Útinámsverkefni
Haiku
2 kennslustundir.
Kynning á japanska ljóðforminu Haiku
Kveikja:
Kennarinn kynnir nemendur fyrir japanska ljóðforminu haiku.

Hækur eða Haiku er japanskt ljóðform þar sem ljóðin fjalla oft um náttúruna og innihalda orð (kigo) sem vísa til árstíðar í ljóðinu (sbr. Flýgur suður=Haust, farfuglarnir fara suður á haustin).

5 atkv. Horfandi á þig
7 atkv. Flýgur ungur svanurinn
5 atkv. Suður á bóginn

Ljóðin innihalda þrjár ljóðlínur og þurfa ekki að hafa rím. Hver ljóðlína hefur ákveðinn fjölda atkvæða. Fyrsta ljóðlínan hefur 5 atkvæði, önnur ljóðlínan 7 og sú þriðja 5 atkvæði. Ljóðin lýsa oft einhverjum atburðum sem við getum séð fyrir okkur, hlustað og upplifað með lestri ljóðsins. Í fyrstu tveimur ljóðlínunum er aðstæðum lýst en í þriðju ljóðlínu verður oft einhverskonar uppgötvun, sem skýrir aðstæðurnar.
Haikur eru lesnar hægt til að maður geti gert sér þær í hugarlund og upplifað

Á vettvangi:
Nemendur dreifa sér um svæðið og sækjast eftir innblæstri. Þeir fá 30 mínútur til að semja ljóðin.

Nemendur standa upp og lesa ljóðin fyrir bekkjarfélaga sína. Kennari metur nemendur jafnóðum. Tilvalið er að kveikja varðeld á eldstæðinu í útikennslustofunni og hafa framsögnina þar.
Kennarinn kynnir nemendur fyrir japanska ljóðforminu haiku.

Hækur eða Haiku er japanskt ljóðform þar sem ljóðin fjalla oft um náttúruna og innihalda orð (kigo) sem vísa til árstíðar í ljóðinu (sbr. Flýgur suður=Haust, farfuglarnir fara suður á haustin).
Nemendur standa upp og lesa ljóðin fyrir bekkjarfélaga sína. Kennari metur nemendur jafnóðum. Tilvalið er að kveikja varðeld á eldstæðinu í útikennslustofunni og hafa framsögnina þar.

Góð venja er að skrá í vísindabók það sem gert er á vettvangi, þ.m.t. ljóðið. Þannig er hægt að taka gögn af vettvangi með inn að útikennslunni lokinni og nemendur geta unnið frekar úr þeim upplýsingum sem þeir öfluðu sér utandyra.
Miðstig Unglingastig
Sumar Haust Vetur Vor
Allstaðar
Nemendur sækja innblástur til náttúrunnar við haiku ljóðagerðar. 

Nær náttúru dvel
Mín nærandi ljóð þér fel
Nægtar vinaþel
Læsi Íslenska Málrækt Tjáning
Náttúruskóli Reykjavíkur
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni