Kennari segir nemendum að nú eigi að fara í stafrófsleikinn stafrófið í skóginum.
Mælt er með því að kennari hafi flautu við höndina og tilkynni nemendum að þegar flautað er í flautuna eigi allir að koma til kennarans.
Kennari segir einn bókstaf og nemendur eiga að finna hlut í umhverfinu sem byrjar á tilteknum bókstaf. Nemendur mega koma með hlutinn á staðinn ef hann er laus frá jörðu, annars koma þeir til baka og segja frá hlutnum. Mikilvægt er að brýna fyrir nemendum að skila hlutnum til baka á sinn stað í lok dags.
Mælt er með því að gefa nemendum ½ mínútu til leitar fyrir hvern bókstaf.
Til að auka fjölbreytni leiksins má láta nemendur koma með hluti sem hafa bókstafinn inni í miðju nafni. Sbr. A fyrir barrnál.