Útinámsverkefni
Ein jörð
EIN JÖRÐ er 10 stöðva rafrænn ratleikur (Actionbound) sem gerður er fyrir 6 lið/hópa. Nemendur fara í ímyndað ferðalag um heiminn og hitta fyrir 10 börn á 10 mismunandi stöðum og fá að heyra sögu þeirra. Börnin eiga það sameiginlegt að vera öll jarðarbúar, að búa við ólík mannréttindi og upplifa afleiðingar ósjálfbærra athafna manna á eigið nærumhverfi og líf.

Rauði þráður leiksins er að vekja nemendur til vitundar um ólík mannréttindi barna jarðarinnar og áhrif ósjálfbærra lifnaðarhátta á jafnaldra þeirra um heim allan. Leitast er eftir að nemendur geti sett sig í spor barnanna.

10 frásögnum barna. Nemendur hlýða á eina frásögn barns á hverri stöð (1-2 mínútur)
Miðstig
Félagsfærni Sjálfsefling Læsi Hreyfing Samvinna Sjálfbærni Loftlagsmál Ratleikir
Miðstöð útivistar og útináms
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni