Verkefnakista MÚÚ
Heill haugur af smádýrum
Læsi
Sumar Haust Vor
Yngstastig Miðstig
Heill haugur af smádýrum
Skólalóð/garður Skógur Fjara
Náttúrufræði Lífsleikni Náttúra og umhverfi Málrækt Læsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Nemendur skoða smádýr í smádýrahaug og reyna að greina þau með hjálp
greiningalykils.

Smádýr í íslenskri náttúru

Kveikja:
Kennari gengur með nemendum að smádýrahaug, veltir steini við og sýni nemendum hver fjölbreytilegt líf er þar í felum. Mælt er með því að kennari ræði við nemendur um mikilvægi þess að ganga um með virðingu því að haugurinn er búsvæði lifandi vera. Brýna þarf fyrir nemendum að fara varlega ef handfjatla á smádýrin.
Á vettvangi:
Gott er að hafa nemendur tvo og tvo í hóp. Hver hópur velur sér eitt smádýr (hópar mega velja sama dýrið). Kennari breiðir út greiningarlykilsdúkinn og nemendur eiga að greina smádýrið sitt út frá honum. Ágætt er að kennarinn velji eitt smádýr og útskýri notkun lykilsins. Þetta má svo endurtaka.
Upplýsingabæklingur, greiningalykill 
Kennari gengur með nemendum að smádýrahaug, veltir steini við og sýni nemendum hver fjölbreytilegt líf er þar í felum. Mælt er með því að kennari ræði við nemendur um mikilvægi þess að ganga um með virðingu því að haugurinn er búsvæði lifandi vera. Brýna þarf fyrir nemendum að fara varlega ef handfjatla á smádýrin.
Hægt er að senda myndir inn Hérna