Kveikja:
Kennari gengur með nemendum að smádýrahaug, veltir steini við og sýni nemendum hver fjölbreytilegt líf er þar í felum. Mælt er með því að kennari ræði við nemendur um mikilvægi þess að ganga um með virðingu því að haugurinn er búsvæði lifandi vera. Brýna þarf fyrir nemendum að fara varlega ef handfjatla á smádýrin.
Á vettvangi:
Gott er að hafa nemendur tvo og tvo í hóp. Hver hópur velur sér eitt smádýr (hópar mega velja sama dýrið). Kennari breiðir út greiningarlykilsdúkinn og nemendur eiga að greina smádýrið sitt út frá honum. Ágætt er að kennarinn velji eitt smádýr og útskýri notkun lykilsins. Þetta má svo endurtaka.