Kveikja:
Nemendur þurfa að þekkja orðflokkagreiningu. Tilvalið er að fara í einn lýsingarorðsleik í upphafi til að minna nemendur á lýsingarorðin.
Á vettvangi:
Á svæðinu ráða nemendur hvar þeir eru þegar þeir leggja rammann sinn niður. Nemendur virða fyrir sér það sem er innan rammans og eiga að skrifa eins mörg lýsingarorð á rammann og þeim finnst eiga við.
Þegar ramminn hefur verið staðsettur má nemandinn ekki færa hann fyrr en verkefninu er lokið. Einnig má skrá lýsingarorðin í vísindabók og þannig aflar nemandinn gagna til að taka með í skólann og vinna með nánar, t.d. með því að stigbreyta þau lýsingarorð sem hann skráði utandyra.