Kveikja:
Kennari kynnir leikinn með því að koma með smá sögu. Allir eiga að loka augunum og hlusta á kennarann. Sagan gæti verið eitthvað á þessa leið; Þið eruð öll selir sem búið í sjónum. Þið syndið um í tæru vatninu og veiðið ykkur fisk í matinn. Sólin skín á nefið á ykkur þegar þið syndið upp til að anda. Allt í einu dimmir og stór háhyrningur stefnir á ykkur! Hætta steðjar að!
Þegar svangur háhyrningur er í grennd er mikil hætta á ferðum. Þið verðið að hoppa í skjól upp á ísjaka. Ef ykkur
tekst að komast í skjól á ísjaka þá eruð þið hólpin – í það skiptið.. Ef ekki þá eruð þið komin í maga háhyrningsins.
Á vettvangi:
Leikurinn er útskýrður. Lakbútum er dreift um svæðið. Nemendum er sagt að bútarnir séu ísjakar. Krakkarnir eiga að hlaupa um svæðið þar til kennarinn e