Verkefnakista MÚÚ
Hversu gamalt er tréð?
Læsi
Sumar Haust Vetur Vor
Yngstastig
2 kennslustundir

Hvar sem er
Stærðfræði Náttúrufræði Náttúra og umhverfi Læsi og samskipti Sjálfbærni og vísindi
Nemendur greina aldur trés með að telja árhringi á trjástofnum sem hafa verið skáskornir og lakkaðir.
Að greina aldur trés með talningu árhringja
Kveikja:
Kveikju má framkvæma jafnt heima í skóla sem og á vettvangi.
Skoðið trén í kring um ykkur og getið ykkur til hvað þau eru gömul. Skoðið svo skáskorna trjástofninn og getið hve gamall hann er.
Á vettvangi:
Kennarisýnir nemendum árhringi trjástofnsins og útskýrir að einn árhringur samanstendur af ljósum hring og dökkum hring þar utan um. Nemendum er skipt í hópa og kennari útdeilir þeim spurningum sem þeir eiga að leita svara við. Nemendur skoða árhringi á skáskornum stofnum á svæðinu og reyna að svara viðkomandi spurningu.
Eftirtalin umræðuefni og spurningar eru tilvalin leið að ná markmiðum verkefnisins:
Á meðan rætt er um tiltekna árhringi er tilvalið að merkja þá með týtuprjónun (þeir eru mjórri en teiknibólur og því auðveldara að stinga þeim í viðinn).
Hversu gamalt er tréð?(Fyrst að láta nemendur geta og telja síðan árhringina).
Árhringur samanstendur af ljósum hring sem er umkringdur dökkri rák. Telja skal dökku rákirnar.
Finndu árhringinn.
Finndu árhringinn fyrir árið sem þið eruð fædd.
(Telja í átt að miðju frá berki).
Hve mörgum árum er tréð eldra en þú?
Hvaða ár spíraði tréð?
Ef árhringirnir eru mis breiðir má leiða líkur að því að tréð hafi vaxið mis mikið á milli ára. Finnið grennsta hringinn og þann breiðasta. Hér er tilvalið að nota reglustiku.
Hvaða ár hefur tréð vaxið mest?
Hvaða ár hefur tréð vaxið minnst?
Til að vinna nánar með þetta verkefni er hægt að skoða veðurfar þessara ára þegar komið er til baka í skólann.

Reglustika, títuprjónar með mismunandi litum hausum.
Kveikju má framkvæma jafnt heima í skóla sem og á vettvangi.
Skoðið trén í kring um ykkur og getið ykkur til hvað þau eru gömul. Skoðið svo skáskorna
trjástofninn og getið hve gamall hann er.
Tré vaxa ekki aðeins upp í loftið heldur gildna þau einnig. Á hverju vaxtartímabili verður til nýr árhringur. Árhringur skiptist í tvennt. Ljóst svæði og dökka rák sem umlykur það:
Á vorin og á sumrin er vöxtur trjáa hraður. Lauftré laufgast og barrtré þéttast og mynda nýja greinatoppa. Stofninn gildnar einnig og þá myndast ljósa svæðið. Þegar vöxturinn er hraður myndast stærri viðaræðafrumur.
Á haustin og veturna hægist á vextinum og eru frumurnar sem myndast minni og þéttari. Þá myndast dökka rákin. Saman eru því báðar rákir einn árhringur þar sem tréð hefur lifað í eitt ár – vor, sumar, haust og vetur.
Hægt er að senda myndir inn Hérna