Verkefnakista MÚÚ
Spáðu í tré
Læsi
Sumar Haust Vetur Vor
Miðstig Unglingastig
2 kennslustundir.
Skólalóð/garður Skógur
Íslenska Náttúrufræði Náttúra og umhverfi Læsi og samskipti Samvinna
Nemendur greina trjátegundir með hjálp greiningarlykils.
Greining trjátegunda.
Kveikja:
Kennari spyr nemendur hvort þeir viti af hvaða tegund algengustu jólatrén séu. Af erlendum trjám er það Normansþinur frá Danmörku en af íslenskum trjám eru það Rauðgreni, Blágreni og stafafura. Þessar tegundir má allar finna í Heiðmörk en aðeins ein þeirra er í lundinum.
Nemendur eru beðnir um að benda á þá tegund (Stafafura). Á svæðinu er einkum að finna sitkagreni, stafafuru, ösp, gulvíði, birki og reynitré. 

Á vettvangi:
Nemendum er skipt í 3-4 manna hópa. Hver hópur fær greiningarlykilinn ,,Ég greini tré” í hendurnar. Nemendur fá 30 mínútur til að ganga hringinn í lundinum og greina alls 3 mismunandi trjátegundir, bæði lauftré og barrtré. Hóparnir eiga að velja sér eina trjátegund sem þeir kynna og lýsa fyrir samnemendum sínum.
Þegar 30 mínútur eru liðnar, hittast allir t.d. í rýminu norðvestan megin í lundinum og hóparnir kynna trjátegundir sínar.

Greiningalykill um tré og runna; Sveinbjörn Markús Njálsson (1991). Ég greini tré. Reykjavík: Námsgagnastofnun.

Kynningarnar geta verið með ýmsu móti, nemendur geta t.d. leikið trjátegundina, flutt ljóð eða lýst henni í orðum. Mikilvægt er að kennari fari yfir trjátegundirnar með nemendum.
Hægt er að senda myndir inn Hérna