld fyrir næstu útiveru.
Einn sandpoli (10 x10 cm taupoki, fyltur af sandi eða öðru slíku.
.png)
Spýtur á spjadi
30 - 60 mín
Börnin nota spýtur til að skapa form og raðir
Að börn þekki grunn form í stærfræði og sköpun
Börnin safna tíu spýtum/greinum hvert og eitt. Gott er að kennarinn hafi spýtu af æskilegri lengd þegar hann gefur börnunum fyrirmælin. Yngstu börnin geta safnað greinum í sameiningu á hvíta dúkinn og kennarinn deilt þeim svo á börnin.
Hvert barn fær pappaspjald sem það raðar greinum á.
Hægt er að leyfa börnunum að raða frjálst á spjöldin en eldri börnin geta raðað eftir fyrirmælum, t.d. svona:
- Öll sitja í hring.
- Kennarinn nefnir eitthvað sem allir eiga að raða spýtunum í, s.s. frá þeirri stystu til hennar lengstu, í þríhyrning, í tiltekinn tölu- eða bókstaf eða mynd.
- Börnin raða hvert og eitt á sitt spjald. skv. fyrirmælum kennarans.
- Þegar allir hafa lokið því, fær barn að gefa fyrirmæli um hvað á að raða næst og þannig koll af kolli.
Tíu spýtur á hvert barn. Stundum getur átt við að láta börnin vinna í pörum, þá eru það tíu spýtur á hvert par.
Spýturnar eiga gjarnan að vera 5 - 25 cm langar.
Ekki mikið styttri og helst ekki mikið lengri.
Pappaspjald til að raða spýtunum á, 15 x 15 cm á kant.
.png)
Stafrófsdúkur 1 - Finnum á dúkinn
30 - 60 mín
Börnin finna hluti í umhverfinu sem þau svo tengja við upphafsstaf hlutsins.
Að læra stafrófið
Verkefnið er gott að vinna með öllum barnahópum í senn.
Kennarinn leggur stafrófsdúk á jörðina og börnin setjast í hring umhverfis.
Gott er að byrja á því að vita hvaða stafi börnin þekkja, e.t.v. hefur þegar verið unnið með tiltekinn staf/tiltekna stafi sem ágætt er þá að byrja á.
Hópurinn rifjar upp bókstafinn og það hljóð sem hann á.
Því næst eiga allir að fara að finna eitthvað í umhverfinu semá þennan tiltekna staf ogleggja ofan á bókstafinn á dúknum.
Dúkur sem íslenska stafrófið hefur verið skrifað inn á.
.png)
Stafrófsdúkur 2 - Safnað í poka
30 - 60 mín
Börnin finna hluti í nærumhverfi sem og tengja heiti þeirra við réttan bókstaf á stafrófsdúk.
Að börnin læri heiti á hlutum í nærumhverfi og stafrófið.
Börnin vinna tvö og tvö saman og hvert par fær í upphafi taupoka til að safna ýmsu áhugaverðuí úr náttúrunni. Taupokar eru betri en plastpokar þar sem þeir hylja betur það sem í þeim er. Gott er að gefa börnunum fyrirmæli um hversu mörgum hlutum þau mega safna í pokann.
Því næst safnast öll börnin ásamt kennara saman umhverfis stafrófsdúkinn sem lagður hefur verið á jörðina.
Eitt par byrjar á því að velja einn hlut úr sínum poka til að leggja á dúkinn. Börnin ræða hvað það er sem parið hefur dregið upp úr poknaum og æfa sig í að greina áhvaða staf - á hvaða hljóði - heiti hlutarins byrjar. Börnin leggja svo hlutinn á þann bókstaf sem á þetta tiltekna hljóð ogþá getur næsta par valið hlut úr sínum poka og þannig koll af kolli.
Dúkur sem ísenska starfófið hefur verið skrifað inn á og taupokar.
.png)
Steinar á spjaldi
30 - 60 mín
Börnin raða steinum í form.
Að börnin þekki grunnform í stærfræði, tjáning og læsi.
Börnin safna tíu steinum hvert. Yngstu börnin geta safnað steinum í sameiningu á hvíta dúkinn og kennarinn deilt þeim svo á börnin.
Hvert barn fær pappaspjald sem það raðar steinum á.
Hægt er að lefya börnun um a raða frjálst á sjldin en eldri börningeta raðað eftir fyrirmælum, t.d. svona:
Öll sitja í hring.
Kennarinn nefnir eitthvað sem allir eiga að raða steinunum í, s.s. hringur, þríhyrningur, tiltekinn tölstafur, bókstafur eða mynd.
Börnin raða hvert og eitt á sitt spjald, skv. fyrirmælum kennarans.
Þegar allir hafa lokið því fær barn að gefa fyrirmæli um hvað á að raða næst, og þannig kolll af kolli.
