Kveikja:
Kennari kynnir leikinn og útskýrir reglur hans. Hann tilkynnir einnig að ef að hann flautar með flautu, þá eigi allir að koma til hans.
Reglur:
Einn nemandi er valinn til að vera kóngurinn.
Á meðan kóngurinn fer að fela sig lokar allur nemendahópurinn augunum og telur saman upp í 50.
Þegar talningu er lokið fara allir að leita að kónginum.
Þegar einhver finnur kónginn á maður að hafa hægt um sig og láta engan annan vita.
Þegar enginn sér til á maður að læðast til kóngsins og fela sig hjá honum.
Þegar líður á leikinn fara fleiri og fleiri nemendur að hverfa.
Leiknum líkur þegar allir hafa fundið kónginn.
Sá sem var fyrstur að finna kónginn fær að vera kóngur í næstu umbers.
Á vettvangi:
Nemendur leika leikinn. Ef illa gengur að finna kónginn getur kennari flautað alla saman.