Nemendum er skipt í 3-4 manna hópa. Hver hópur fær greiningarlykilinn ,,Ég greini tré” í hendurnar.
Nemendur fá 30 mínútur til að ganga hringinn í lundinum og greina alls 3 mismunandi trjátegundir, bæði lauftré og barrtré.
Hóparnir eiga að velja sér eina trjátegund sem þeir kynna og lýsa fyrir samnemendum sínum. Þegar 30 mínútur eru liðnar, hittast allir t.d. í rýminu norðvestan megin í lundinum og hóparnir kynna trjátegundir sínar.