Kveikja:
Kennarinn kynnir nemendur fyrir japanska ljóðforminu haiku.
Hækur eða Haiku er japanskt ljóðform þar sem ljóðin fjalla oft um náttúruna og innihalda orð (kigo) sem vísa til árstíðar í ljóðinu (sbr. Flýgur suður=Haust, farfuglarnir fara suður á haustin).
5 atkv. Horfandi á þig
7 atkv. Flýgur ungur svanurinn
5 atkv. Suður á bóginn
Ljóðin innihalda þrjár ljóðlínur og þurfa ekki að hafa rím. Hver ljóðlína hefur ákveðinn fjölda atkvæða. Fyrsta ljóðlínan hefur 5 atkvæði, önnur ljóðlínan 7 og sú þriðja 5 atkvæði. Ljóðin lýsa oft einhverjum atburðum sem við getum séð fyrir okkur, hlustað og upplifað með lestri ljóðsins. Í fyrstu tveimur ljóðlínunum er aðstæðum lýst en í þriðju ljóðlínu verður oft einhverskonar uppgötvun, sem skýrir aðstæðurnar.
Haikur eru lesnar hægt til að maður geti gert sér þær í hugarlund og upplifað
Á vettvangi:
Nemendur dreifa sér um svæðið og sækjast eftir innblæstri. Þeir fá 30 mínútur til að semja ljóðin.