Á vettvangi:
Nemendur velja sér nokkra hluti sem þeir hafa fundið í fjörunni, t.d. kuðung, skel, stein eða spýtu. Hann þrýstir hlutnum í sandinn þannig að sandurinn taki á sig form hlutsins. Þetta er endurtekið fyrir hvern hlut, jafnvel oftar en einu sinni. Blandið gifsduftið með vatni skv. leiðbeiningum á umbúðum. Látið gifsið renna í formin í sandinum áður en það storknar. Látið gifsið þorna í sandinum í nokkrar mínútur. Þegar gifsið hefur harðnað er óhætt að taka gifsmyndirnar upp úr sandinum og strjúka yfir þær með mjúkum bursta ef sandurinn vill loða við þær. Hæfilegt er fyrir hvern nemanda að gera 3-5 ólíkar myndir í sandinn.