Útinámsverkefni
Skoðað í skóginum
2 kennslustundir.
Skógarskoðun.
Nemendur fá fyrirmæli um að stilla sér í kring um stykkið og kennarinn flettir stykkinu af einum hlut í um það bil 10 sek. (Fjöldi hluta og tíma er hagað að aldri barnanna). Eftir þessar 10 sekúndur er stykkið lagt yfir hlutinn aftur og nemendur eiga að finna samsvarandi hlut í umhverfinu. Miðað er við ½ mínútu á hlut. Leikurinn er endurtekinn þar til allir hlutir hafa verið sviptir hulunni. Kennari getur stjórnað leitartímanum með því að taka tímann og nota flautu.
Upplýsingabæklingur, flauta, 2 viskastykki..Viskastykki til að breiða yfir hlutina.
Kennari finnur 5-7 hluti sem eru einkennandi fyrir svæðið: barrnál, köngul, trjágrein, stein, ákveðna gerð af plöntu o.s.frv. Hlutirnir eru lagðir á viskastykkið og eru huldir með hinu stykkinu. Nemendur eru beðnir um að giska á hvað sé undir viskastykkinu.
Í lok getur kennari spurt nemendur hvað þeim finnist einkennandi fyrir svæðið t.d. Hvaða hlutir eru áberandi á svæðinu? Hvaða hlutir eru í minnihluta?
Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur Vor
Skólalóð Skógur
Nemendur leita hluta í skóginum. Leikurinn er gerður til að auka meðvitund nemenda fyrir því sem er til staðar í umhverfinu.
Array
Array
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni