Verkefnakista MÚÚ
Stafrófsleikir á stafrófsdúk
Félagsfærni Læsi Heilbrigði
Sumar Haust Vetur Vor
Leikskólastig Yngstastig Miðstig Unglingastig
1 kennslustund.
Hvar sem er
Íslenska Náttúrufræði Hreyfing Náttúra og umhverfi Lífsleikni Íþróttir og hreyfing Erlend tungumál Málrækt Læsi og samskipti Heilbrigði og vellíðan Sjálfbærni og vísindi
Nemendur finna ýmislegt í umhverfinu sem þeir leggja á stafrófsdúk til að safna sem
flestum stigum.
Hreyfing og útileikir.
Kennari fjallar um hversu mörg orð geta tengst einum og sama hlutnum sem við finnum
í umhverfinu. T.d. getur steinn einnig verið möl, grjót, berg... Í kjölfarið útskýrir kennarinn
leikreglurnar:
  1. Nemendum er skipt í tvö lið (eða jafn mörg og stafrófsdúkarnir eru) og hvert lið fær einn dúk sem lagður er á jörðina spölkorn frá hinum liðunum.
  2. Á tilteknum tíma (t.d. 2 mínútum) á liðið að keppast við að leggja hluti úr umhverfinu á hvern staf á starfrófsdúknum sem samsvarar fyrsta staf í heiti hlutarins. T.d. Stein er hægt að leggja á stafinn S en einnig á stafinn G (grjót) og M (möl).
  3. Aðeins má setja tvo hluti á hvern staf, hvorn hlut fyrir sitt orð. Í upphafi er ágætt að nemendur megi bæði nota nafnorð og lýsingarorð á dúkinn en þegar þeir hafa leikið leikinn má þrengja reglurnar og gefa þau fyrirmæli að á bak við hvern hlut verði að vera nafnorð. Leikurinn hentar unglingum mjög vel í tungumálanámi. Þá verður að sjálfsögðu að gæta þess að stafrófið á dúknum sé í samræmi við það tungumál sem leikurinn er leikinn á. Leikurinn reynir ekki bara á kunnáttu nemenda í náttúrufræði, þ.e. hversu mörg fyrirbæri í umhverfinu þeir þekkja, heldur einnig á hversu auðugum orðaforða þeir búa yfir, sbr. að einn og sami hluturinn getur borið mörg mismunandi heiti.
  4. Að tveimur mínútum liðnum hóar kennarinn á nemendur (eða blístrar eða flautar). Allir safnast saman við sama dúkinn og andstæðingar þeirra sem settu á dúkinn telja stigin með hjálp allra. Hver sem sett hefur hlut á dúk þarf að upplýsa orðið sem er að baki hlutnum.
Snjallt er að skrifa orðin niður um leið (skipa ritara) og safna þeim þannig saman til frekari
úrvinnslu í skólanum.
Fyrir hvert orð sem er á dúknum fær liðið eitt stig. Þannig er hægt að fá mest tvö stig fyrir hvern
bókstaf, alls 48 stig að hámarki. (Miðað við íslenskan stafrófsdúk með 24 bókstöfum, 
Stafrófsdúkur
Hægt er að senda myndir inn Hérna