Verkefnakista MÚÚ
Lóðrétt ljóð
Læsi Sköpun
Sumar Haust Vetur Vor
Miðstig
2 kennslustundir
Hvar sem er
Íslenska Náttúra og umhverfi Málrækt Listgreinar Sköpun og menning
Nemendur sækja innblástur til náttúrunnar við ljóðagerð.

Ljóðagerð og kynning á lóðréttum ljóðum.

Kveikja:
Kennarinn kynnir nemendur fyrir lóðréttum ljóðum.
Í upphafi velur maður orð sem er lýsandi fyrir svæðið og stemninguna á staðnum. Orðið er skrifað lóðrétt á blaðið og gegnir hver stafur í ljóðinu hlutverki upphafsbókstafs hverrar línu.
Þannig er orðið vor;
V-indurinn blæs
O-rmarnir geispa
R-egnið vakti þá
Á vettvangi:
Nemendur dreifa sér um svæðið og sækjast eftir innblæstri. Þeir fá 30 mínútur til að semja ljóðin. Hver nemandi getur valið sér nokkur upphafsorð til að semja í kringum. Einnig er sniðugt að spreyta sig á öðrum ljóðformum, eins og að bæta við rími o.s.frv.
Úrvinnsla og ígrundun: Nemendur standa upp og lesa ljóðin fyrir bekkjarfélaga sína. Kennari metur nemendur jafnóðum. Tilvalið er að kveikja varðeld á eldstæðinu í útikennslustofunni og hafa framsögnina þar.
Nemendur geta skráð ljóðin sín í vísindabækur og þannig unnið áfram með ljóðin þegar komið er til baka í kólann.
Upplýsingabæklingur, skriffæri og blöð.
Hægt er að senda myndir inn Hérna