EIN JÖRÐ er 10 stöðva rafrænn ratleikur (Actionbound) sem gerður er fyrir 6 lið/hópa. Nemendur fara í ímyndað ferðalag um heiminn og hitta fyrir 10 börn á 10 mismunandi stöðum og fá að heyra sögu þeirra. Börnin eiga það sameiginlegt að vera öll jarðarbúar, að búa við ólík mannréttindi og upplifa afleiðingar ósjálfbærra athafna manna á eigið nærumhverfi og líf.