Kennari gengur með nemendum um svæðið. Mælt er með því að kennari sýni nemendum áhugaverða hluti sem merktir eru inn á kortið, t.d. fuglshreiður, árhringi og fleira. Kennari kennir nemendum kvæði með því að skipta nemendum í hópa. Hver hópur lærir eina ljóðlínu og syngur sína línu í ljóðinu. Þannig er hægt að gera leik út þessu þar sem hópar kallast á.
Upplýsingarbæklingur um gönguleiðir í útikennslustofunni
Ljóð og kvæði sem henta hverri árstíð
t.d.
Vor –Syngur lóa út í móa
Sumar –Nú er sumar gleðjumst gumar
Haust – Krummi krunkar úti
Vetur – Stóð ég úti í tunglsljósi.
Í lokin er gaman að safnast í kringum eld og syngja saman lagið. Að klappa í takt eða standa upp og sitja í takt gerir lagið mjög skemmtilegt.
LeikskólastigYngstastig
SumarHaustVetur
Allstaðar
Leikskólanemendur læra kvæði og syngja úti í náttúrunni. Mælt er með því að leikskólakennarar sýni nemendum á áhugaverða hluti í umhverfinu, ræði um veðurfar og ský, bendi á fugla og plöntur. Rætt er við nemendur um það sem við sjáum í umhverfinu í samræmi við kvæðin.