Útinámsverkefni
Skógareldhús - pylsur
2 kennslustundir.
Matreiðsla úti í náttúrunni.
Kennari sér um tendrun elds. Mikilvægt er að ræða við nemendur um varkára umgengni við eld. Gott er að skipta nemendum í hópa og kemur hver t.d. 4 manna hópur í einu til kennarans og fær eina pylsu á mann. Nemendur brytja pylsuna í bita og færa upp á spjótið. Þegar allir eru komnir með sitt spjót setjast allir á bekkina í kring um eldinn og nemendur sem sitja á sama bekk grilla pylsurnar. Svo gengur það koll af kolli.
Pylsur, birkigreinar (eða grillspjót sem hafa legið í vatni yfir nótt), matarhnífar, skurðarbretti, vettlingar.
Kennari spyr nemendur hvort þeir hafi séð mat eldaðan úti í náttúrunni. Nemendur eru vísir til að hafa séð mat grillaðan. Kennari ræðir við nemendur um eldun úti í náttúrunni. Bæði er hægt að finna ýmislegt ætilegt í náttúrunni eins og t.d. plöntur og ber á haustin.
Eftir að nemendur hafa matast er tilvalið að ræða við þá um hvernig maðurinn geti lifað af úti í náttúrunni, fjarri eldavélum og heimilistækjum.
Leikskólastig Yngstastig
Sumar Haust Vetur Vor
Eldstæði
Nemendur grilla pylsubita á pinnum yfir litlum opnum eldi.
Array
Array
Hér er hægt að setja inn myndir sem tengjast þessu verkefni