Tíu steinar á hvert barn. Stundum getur átt við að láta börnn vinna í pörum, þá eru það tíu steinar á hvert par.
Pappaspjald til að raða steinunum , 15 x 15 cm á kant.
.png)
Stutt og löng grein
30 - 60 mín
Börnin leggja greinar í mismunandi form og röð og telja og ræða.
Að börn skilji grunn hugtök í stærfræði og auka málskilning.
Börnin fá þau fyrirmæli að sækja eina stutta og eina langa grein og koma með þær áh víta dúkinn sem lagður er á jörðina.
Þegar öll börnin hafa lagt greinarnar sínar á dúkinn setjast þau ásamt kennaranum hringinn í kringum um dúkinn.
Kennarinn spyr þau ýmissa spurninga og hópurinn skoðar greinarnar í sameiningu:
Hvaða grein er lengst? Hvað grein er styst?
Hversu margar eru stuttu greinarnar? En þær löngu?
o.s.frv.
Einnig er hægt að raða greinunum upp á marga vegu, mynda form, stafi o.fl. (Sjá Spýtur á spjaldi.)
Dúkur til að leggja á jörðina undir greinarnar.
.png)
Talan í hringnum
30 - 60 mín
Börnin mynda tölu inni í hring sem kennarinn velur.
Grunnur í stærfræði, að læra að telja og leggja saman og mengi.
Börnin vinna saman í hópum og hver hópur fær einn hring
Kennarinn nefnir einhverja tölu.
Börnin mynda töluna inn í hringnum með því að nota hendur og fætur, fingur og tær (ef þörf er á.)
Dæmi:
Fjögur börn eru samn í hópi. Kennarinn nefnir töluna 18. Nörnin setja hvert einn fót í hringinn (4), tvö börn setja fimm fingur inn í hringinn (10) og tvö börn setja tvo fingur hvort (4) -> samtals 18.
Þó leikurinn virðist flókinn er hann það síður en svo og börnin eru fljót að ná tökum á honum.
Að sjáfsögðu er best að byrja á lágum tölum sem eru þægilegar miðað við ann fjölda barna sem er að saman í hópi.
Plasthringir (t.d. húllahringir). Ef þeir eru ekki fyrir hendi má notast við snúrur til að afmarka hring fyrir hvern hóp eða jafnvel marka hring, eða kríta, á jörðina.
.png)
Talnadúkur
30 - 60 mín
Börnin tína steina og leggja á dúk með tölustöfum.
Að börn læri að telja og grunnur að stærfræði.
Þennan leik er gott að vinna með litlum hópi barna í senn.
Hvert barn safnar fimm steinum, þeir mega vera af ýmsum stærðum, það skiptir ekki máli.
Þegar hópurinn kemur saman kring um talnadúkinn felst verkefnið í því að börnin hjálpast að við að raða öllum steinunum sem þau hafa safnað saman á dúkinn.
FJöldi steinanna í "hólfi" þarf þó að vera í samræmi við tölugildið sem þar er.
Hægt er að gera leikinn léttari með því að hafa mynd af teningi í hverju hólfi, sérstaklega ef börnin kunna að telja en þekkja ekki endilega tölustafina.
Í þessum leik reynir mikið á samvinnu barnanna um að koma steinunum fyrir.
Dúkur sem tölurnar 1 - 9 hafa verið skrifaðar á.
Þó hér sé steinum safnað saman má auðvitað nota annan efnivið úr umhverfinu, s.s. köngla eða skeljar.
.png)
Talnastórfiskur
30 - 60 mín
Stórfiskaleikur með tölum
Að kenna börnum tölur og samlagningu, samvinnu og grunn í stærfræði.
Leikurin erum magt líkur Krókódíll, Krókódíll - má ég fara yfir gullbrúna eða Stórfiskaleik; eltingaleik, einn er´ann, hinir standa aftan við fyrirfram ákveðna línu.
Í þessum leik fær þó hvert barn í upphafi leiks spjald með tölustaf.
Sá sem er´ann gefur fyrirmæli um hverji mega fara yfir marklínuna, t.d.: "Allir sem eru með 3 mega fara yfir. "Þá mega allir sem eru mð töluna 3 á spjaldinu sínu far ayfir marklínuna. Þau börn sem ekki komast yfir með þessum hætti verða að hlaupa yfir og hætta á að vera náð á leiðinni.
Smám saman er ægt að þyngja leikinn með því að segja að börnin verði að fara tvö og tvö saman yfir, t.d. "Allir sem eru með 10 mega fara yfir" og þá verða börnin að finna summu með einvherjum félaga til að komast yfir, t.d. 2 8 eða 4 6 eða 5 5. Þau börnsem ekki geta myndað summu með félaga til að komast yfir verða að hlaupa.
Þau sem hafa veirð klukkuð á hlaupum, hjálpa hinum.
Spjöld með tölyum á, 1-9 hæfir leikskólabörnum og allt í lagi þó sama talan sé á fleiri spjöldum.
.png)
Teningahreyfing
30 - 60 mín
Börn kasta tening og hreyfa sig eftir því sem upp kemur á teningnum.
Grunnur að stærfræði, hreyfing, samvinna, læsi og samksipti
Öll börnin myndahring ásamt leikskólakennurum.
Börnin skiptast á að kasta tveimur teningum sem sýna annars vegar hversu oft og hins vegar hvað hreyfingu allir eiga að framkvæma.
Allur hópurinn hreyfirsig í einu í samræmi við það sem upp hefur komið á teningnum
Tveir teningr:
Sýnir tölur, líkt og venjulegur teningur.
Sýnir mynd af tiltekinni hreyfingu, annað hvort teiknað eða klippt út úr blaði.
.png)
Teningaspil
30 - 60 mín
Börnin kasta tening og finna falinn hlut í umhverfi og merkja við á blaði.
Grunn atriði í stærfræði, telja og umhverfislæsi og samvinna.
Í þessum leik eiga börnin að finna upplýsingar, ( t.d. tiltekin dýr eða hlut) sem komið hefur veirð fyrir í umhverfinu. Við hvert dýr er einnig mynd af tiltekinni tölu á teningi.
Börnin vinna í hópum eða pörum. Þau byrja á að kasta teningi hjá leikskólakennaranum. Eftir því hvaða tala kemur upp eiga þau að fara á tiltekna staði sem merktir eru með samsvarandi tölu.
Á þeim stað hefur verið komið fyrir hlut (t.d. plastdýri) eða einhverju merki sem þau skrá hjá sér á þar til gert blað.
Þau fara aftur og aftur til kennarans til að kasta teningnum þar til þau hafa komist á alla sex staðina og náð í upplýsingar á þeim öllum.
Teningur/eningar, skráningarblað (ef vill) og hlutir sem eru faldir á sex stöðum.
.png)
Tröllasmíð
1 klst.
Börnin búa til tröll úr hlutum sem finnast í nærumhverfi.
Að börnin finni lausan efnivið í nærumhverfi og skapi tröll eða skúlptúra úr því sem þau finna á staðnum. Efla umhverfislæsi og samvinnu, listsköpun og ímyndunarafl.
Hægt er að gera þetta verkefni með öllum hópnum í senn, einkum ef unnið er með yngri börnum, en ef um eldri börn er að ræða getur verið gott að skipta þeim í 3 - 4 barna hópa.
Verkefnið felst í því að búa til tröll úr þeim efniviði sem er fyrir hendi á hverjum stað. Gæta þarf þess að gang vel um náttúruna og brýna t.d. fyrir börnum að taka aðeins það sem er laust og velta ekki við steinum sem eru fasti í jörð.
Aðeins er notast við efnivið á staðnum en gagnlegt getur verið að hræra hveitilím og taka með til að festa lauf o.þ.h. á tröllin.
.png)
Þæfir könglar
1 - 2 klst.
Börnin þæfa ull utanum köngla sem finnast í nærumhverfi.
Að lesa nærumhverfi, sköpun og listgreinar.
Börnin byrja á því að safna könglum saman eða finna sér köngul hvert og eitt.
Verkefnið gengurút á að þæfa ull utan um köngulinn til að geta notað hann í margskonar föndur. t.d. jólaskraut.
Hvert barn fær ull sem vafin er utan um köngulinn. Sápu úðað á köngulinn og bleytt vel í og því næst er könglinum stungið ofan í plastpoka sem bundið er fyrir.
Barnið hnoðar svo köngulinn vel og lengi innan í plastpokanum þar til ullin hefur þæfst utan um hann.
Könglar, ull (ullarkembur ekki garn), sápuvatn í úðabrúsa og plastpokar.

Title
EIN JÖRÐ er 10 stöðva rafrænn ratleikur (Actionbound) sem gerður er fyrir 6 lið/hópa. Nemendur fara í ímyndað ferðalag um heiminn og hitta fyrir 10 börn á 10 mismunandi stöðum og fá að heyra sögu þeirra. Börnin eiga það sameiginlegt að vera öll jarðarbúar, að búa við ólík mannréttindi og upplifa afleiðingar ósjálfbærra athafna manna á eigið nærumhverfi og líf.
Rauði þráður leiksins er að vekja nemendur til vitundar um ólík mannréttindi barna jarðarinnar og áhrif ósjálfbærra lifnaðarhátta á jafnaldra þeirra um heim allan. Leitast er eftir að nemendur geti sett sig í spor barnanna.
10 frásögnum barna. Nemendur hlýða á eina frásögn barns á hverri stöð (1-2 mínútur)
Í skjalinu er leikurinn ásamt leiðbeiningum til kennara
25.11.2021 Bréf til kennara-Vetrardagskrá Úti er ævintýri 2022 - miðstig grunnskóla.pdf